1Og það skeði þegar Sanballat heyrði að vér byggðum borgarveggina, þá brann hann af reiði og eirði því mjög illa og gjörði gys að Gyðingunum;2og hann mælti við landa sína og þá voldugu í Samaríu, hvað er það sem þessir veslings Gyðingar hafa fyrir stafni? á þeim að leyfast það? munu þeir ætla að færa slátrunarfórnir? eða afljúka verkinu í dag? ætli þeir gjöri lifandi steinana í öskuhrúgunni, þar eð þeir þó eru brunnir?3Og Tobias, Ammoníti, stóð hjá honum, og hann sagði: já! það sem þeir byggja, ef að refur stigi á það, mundi hann sundra steinum múrveggja þeirra.4Heyr oss, vor Guð! hvörsu vér erum smánaðir, lát smánanir þeirra koma aftur yfir þeirra eigin höfuð, og gjör þá hertekna í landi útlegðarinnar.5Hyl ekki misgjörð þeirra og afmá ekki synd þeirra fyrir augum þínum, því þeir hafa áreitt þá, sem voru að byggja.6Vér byggðum nú alla borgarveggina og var nú öllum veggjunum lokið, allt að helmingi. Fólkið hafði góðan hug á verkinu.
7Og það skeði þegar að Sanballat og Tobia ásamt með Arabíumönnum, Ammonítum og þeim frá Asdod heyrðu, að Jerúsalemsmúrveggir aftur voru uppbyggðir og að skörðin tóku að byrgjast, þá urðu þeir mjög reiðir,8og þeir tóku sig allir saman um að fara og færa Jerúsalem stríð á hendur og eyðileggja hana.9En vér gjörðum bæn vora til Guðs vors og héldum vörð nótt og dag móti þeim.10Nú sögðu Gyðingarnir: kraftar þeirra er bera, veikjast og rústirnar eru miklar; vér getum ekki byggt borgarveggina.11En óvinir vorir sögðu: ekki skulu þeir vita það, og ekki sjá það, fyrr en vér erum mitt á meðal þeirra og brytjum þá niður í strá og gjörum enda á verkinu.12En með því að Gyðingarnir, sem bjuggu í grennd við þá, komu og sögðu okkur tíusinnum frá öllum stöðum, hvaðan þeir ætluðu að snúast á móti oss.13Þá setta eg fyrir neðan á vissum stað á bakvið borgarvegginn þar sem þurrlent var, þar setti eg fólkið eftir ættkvíslum, með sverðum sínum, skotspjótum og bogum.14Og eg leit eftir öllu og gekk fram og sagði til enna heldri og yfirmannanna og hins annars af fólkinu: ekki skulu þér óttast þá! minnist heldur Drottins, ens mikla og óttalega, og berjist fyrir bræður yðar, sonu yðar, konur yðar og heimili yðar.
15Og það skeði þegar óvinir vorir heyrðu það að oss var kunnugt a) og að Guð hafði ónýtt þeirra ráðagjörðir, snerum vér oss að því að fullgjöra borgarvegginn, hvör til sinnar vinnu.16Og það skeði upp frá þessum degi, að helmingur sveina minna störfuðu að veggjunum, en hinn helmingurinn hélt á skotspjótum, skjöldum, bogum og brynjum, en yfirmennirnir stóðu á bakvið fólkið.17Þeir sem byggðu múrana og þeir sem settir voru yfir þá sem byrðir báru, unnu verk sitt með annarri hendinni, en með hinni héldu þeir á skotspjóti.18Hvör og einn byggingarmannanna var girtur sverði og byggðu svo, en trumbuslagarinn var hjá mér.19Og eg sagði við þá heldri, við yfirmennina og við hina aðra af fólkinu: verkið er mikið og stórgert og vér höfum tvístrað oss um borgarveggina langt hvör frá öðrum;20hvar helst þér heyrið trumbuhljóðið, þangað skuluð þér safnast; Guð vor mun berjast fyrir oss.21Vér unnum nú að verki voru og hélt helmingur þeirra á skotspjótum allt frá morgunroðans uppgöngu, til þess stjörnurnar uppkomu.22Sömuleiðis sagði eg um sömu mundir við fólkið: hvör og einn með þjónum sínum nátti inn í Jerúsalem, að þeir á næturnar séu oss til varnar, en á daginn að vinna;23og ekki fór eg né ættingjar mínir, eða sveinar mínir, né varðmenn mínir, úr klæðum vorum, hvör og einn hafði skotspjót sitt og vatnsstað b).
Nehemíabók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 4. kafli
Nábúa þjóðir spottast að borgarveggjahleðslunni, og leitast við að hindra hana.
V. 15. a. Nefnilega: hvörnig ástóð. V. 28. b. Menn plöguðu að lauga sig áður en lögðust til svefns á kvöldum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.