1Á ríkisstjórnardögum Artaxerxis d) Persakóngs var Esra sonur Seraia, sonar Asaria, sonar Hilkia,2sonar Sallums, sonar Sadoks, sonar Ahitubs,3sonar Amaria, sonar Asaria, sonar Meraiots,4sonar Serahia sonar Ussi, sonar Buki,5sonar Abisugs, sonar Fineas, sonar Eteasars, sonar Arons ens æðsta prests.6Þessi er sá Esra, sem fór frá Babýlon, maður vel að sér í Mósislögum, sem Guð Ísraels Drottinn hefir gefið og kóngurinn veitti honum allar hans bænir, fyrir tilstilli Guðs sem var yfir honum.7Líka fóru nokkrir af Ísraelsmönnum og af prestunum og Levítunum og söngvurunum og dyravörðunum og musterisþjónunum upp til Jerúsalem á sjöunda ári Artaxerxis kóngs.8Og þeir komu til Jerúsalem á fimmta mánuði þess sjöunda árs kóngsins.9Því á fyrsta degi ens fyrsta mánaðar, þá var byrjuð ferðin frá Babýlon, og á fyrsta degi ens fimmta mánaðar, kom hann til Jerúsalem, fyrir ena góðu Guðs hönd, sem yfir honum var.10Því Esra hafði snúið sínu hjarta til að rannsaka lögmál Drottins og til að framfylgja því og fræða Ísraelsmenn í lögum og rétti.
11Þannig hljóðar bréfið sem að kóngurinn Artaxerxes fékk Esra, þeim vitra presti, sem var lærður í því er viðvék boðorðum Guðs og setningum Ísraelsmanna.12Artaxerxes kóngur konunganna (heilsar) Esra þeim fullkomlega vitra presti í lögmáli Guðs himinsins og svo frv.13Það er minn vilji, að sérhvör í ríki mínu, af Ísraelslýð, svo vel prestar sem Levítar, sem fús er til að fara til Jerúsalem með þér, að hann fari.14Þess vegna með því að þú ert sendur af konunginum og hans sjö ráðgjöfum til að hafa umsjón yfir Júdeu og Jerúsalem eftir því lögmáli Guðs þíns, sem þú hefir í höndum,15og til að flytja það silfur og gull sem kóngurinn og hans ráðgjafar fríviljuglega hafa gefið Ísraels Guði, sem er í Jerúsalem búandi,16og allt silfur og gull sem finnst í Babýlons skattlandi, og þær fríviljugu gáfur fólksins, og prestanna fríviljugu gáfur til hússins Guðs þeirra í Jerúsalem;17þá kaup kostgæfilega fyrir peninga þessa, naut, hrúta og lömb, og þar til heyrandi matfórnir og drykkjarfórnir og framber það á altarið, sem er í húsi yðvars Guðs, í Jerúsalem.18Og það sem þér og bræðrum þínum þóknast að gjöra við leifar silfursins og gullsins, þá gjörið eins og Guði yðar þóknast,19og kerin sem þér munu verða fengin til guðsþjónustunnar í Guðs húsi, þau skaltu aftur setja frammi fyrir Drottin í Jerúsalem;20en hitt annað, sem meðþarf til útgjalds í húsi Guðs þíns, það skal takast af kóngsins fjárhirslu a).21Eg kóngur Artaxerxes gef þá skipan frá mér til allra gjaldkera, sem eru hinumegin fljótsins, að hvörs sem presturinn Esra æskir, þessi vitringur í lögmáli Guðs himnanna, það skal tafarlaust veitast honum,22allt að einu hundraði talenta b) silfurs og allt að einu hundraði kórum af hveiti c) og eitt hundrað bat víns d) og eitt hundrað bat viðsmjörs, en salt c) eftir velþóknan,23allt sem er samkvæmt boðum Guðs himinsins, það skal tafarlaust flytjast til húss Guðs himnanna, svo að hann láti ekki reiði sína koma yfir ríki kóngsins og hans afkomenda;24og öllum yður sé vitanlegt, að á alla presta, Levíta, söngvara, dyraverði, Levítanna þjóna og aðra helgidómsins þjóna, leyfist ekki að leggja toll, gjöld, eður skatt.25En þú, Esra! eftir þeirri þekkingu, sem þú hefir á Drottni þínum, þá tilset þú dómara og fóveta, (svo þeir séu gjörðarmenn á meðal alls fólksins, sem er hinumegin við fljótið), af öllum þeim sem kunnugir eru lögmáli Drottins, Guðs þíns, en uppfræð þú þá sem þar í eru fákunnandi.26Og sérhvör sem ekki er hlýðinn lögmáli Drottins þíns og kóngsins, á þá skaltu leggja straff er samboðið sé því, sem hann hefir gjört, annaðhvört til dauða, eður til útlegðar, eður til fjár útláta, eður til fangelsis.
27Lofaður veri Guð Drottins feðra vorra, sem inngaf það hjarta kóngsins, að gjöra dýrlegt hús Drottins í Jerúsalem,28og sem hneigði til mín náð kóngsins, ráðgjafa hans, höfðingja og hershöfðingja;29en eg framfylgdi verkinu fyrir aðstoð Guðs Drottins er yfir mér var, og eg samansafnaði þeim helstu af Ísraelsmönnum til að fara með mér uppeftir.
Esrabók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Esrabók 7. kafli
Esra fær skriflega skipan hjá Xerxes til gjaldkerans, að hann láti hann fá ýmislegt er hann þurfi til guðsþjónustunnar.
V. 1. d. Hér sama sem Xerxes, sonur og eftirmaður Daríusar. V. 20. a. Eins og sagt er að framan í 8,6. V. 22. b. Sérhvört talentum var 3000 helgidóms siklar, sem eftir persiskum reikningi verður sama sem 625 rbd. silfurs, sjá Xen: Anab: 1,5,§. 6. c. Kór var mælir á þurrum vörum, hér um bil 60 skeppur. d. Bat var 48 pottar. c. Saltið var brúkað við fórnir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.