1Orð (gjörningar) Nehemiæ Hakalinsonar. Og það skeði í mánuðinum kislev a) tuttugasta árið b) að eg var í Súsan höfuðstaðnum c).2Og Hanani kom þangað, einn af mínum bræðrum, hann og nokkrir menn frá Júdeu, og eg spurði hann um Gyðingana sem afkomust, þá sem eftir urðu af enum föngnu, og um Jerúsalem,3og þeir sögðu mér: leifar þær, er eftir urðu af þeim föngum þar í landinu eru í miklum bágindum og fyrirlitningu og múrar Jerúsalems eru niðurbrotnir og borgarhlið hennar brennd í eldi.4Og það skeði þegar eg heyrði þetta, þá sat eg og grét og var hryggur marga daga og eg fastaði og eg gjörði bæn mína til himnanna Guðs.5Og eg sagði: ó minn Guð! himnanna Drottinn! þú mikli og óttalegi, sem gætir loforða og náðar við þá sem elska og varðveita þín boð;6Lát eyra þitt til vor hneigjast og þín augu vera opin, svo þú heyrir bæn þíns þjóns, sem eg ber fram fyrir þig daga og nætur, sakir Ísraelssona, þinna dýrkennda, eg meðkenni syndir Ísraelsmanna, sem þeir hafa drýgt móti þér, einnig eg og hús föður míns höfum syndgað.7Vér höfum brugðið vor heit við þig og ekki gætt þeirra boða, laga og réttinda, sem þú birtir þjóni þínum Móses,8minnstu nú þess, er þú sagðir: þér munuð syndga, en eg mun tvístra yður á meðal þjóðanna.9Svo að þér snúið yður til mín og gætið minna réttinda og gjörið þau—þó að útlegðar menn yðar væru undir hinu ysta himinsins skauti, þá mundi eg safna þeim þaðan og leiða þá til þess staðar, sem eg hefi útvalið til þess að nafn mitt d) búi þar.10Því að þínir þjónar eru þeir og þitt fólk, sem þú frelsaðir með mætti þínum, enum mikla, og þinni voldugu hendi.11Ó! Herra minn! hneig eyra þitt að bænum þjóns þíns, og að bæn þinna þénara, sem hneigðir eru til að óttast þitt nafn; farsæl nú þjón þinn í dag og lát honum hlotnast að finna meðaumkvan hjá manni þessum. Eg var þá kóngsins skenkjari.
Nehemíabók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 1. kafli
Nehemías fregnar Gyðinganna bágu kringumstæður í Jerúsalem, og biður Guð að hjálpa sér til, að verða þeim til liðs hjá Persakóngi.
V. 1. a. Þ. e. desember. b. Þ. e. tuttugasta ríkisstjórnar ár Artaxerxis. c. Vetrarsetur enna persisku kónga. V. 9. d. Þ. e. dýrkan mín.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.