1Jóas var 7 ára þá hann varð kóngur, og 40 ár ríkti hann í Jerúsalem. En móðir hans hét Sibía, frá Berseba.2Og Jóas gjörði það sem rétt var í augsýn Drottins, meðan Jójada prestur lifði.3Og Jójada tók honum tvær konur, og hann átti syni og dætur.4Eftir þetta skeði það, að Jóas fékk í sinni að endurbæta Drottins hús.5Þá samansafnaði hann prestunum og Levítunum og sagði til þeirra: farið til allra Júda staða, og safnið peningum af öllum Ísrael, til endurbótar yðar Guðs húss, ár eftir ár, og hraðið þessu erindi. En Levítarnir hröðuðu sér ekki.6Þá kallaði kóngurinn Jójada yfir(prest) og sagði við hann: því hefir þú ekki gefið gætur að Levítunum, svo að þeir tækju af Júda og Jerúsalem tollinn, Mósis Drottins þénara, og Ísraels safnaðar, til lögmáls tjaldsins?7Því Atalía sú óguðlega (og) hennar synir hafa skemmt Guðs hús, og líka hafa þeir gjört Baals hús af öllu því helgaða í Guðs húsi.8Og konungurinn skipaði að þeir skyldu gjöra kistu, og setja hana í dyr Drottins húss.9Og það var kunngjört í Júda og Jerúsalem að menn skyldu færa Drottni toll Mósis, Drottins þénara, sem hann lagði á Ísrael í eyðimörkinni.10Og allir yfirmenn fólksins glöddust, og komu með og lögðu í kistuna, þangað til hún var full.
11Og það skeði, þá sá tími kom, að menn létu Levítana færa kistuna, til þeirra sem kóngur hafði til ætlað, og þá þeir sáu, að miklir peningar voru í henni, kom skrifari kóngsins, og maður tilkvaddur af þeim ypparsta presti, og tæmdu kistuna og tóku hana og fluttu aftur á sinn stað; svo gjörðu þeir dag eftir dag, og söfnuðu miklum peningum.12Og kóngurinn og Jójada gáfu það þeim er gegndu verki erindisins í Drottins húsi, og þeir sömdu við steinhöggvara og timburmenn, að endurbæta Drottins hús, og líka við járn og eirsmiði að bæta Drottins hús.13Og þeir sem stóðu fyrir verkinu, erfiðuðu, og fyrir þeirra hönd var verkið vel gjört, og þeir settu Guðs hús aftur í sitt stand, og gjörðu það rambyggilegt.14Og þegar þeir höfðu lokið við (verkið) færðu þeir kónginum og Jójada það sem afgangs var af peningum, og menn gjörðu af því áhöld fyrir Drottins hús, áhöld til þjónustugjörðarinnar og til fórnfæringa og til skála, og til áhalda úr gulli og silfri. Og menn frambáru brennifórnir stöðuglega í Drottins húsi, svo lengi sem Jójada lifði.
15En Jójada varð gamall og saddur lífdaga, hundrað og þrjátíu ára var hann þegar hann dó.16Og menn grófu hann í Davíðsborg hjá kóngunum, því hann hafði gjört gott í Ísrael og við Guð og hans hús.17Og eftir dauða Jójada, komu Júda höfðingjar og lutu kónginum; þá hlýddi kóngur á þeirra (tal);18og þeir yfirgáfu hús Drottins, Guðs þeirra feðra, og þjónuðu lundunum og afguðunum, og þar kom reiði yfir Júda og Jerúsalem sökum þessara þeirra synda.19Og hann sendi meðal þeirra spámenn til að leiða þá aftur til Drottins og þeir aðvöruðu þá; en þeir gáfu því engan gaum.
20En andi Drottins hreif Sakaría, son Jójada prests og hann gekk á hæð fram fyrir fólkið og sagði við þá: svo segir Guð: því yfirtroðið þér Drottins boðorð? þér munuð ei verða lukkulegir! fyrst þér yfirgefið Guð, svo yfirgefur hann yður.21Og þeir samsórust móti honum, og grýttu hann, eftir kóngsins boði, í forgarði Drottins hús.22Og ekki minntist Jóas kóngur þeirrar velgjörðar, sem Jójada, faðir hans, hafði auðsýnt honum, þar eð hann myrti hans son. Og þá hann (Sakarías) dó, sagði hann: Drottinn sér það, og mun þess hefna!23En að ári liðnu fór her móti honum (Jóas) frá Sýrlandi, og þeir komu til Júda og Jerúsalem, og drápu alla höfðingja fólksins, á meðal fólksins, og sendu allt þeirra herfang til kóngsins í Damaskus.24Að sönnu kom lítill her sýrlenskra, en Drottinn gaf mikinn her í þeirra hönd, af því Drottinn, Guð þeirra feðra, hafði yfirgefið þá, og Jóasi refsuðu þeir.25Og sem þeir hvurfu frá honum, þeir yfirgáfu hann nefnilega með mörgum sárum, þá samsórust móti honum hans þjónar, vegna blóðs, sonar Jójada prests, og myrtu hann í hans sæng, svo hann dó. Og menn grófu hann í Davíðsborg, en ekki grófu menn hann í gröfum kónganna.26En þessir voru þeir sem samsórust móti honum: Sabad, sonur Simeat, Ammonítinnunnar, og Jósabad, sonur Simrit, Móabítinnunnar.27En um syni hans og þann stóra skatt sem á hann var lagður, og um byggingu Guðs húss, sjá! það er skrifað í sögubók kónganna. Og Amasia, hans son, varð kóngur í hans stað.
Síðari kroníkubók 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 24. kafli
Jóas ríkisstjórn. (2 Kgb. 12).
V. 10. Var full; aðr: þangað til því var lokið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.