1Þessir eru þeir sem í skattlöndunum höfðu búið a), sem fóru úr útlegðinni, hópur útlegðarmanna, hvörn Nebúkadnesar kóngur hafði flutt til Babylon, er sneru nú aftur til Jerúsalem og til Júdeu, hvör til sinnar borgar.2Þeir sem komu með Sóróbabel voru: Jesúa, Nehemia, Seraia, Reelia, Mardokai, Bilsan, Misfar, Bigvai, Rehum og Baana, þetta er talan á mönnum Ísraelsfólks.3Afkomendur Farefars, voru: tvö þúsund, eitt hundrað sjötíu og tveir.4Afkomendur Sefatia: þrjú hundruð, sjötíu og tveir.5Arhas afkomendur: sjö hundruð, sjötíu og fimm.6Fahat Móabs afkomendur, af ætt Jesúa Jóabs: tvö þúsund, átta hundruð og tólf.7Elams afkomendur: eitt þúsund, tvö hundruð, fimmtíu og fjórir.8Satusar afkomendur: níu hundruð, fjörutíu og fimm.9Sakaís afkomendur: sjö hundruð og sextíu.10Bani afkomendur: sex hundruð, fjörutíu og tveir.11Bebais afkomendur: sex hundruð, tuttugu og þrír.12Afgaðs afkomendur: eitt þúsund, tvö hundruð, tuttugu og tveir.13Adonikams afkomendur: sex hundruð, sextíu og sex.14Bigvais afkomendur: tvö þúsund, fimmtíu og sex.15Adins afkomendur: fjögur hundruð, fimmtíu og fjórir.16Aters afkomendur og það af Hiskia ætt: níutíu og átta.17Betsais afkomendur: þrjú hundruð, tuttugu og þrír.18Jóras afkomendur: eitt hundrað og tólf.19Hasums afkomendur: tvö hundruð, tuttugu og þrír.20Gibbars afkomendur: níutíu og fimm.21Ættaðir frá Betlehem: eitt hundrað, tuttugu og þrír.22Menn frá Netafa: fimmtíu og sex.23Frá Anatot: eitt hundrað, tuttugu og átta.24Ættaðir frá Asmavet: fjörutíu og tveir.25Ættaðir frá Kiriat-Jearim, Kefira og Beerot: sjö hundruð, fjörutíu og þrír.26Ættaðir frá Rama og Geba: sex hundruð, tuttugu og einn.27Frá Mikmas: hundrað, tuttugu og tveir.28Frá Bethel og Ai: tvö hundruð, tuttugu og þrír.29Frá Nebo: fimmtíu og tveir.30Magbiss afkomendur: eitt hundrað fimmtíu og sex.31Elams afkomendur: eitt þúsund, tvö hundruð, fimmtíu og fjórir.32Afkomendur Harims: þrjú hundruð og tuttugu.33Ættaðir frá Lydda, Hadid og Ono: sjö hundruð, tuttugu og fimm.34Ættaðir frá Jerikó: þrjú hundruð, fjörutíu og fimm.35Ættaðir frá Sena: þrjú þúsund, sex hundruð og þrjátíu.36Prestarnir, Jedaias afkomendur, af Jesua ætt voru: níu hundruð, sjötíu og þrír.37Immars afkomendur: eitt þúsund fimmtíu og tveir.38Afkomendur Fasurs: eitt þúsund, tvö hundruð, fjörutíu og sjö.39Afkomendur Harims: eitt þúsund, og seytján.40Levítarnir af Jesua, Kadmiels, Libni og Hodavía ætt: sjötíu og fjórir.41Söngvarar af Asafs afkomendum voru: eitt hundrað tuttugu og átta.42Afkomendur dyravaktaranna, Salloms, Aters, Talmons, Akubs, Hatita og Sobai, til samans: eitt hundrað, þrjátíu og níu.43Helgidómsins þrælar, afkomendur Siha, Hasusæ Tabaots.44Keros, Sigaha, Fadons.45Lebana, Hagaba, Akubs.46Hagabs, Samlai, Hanans.47Giddels, Gahars, Raaia.48Refins, Nekoda, Gasams.49Ussa, Faseaks, Besaí.50Asna, Meunim, Nafufims.51Bakbuks, Kakkufa, Harhurs.52Baseluts, Mahida, Harsa.53Barkos, Sissera, Tamas.54Nesias, Hatifa.55Enn framar Salómons þrælar, afkomendur Sotai, Hassoferet, Feruda.56Jaela, Darkuns, Gidels.57Sefatia, Hattils, Foherets, Hasebaims, Ami.58Allir helgidómsins þrælar og afkomendur þræla Salómons, voru: þrjú hundruð, níutíu og tveir.59Þessir fóru og upp til Gyðingalands frá Tel-Mela, Tel-Harsa, Kerub, Addan og Immer, en gátu ekki sannað uppruna sinn, hvört þeir væru komnir af Ísrael.60Delaías, Tobiasar og Nekudas afkomendur: sex hundruð, fimmtíu og tveir.61Og af prestaætt: afkomendur Habaiasar, Koss og Barsillai, sem hafði ektað dóttur Barsillai frá Gíleað og var því talinn með þeim.62Þessir leituðu að ættartölu sinni, svo þeir gætu látið innfæra nöfn sín í ættartöluregistrið, en fundust ekki, og var þeim þess vegna bægt frá prestsembætti.63Sá persiski landshöfðingi (Sóróbabel) sagði við þá: menn neyti ekki af því háheilaga fyrr en prestur er settur fyrir urim og tumim a).64Allur þessi hópur til samans var fjörutíu og tvær þúsundir, þrjú hundruð og sextíu,65auk þjóna og þjónustumeyja, sem voru sjö þúsundir, þrjú hundruð, þrjátíu og sjö, og þeir höfðu tvö hundruð söngvara og söngkonur.66Hestar þeirra voru: sjö hundruð, þrjátíu og sex, múlasnar þeirra tvö hundruð, fjörutíu og fimm.67Úlfaldar þeirra: fjögur hundruð, þrjátíu og fim, og asnar sex þúsund, sjö hundruð og tuttugu.
68En höfuð ættfeðranna, þegar þeir komu til Guðs húss í Jerúsalem, þá skutu þeir af fúsum vilja saman til Drottins húss, svo það yrði byggt að nýju.69Þeir gáfu eftir efnum samskotseyrir til verks þessa, sextíu og einn darkemon í gulli b). Fimm þúsund minur í silfri c), og eitt hundrað prestaserki.70Og tóku sér nú bólfestu prestarnir, Levítarnir og hinir aðrir af fólkinu, söngvararnir og dyraverðirnir og musterisþjónarnir hvör í sinni borg; allir Ísraelsmenn hvör í sinni borg.
Esrabók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Esrabók 2. kafli
Ættartala og tala þeirra sem fyrstir sneru aftur til Jerúsalem og Júda.
V. 1. a. Samanber 8,20. Í fyrstu líklega herteknir menn, sem (líklega og getið er í 4 Mósb. 31,28.30.37.) gefnir vóru prestunum og Levítunum til aðstoðar, líklega eru þeir í 54 v. umgetnu svoleiðis tilkomnir ɔ: gefnir þeim af Salómoni, samanber 1 Kóng. 9,21. V. 63. a. Samanber 2 Mós. 28,30. V. 69. b. Líklega sama sem adarkon í 8,27. sem var persisk mynt, hér um bil 6 rbd. 64 sk. hvör. c. Mína var 22 rbd.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.