1Og spámaðurinn Haggaí og spámaðurinn Sakkarías Iddoson töluðu í Ísraels Guðs nafni til Gyðinganna sem voru í Júdeu og í Jerúsalem.2Og strax bjuggu þeir Sóróbabel Salatielsson og Jesúa Jósadaksson sig til og fóru að byggja Drottins hús í Jerúsalem og Guðs þessa spámenn með þeim, sem aðstoðuðu þá.3Á þeim tíma kom til þeirra Tatna landshöfðinginn hinumegin fljótsins, Star-Bosnai og þeirra embættisbræður og mæltu svofelldum orðum við þá: hvör hefir skipað ykkur að byggja þetta hús og fullgjöra þennan múr?4Síðan sögðum vér þeim enn framar hvör væru nöfn þeirra manna sem byggðu þessa byggingu.5En auga Drottins var yfir öldungum Gyðinganna og ekki hindruðu þeir þá, þangað til úrskurður Dariusar kom, þá bréf kom aftur til þeirra.6Þannig hljóðar bréfið sem að Tatnai landshöfðingi hinumegin fljótsins og Star-Bosnai og þeirra félagar frá Afarsaka, sem er fyrir handan fljótið, sendu til Dariusar kóngs.7Bréfið sendu þeir til hans og var þannig í því skrifað: hvörs kyns heill Dariusi konungi!8Það sé konunginum hér með gefið til vitundar: að vér höfum ferðast til Júdeu-skattlands, til húss ens mikla Guðs og er það uppbyggt af stórum steinum og bjálkar veggjanna tilbúnir og vinna menn kostgæfilega að verkinu, og verður því vel framgengt.9Jafnframt spurðum vér öldungana og mæltum þannig við þá: hvör hefir gefið yður þá skipan að byggja þetta hús og að fullgjöra þessa múra?10Líka spurðum vér þá um nöfn sín til að kunngjöra þér þau, og svo að vér gætum skrifað nöfn þeirra sem eru í tölu þeirra fyrirliða,11og var meining svars þess er þeir gáfu á þennan hátt: vér erum dýrkendur Guðs himinsins og jarðarinnar og byggjum það hús sem fyrri hefur byggt verið, fyrir mörgum árum, og byggði það voldugur Ísraelskonungur og umgirti það.12En eftir að forfeður vorir höfðu egnt Drottin himinsins til reiði, ofurgaf hann þá í hendur Nebúkadnesars kóngs í Babel, ens kaldeiska, hvör eð niðurbraut þetta musteri og flutti fólkið til Babylonar.13En á fyrsta ári Sýrusar kóngs í Babylon útgaf Sýrus kóngur þá skipan að byggja þetta Guðs musteri.14Og svo kerin sem tilheyrðu Guðs húsi, sem voru úr gulli og silfri, sem Nebúkadnesar hafði tekið úr musterinu sem var í Jerúsalem og flutt til musterisins í Babylon, þau lét Sýrus kóngur taka út úr musterinu í Babylon og voru þau afhent Sesbasar a) að heiti, sem hann setti þar til landshöfðingja.15Og hann sagði honum: tak þessi ker, far þú upp þangað og flyttu þau í musterið, í Jerúsalem, og byggðu Guðs hús á sínum stað.16Og jafnsnart fór þessi Sesbasar og lagði grundvöll til þessa Guðs húss í Jerúsalem og upp frá þeim tíma og allt hingað til höfum vér verið að byggja, en höfum enn nú ekki lokið því.17Og nú, ef kónginum svo þóknast, þá láti hann leita í fjárhirslu kóngsins sem er í Babylon, hvört ekki er svo, að boðorð sé útgengið frá Sýrusi kóngi, að byggja þetta Guðs hús í Jerúsalem, og láti kóngurinn oss svo vita vild sína.
Esrabók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Esrabók 5. kafli
Spámennirnir Haggaí og Sakkarías hvetja til að halda áfram byggingu musterisins og er Dariusi skrifað þar um.
V. 14. a. Svoleiðis meina menn að Sóróbabel hafi verið kallaður í Persiu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.