1En nú varð óp fólksins og kvennanna mikið yfir bræðrum þeirra Gyðingunum.2Þeir voru til sem sögðu: vér eigum sonu og dætur og vér erum margir og vér verðum að fá korn, svo vér fáum etið og lifað.3Þar voru og þeir er sögðu: akra vora, víngarða, og hús vor höfum vér veðsett svo vér fengjum korn í hungrinu,4og svo voru þeir sem sögðu: vér höfum lánað peninga upp á akra vora og víngarða í skatt handa kónginum,5og þó er vort hold eins og hold bræðra vorra og vor börn eins og þeirra börn, og sjá! vér megum selja syni vora og dætur í ánauð, og sumar af dætrum vorum eru ánauðugar, og ekkert er í vorri hendi, akrar vorir og víngarðar eru annarra eign.
6Þá reiddist eg mjög, þá eg heyrði heróp þeirra og þessi þeirra orð,7og eg yfirvegaði þetta með sjálfum mér og eg deildi á þá heldri yfirmennina og sagði við þá: takið þér okur hvör af bræðrum sínum? Og eg kallaði saman fjölmenna samkomu móti þeim,8og sagði við þá: vér höfum eftir mætti keypt lausa bræður vora Gyðingana, sem seldir voru heiðingjunum, en þér viljið selja bræður yðar, skulu þeir nú selja sig oss? en þeir þögðu við og gátu engu svarað.9Síðan sagði eg: ekki er það gott sem þér hafið gjört, og áttuð þér ekki að ganga í ótta Guðs vors, eða blygðast yðar fyrir þjóðunum, sem eru yðar óvinir?10Og svo eg, bræður mínir og sveinar mínir höfum látið þá fá silfur og korn. Látum oss gefa þeim upp þessa skuld!11Eg bið yður! skilið þeim aftur í dag, ökrum þeirra og víngörðum, viðsmjörsviðargörðum og húsum þeirra og hundraðasta parti silfursins, kornsins, vínsins og viðsmjörsins, sem þér hafið okrað af þeim.12Og þeir svöruðu: vér viljum skila því aftur og ekki heimta af þeim; vér viljum gjöra eins og þú hefir sagt; og eg kallaði á prestana og tók eið af þeim að breyta þessu samkvæmt.13Eg hristi ogsvo klæðafald minn og sagði: þannig burthristi líka Guð hvörn þann mann, sem ekki heldur þetta, reki frá heimili hans og eignum hans, og hann skal verða hrakinn og allslaus! þá hrópaði öll samkoman: verði það svo! og þeir vegsömuðu Guð og fólkið gjörði eins og fyrir var mælt.
14Upp frá þeim degi, þá kóngurinn setti mig til landshöfðingja í Júdalandi, frá Artaxerxes tuttugasta til þrítugasta og annars árs, í tólf ár, naut eg og bræður mínir ekki landshöfðingja borðeyris a),15en hinir fyrri landshöfðingjar, sem á undan mér voru, höfðu lagt þungt ok á fólkið, og tóku af því korn og vín, og þar að auk 40 sikla silfurs b). Sveinar þeirra drottnuðu og svo yfir fólkinu; en ekki breytti eg þannig; því eg óttaðist Guð.16Líka vann eg að borgarveggjabyggingunni, og ekki keyptum vér heldur akurlendi og allir sveinar mínir söfnuðust þess vegna þangað til að þjóna að byggingunni.17Og Gyðingarnir og yfirmennirnir hundrað og fimmtíu manns, komu til mín frá þjóðunum sem bjuggu í kring, auk þeirra manna sem sátu við mitt borð.18Og það sem daglega var matreitt, var eitt naut, sex feitar sauðkindur, en fuglar vóru matreiddir handa mér; á tíu daga fresti (var og fært mér) allra handa vín í nægtum, en allt fyrir það krafði eg ekki landshöfðingja borðeyris, því áklögur þungar lágu á fólki þessu.19Minnstu mín, Guð minn! til ens góða; alls sem eg hefi gjört fyrir fólk þetta.
Nehemíabók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 5. kafli
Nehemía fyrirbýður okur. Tók sjálfur engin laun, en hélt jafnvel marga á sínum kosti.
V. 14. a. Borðeyrir kölluðust öll þau gjöld í vistum, víni og skotgjaldi, er skattlöndin máttu greiða til borðhalds landshöfðingjans og manna hans. V. 15. b. Hvör sikill er eftir Persa reikningi, hér um 20 sk. silfurs.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.