1Og Abía lagðist hjá sínum feðrum, og menn jörðuðu hann í Davíðsborg, og Assa hans son varð kóngur í hans stað. Um þessa daga hafði landið frið í 10 ár.2Og Assa gjörði það sem var rétt og gott í augsýn Drottins, hans Guðs.3Og hann tók burt þau útlendu ölturu og hæðirnar, og braut bílætin og hjó upp lundana,4og bauð Júda að leita Drottins, þeirra feðra Guðs, og að halda lögin og boðorðin.5Og hann tók burt úr öllum Júda stöðum hæðirnar og sólarbílætin, og ríkið hafði frið undir honum.6Og hann byggði borgir í Júda, því landið hafði frið, og ekkert stríð átti hann á þeim árum; því Drottinn hafði gefið honum hvíld.7Og hann sagði við Júda: látum oss byggja borgir, og setja múr í kringum þær og kastala, og hurðir með slagbröndum; vér höfum landið í frelsi, af því vér höfum leitað Drottins vors Guðs; vér höfum leitað hans, og hann hefir gefið oss hvíld, allt um kring. Og svo byggðu þeir og þeim lukkaðist það.8Og Assa hafði herlið sem bar skjöld og spjót, úr Júdea 3 hundruð þúsund, og af Benjamín, sem bar skjöld og spennti boga, 2 hundruð og 80 þúsund, allt voru það duglegir menn til stríðs.
9Og Sera af Mórlandi fór á móti þeim með her, þúsund sinnum þúsund manns, og 3 hundruð vagna og komst allt til Maresa.10Þá fór Assa móti honum, og þeir skipuðu sér niður í fylkingar í dalnum Sefata hjá Maresa.11Og Assa kallaði til Drottins síns Guðs og mælti: það gjörir engan mun hjá þér að hjálpa þeim voldugu eða þeim vanmáttugu; hjálpa oss, Drottinn vor Guð! því á þig treystum vér, og í þínu nafni erum vér komnir á móti þessum mannfjölda; þú, Drottinn! ert vor Guð; láttu ekki mennina standast fyrir þér!12Þá lét Drottinn þá mórlensku hrökkva fyrir Assa og Júdamönnum, og mórlenskir flýðu.13Og Assa og þeir menn sem með honum voru, ráku flóttann allt til Gerar, og af mórlenskum féllu svo margir, að enginn þeirra hélt lífi, því þeir vóru sundurmarðir fyrir Drottni og fyrir hans her. Og (Júdamenn) þeir fengu mikið herfang.14Og þeir unnu alla staði í kringum Gerar, því Drottins skelfing var yfir þá fallin; og þeir rændu alla þá staði, því þar var næsta mikið herfang.15Líka felldu þeir niður fjárhúsin, og ráku burt mesta fjölda af sauðum og úlföldum og sneru svo aftur til Jerúsalem.
Síðari kroníkubók 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 14. kafli
Um ríkisstjórn Assa. (1 Kgb. 15,9–24.)
V. 5. Sólarbílætin: sjá 3 Msb. 26,30.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.