1En er Salómon hafði endað bænina, féll eldur af himni og eyddi brennifórninni og sláturfórninni, og dýrð Drottins uppfyllti húsið;2Og prestarnir gátu ei gengið um Drottins hús, því dýrð Drottins uppfyllti Drottins hús.3Og allir Ísraelssynir sáu hvörsu eldurinn og dýrð Drottins kom niður yfir húsið, og beygðu sig með andlitið til jarðar niður á gólfið, og tilbáðu og þökkuðu Drottni að hann væri góðgjarn og hans náð eilíf.4Og kóngurinn og allt fólkið færðu Drottni fórnir.5Og Salómon kóngur offraði 22 þúsundum nauta og hundrað og 20 þúsundum sauða, og svo vígði konungurinn og allt fólkið Guðs hús.6Og prestarnir stóðu að sínum störfum og Levítarnir með hljóðfærum Drottins, sem Davíð konungur hafði gjört, til að þakka Drottni, að hans náð væri eilíf, þegar Davíð með þeim söng (Drottni) lof; og prestarnir blésu í básúnur gagnvart þeim, og allur Ísrael stóð (þar).7Og Salómon helgaði forgarðinn fyrir framan Drottins hús; því þar offraði hann brennifórnunum og þakkarfórnanna fitu; því eiraltarið sem Salómon gjörði, gat ekki rúmað brennifórnirnar og matoffrið og fituna.8Og svo hélt Salómon á sama tíma hátíðina í 7 daga, og allur Ísrael með honum, mikill söfnuður, frá Hemat til Egyptalandslækjar.9Og á áttunda deginum héldu þeir hátíðlega samkomu; því vígslu altarisins héldu þeir í 7 daga, og hátíðina í 7 daga.10Og á tuttugasta og þriðja degi í sjöunda mánuði lét hann fólkið frá sér heim fara, glaðvært og í góðu skapi, sakir alls þess góðs sem Drottinn hafði látið í té við Davíð og Salómon og sitt fólk Ísrael.
11Og svo fullgjörði Salómon Drottins hús og sitt hús; og allt sem Salómon hafði komið í hug að gjöra í Drottins húsi og sínu húsi, það lukkaðist.12Þá birtist Drottinn Salómon um nóttina og mælti til hans: Eg hefi heyrt þína bæn og valið mér þenna stað, fyrir fórnfæringa hús.13Þegar eg læsi himninum, og ekkert regn kemur, og þegar eg býð engisprettum að uppeta landið, og eg sendi drepsótt yfir mitt fólk;14Og mitt fólk auðmýkir sig, það sem nefnt er eftir mínu nafni, og þeir biðja og leita míns auglitis, og snúa sér frá sínum vondu vegum: svo vil eg heyra í himninum og fyrirgefa þeirra syndir og lækna (gjöra jafngott) þeirra land.15Nú skulu mín augu opin vera og mín eyru gefa gaum bænum á þessum stað.16Og nú hefi eg útvalið og helgað þetta hús, að mitt nafn sé þar að eilífu, og mín augu og mitt hjarta skal ávallt vera þar.17Og ef þú gengur fyrir mér, eins og Davíð, faðir þinn, gekk, svo að þú breytir algjörlega eins og eg býð þér, og haldir mína setninga og réttindi:18svo vil eg staðfesta hásæti þíns konungdóms, eins og eg hét föður þínum Davíð, þá eg sagði: þig skal ekki vanta mann sem drottni yfir Ísrael.19En ef þér fallið frá, og yfirgefið mína setninga og boðorð, sem eg hefi lagt fyrir yður, og farið og þjónið öðrum guðum og tilbiðjið þá:20svo mun eg rífa þá burt úr mínu landi sem eg gaf þeim, og eg mun burtsnara frá mínu augliti þessu húsi, sem eg hefi helgað mínu nafni, og mun gjöra það að orðtæki og skopræðu meðal allra þjóða.21Og hvörjum sem gengur framhjá þessu húsi, sem var svo hátt, mun ofbjóða og segja: því hefir Drottinn svona farið með þetta land og þetta hús.22Og menn munu segja: af því að þeir yfirgáfu Drottin, Guð feðra sinna, sem flutti þá burt úr Egyptalandi, og gripu til annarra guða og tilbáðu þá og þjónuðu þeim; þess vegna hefir hann leitt yfir þá alla þessa ólukku.
Síðari kroníkubók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:53+00:00
Síðari kroníkubók 7. kafli
Fórnfæringar. Laufskálahátíðin. Guð birtist Salómon. (1 Kgb. 9,1–9).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.