1Og sem Róbóam kom til Jerúsalem, samansafnaði hann öllu húsi Júda og Benjamíns, hundrað og 80 þúsundum einvala stríðsmanna, til að stríða við Ísrael, til að koma ríkinu aftur undir Róbóam.2Þá kom orð Drottins til Semaja, guðsmannsins, og sagði:3seg þú Róbóam syni Salómons, Júda konungi, og öllum Ísrael í Júda og Benjamín, og seg:4svo segir Drottinn: farið ekki, og stríðið ekki við yðar bræður, farið til baka, hvör til síns heimilis, því þetta er skeð eftir minni tilhlutan. Og þeir hlýddu Drottins orði, og hvurfu til baka frá leiðangrinum móti Jeróbóam.
5Og Róbóam bjó í Jerúsalem, og byggði borgir í Júda.6Hann byggði Betlehem og Etam og Tekóa,7og Betsur og Soko og Adullam,8og Gat og Maresa og Síf,9og Adorim og Lakis og Aseka,10og Sarea og Ajalon og Hebron, sem eru í Júda og Benjamín, fasta staði.11Og hann gjörði kastalana sterka, og setti þar höfðingja, og (lét þangað) vistir af mat og viðsmjöri og víni,12og í hvörn stað skildi og spjót, og gjörði þá mjög sterka. Og honum hlýddi Júda og Benjamín.
13Og prestarnir og Levítarnir, sem voru í öllum Ísrael, gengu honum á hönd, úr öllum þeirra landsálfum.14Því Levítarnir yfirgáfu sína forstaði og sína eign, og fóru í Júda og til Jerúsalem; því Jeróbóam útskúfaði þeim og hans synir úr Drottins prestsþjónustu,15og settu sér presta fyrir hæðirnar, og fyrir þá *) stríðhærðu og kálfana, sem hann hafði tilbúið.16Og eftir þá komu til Jerúsalem af öllum Ísraels ættkvíslum, þeir sem gáfu Drottni Ísraels Guði sitt hjarta, svo þeir leituðu hans, til að færa Drottni fórnir, þeirra feðra Guði.17Og þeir styrktu ríki Júdakóngs, og festu (í tigninni) Róbóam Salómons son, í þrjú ár. Því þeir gengu á vegum Davíðs og Salómons í þrjú ár.
18Og Róbóam tók sér fyrir konu, með Mahelat, dóttur Jerímots, sonar Davíðs, Abíhail, dóttur Elíabs, sonar Isai.19Og hún fæddi honum syni: Jeus og Semaria og Saham.20Og eftir hana tók hann Maaka, dóttur Absalons; og hún fæddi honum Abia og Atai og Sífa og Salomit.21Og Róbóam elskaði Maaka, dóttur Absalons, meir en allar sínar konur og hjákonur; því hann hafði tekið sér 18 konur og 60 hjákonur, og átti 20 syni og 60 dætur.22Og Róbóam setti Abía, Maaka son, höfuð og höfðingja meðal sinna bræðra; því hann ætlaði sér að gjöra hann að kóngi, og hann breytti hyggilega og setti alla sonu sína í allar borgir í Júda og Benjamín, í alla fasta staði, og fékk þeim nógar vistir og útvegaði þeim fjölda af konum.
Síðari kroníkubók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:53+00:00
Síðari kroníkubók 11. kafli
Róbóams ríkisstjórn. (1Kgb. 14,2131.)
V. 15. *) Þá stríðhærðu: sjá 3 Msb. 17,7.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.