1Og það skeði þegar Sanballat heyrði þetta, og Tobia og Gesem sá arabiski og aðrir vorir óvinir heyrðu að eg hefði byggt upp múrinn og að skörð væru ekki framar orðin í honum, einasta hafði eg enn nú ekki sett í hliðin,2þá sendi Sanballat og Gesem boð til mín og lét segja mér: látum oss koma saman í einu af þorpunum í dalnum Ono, en þeir hugsuðu að gjöra mér illt;3eg sendi til þeirra sendiboða er skyldi segja þeim: eg hefi mikið starf fyrir hendi og get ekki komið—skyldi verkið hvíla þess vegna, að eg slægi slöku við það og færi niður til ykkar?4Fjórum sinnum sendu þeir til mín með þessum skilaboðum og eg sendi þá aftur með sömu orðum.5Og Sanballat sendi í fimmta sinni til mín svein sinn með sömu skilaboðum og fékk honum opið bréf.6Í því var ritað: sú fregn berst hjá (nábúa)þjóðunum, og Gasmu segir: að þú og Gyðingar hafið uppreisn í hyggju, þess vegna byggir þú borgarveggina og að þú girnist að verða kóngur þeirra; svona segja þeir.7Sömuleiðis: að þú hafir tilsett spámenn til að úthrópa um þig í Jerúsalem og segja: „hann er kóngur Gyðinga“. Þessi orðrómur mun nú berast til kóngsins; kom nú þess vegna, svo vér sameiginlega getum talast við um þetta.8Eg sendi aftur til hans og lét segja honum: ekki er þetta þannig, sem þú segir, því að af eigin hugþótta hefir þú þetta uppspunnið.9Því að þeir vildu allir gjöra oss hrædda, og þenktu: þeir munu láta hendurnar falla frá verkinu og hætta við svo búið. En styrk nú hendur mínar (ó Guð)!
10Eg gekk út til húss Semaiæ sonar Deleiæ, sonar Mehetabels, sem hafði innilokað sig, og hann sagði: látum oss sameiginlega fara inn í Guðs hús, mitt inn í helgidóminn, og látum oss loka dyrum helgidómsins, því nokkrir eru á leiðinni til að myrða þig, og þeir koma í nótt til að fyrirfara þér;11og eg svaraði honum: hvört skyldi maður, eins og eg, flýja, og hvör er sá af mínum líkum a) er gengið geti inn í helgidóminn, og haldið lífi? eg fer ekki.12Og eg virti hann fyrir mér, og sjá! ekki hafði Guð sent hann til þess að hann spáði fyrir mér, heldur höfðu Tobía og Sanballat keypt hann.13Þess vegna var hann keyptur, að eg skyldi verða hræddur og gjöra þannig og syndga, og það skyldi verða þeim tilefni til ills umtals, svo þeir gætu brigslað mér.14Minnstu, Drottinn minn! Tobíæ og Sanballats, eftir sem aðferð þeirra verðskuldar og líka spákonunnar Noadiu og hinna annarra spámanna, sem leituðust við að skelfa mig.15Og þeir luku við múrinn þann tuttugasta og fimmta elul b), eftir fimmtíu og tvo daga.
16Og það skeði þegar allir óvinir vorir spurðu þetta, að allar þær þjóðir sem bjuggu í kring urðu óttaslegnar og þær rýrnuðu mikið í sínum eigin augum, því þær þekktu nú að það kom frá Guði vorum, að vér fengum unnið þetta verk.
17Um þessar mundir skrifuðu margir göfugir menn Gyðinganna bréf og létu þau fara til Tobía, eins og líka frá Tobía komu bréf til þeirra;18því að margir í Gyðingalandi höfðu svarið honum eið, því að hann var dóttur maður Sekania Arahssonar og Jóhanan sonur hans hafði tekið dóttur Mesullams Barakíasonar til ekta.19Líka töluðu þeir margt gott um hann við mig og báru honum aftur orð mín, en Tobía skrifaði bréf til að skelfa mig.
Nehemíabók 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 6. kafli
Nehemías fær umflúið ráðabrugg óvinanna gegn honum.
V. 11. a. Þ. e. sem ekki er prestur, samanber. 4 Mós. 18,3 og 7. V. 15. b. Þ. e. september.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.