1Og Jerúsalems innbúar gjörðu Ahasia hans yngsta son að kóngi í hans stað; því alla þá eldri höfðu þeir herskarar deytt sem komu með arabiskum í herbúðirnar. Og svo varð Ahasia, sonur Jórams, konungur í Júda.2Tvo um fertugt hafði Ahasia þá hann varð kóngur, og hann ríkti eitt ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalia dóttir Omri.3Hann gekk og á vegum Akabs húss, því móðir hans var ráðgjafi hans í guðleysinu.4Og hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, eins og Akabs hús, því það hið sama var hans ráðgjafi, eftir dauða föður hans, honum til tjóns.5Eftir þeirra ráðum fór hann og herför, með Jóram Akabssyni Ísraelskóngi, móti Hasael, Sýrlandskóngi, til Ramot í Gíleað. Og sýrlenskir særðu Jóram.6Þá sneri hann við, til að láta lækna sár sín, til Jesreel, þau sár, sem sýrlenskir höfðu veitt honum hjá Rama, þá hann barðist við Hasael Sýrlandskóng. Og Ahasia sonur Jórams, kóngur í Júda, lagði af stað, til að vitja Jórams Akabssonar í Jesreel.7Og frá Guði kom Ahasia tjón, að hann kom til Jórams, og þegar hann var þangað kominn, fór hann með Jóram móti Jehú syni Nimsi, sem Drottinn smurði til að útryðja Akabs húsi.8Og það skeði, þá Jehú framkvæmdi straff á Akabshúsi, hitti hann Júda herforingja og bróðursyni Ahasiu, sem þjónuðu Ahasia, og hann myrti þá.9Og hann leitaði að Ahasia, og þeir gripu hann þar sem hann hafði falið sig í Samaríu, og færðu hann Jehú og drápu hann og grófu hann, því þeir sögðu: hann er Jósafatsson, sem leitaði Drottins af öllu hjarta.
Og í húsi Ahasia var enginn maður hæfilegur til konungdóms.10En Atalía, móðir Ahasiu, þá hún sá að sonur hennar var dauður, tók hún sig til, og fyrirfór öllum kóngsniðjum af Júda húsi.11Þá tók Jósabeat, kóngsdóttir, Jóas, Ahasiason, og stal honum burt úr hóp kóngssonanna, sem deyddir voru, og kom honum og fóstru hans inn í sængur herbergi; og svo fól Jósabeat hann, dóttir Jórams kóngs, kona prestsins Jójada (því hún var systir Ahasia) fyrir Atalíu, að hún skyldi ei deyða hann.12Og hann var falinn með þeim í 6 ár í Guðs húsi. En Atalía ríkti yfir landinu.
Síðari kroníkubók 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 22. kafli
Ahasia ríkisstjórn. Ataliu grimmd. (2 Kgb. 8,25–29. 9,16.21.27–29. 10,12–14. 11,).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.