1Og Salómon byrjaði að byggja Drottins hús í Jerúsalem á Moríafjalli, sem Davíð, föður hans var vísað á, á þeim stað sem Davíð hafði tiltekið á Arnans Jebúsíta hlöðuplássi.2Og hann fór að byggja í öðrum mánuði á öðrum degi, á 4ða ári sinnar ríkisstjórnar.3Og þetta var grundvöllurinn sem Salómon lagði til Guðs húss byggingar: lengdin, eftir gömlu máli var 600 álnir, og breiddin 20 álnir.4Og framhúsið, sem eftir lengdinni var hússins breidd, það var 20 álnir, og hæðin hundrað og tuttugu, og hann klæddi það innan með skíru gulli.5Og það stóra hús þiljaði hann með furutré, og klæddi það með góðu gulli, og gjörði þar á pálmavið og keðjur.6Og hann setti húsið dýrum steinum til prýði; en gullið var gull frá Parvaim.7Og hann klæddi húsið, bjálkana, þrepskjöldana, veggina og vængjahurðirnar með gulli, og skar kerúba inn á veggina.
8Og hann gjörði hús þess allrahelgasta, þess lengd, eftir breidd hússins, 20 álnir, og þess breidd 20 álnir, og klæddi það með góðu gulli, hér um bil 6 hundruð vættum.9Og þyngdin til naglanna var hér um bil 50 siklar gulls, og loftsalina klæddi hann og með gulli.10Hann gjörði og í húsi þess allrahelgasta tvo kerúba, á þeim var skurðverk, klædda gulli.11Og kerúbanna lengd var 20 álnir; vængur annars, 5 álnir á lengd, snerti hússins vegg, og hinn vængurinn, 5 álna langur, snerti væng þess annars kerúbs;12og vængur hins annars kerúbsins, 5 álna langur, snerti vegg hússins, og sá annar vængur, 5 álna langur, nam við væng hins kerúbsins.13Vængir þessara kerúba, útþandir voru 20 álnir á lengd, og þeir (kerúbarnir), stóðu á sínum fótum, og þeirra andlit sneru að (fram)húsinu.14Og hann gjörði fortjaldið af bláum og rauðum purpura og skarlati og líni, og þar á gjörði hann kerúba.
15Og hann gjörði fyrir framan húsið tvo stólpa, hæðin (var) 35 álnir, og hnúðurinn (höfuðið) efst á þeim var 5 álna langur.16Og hann gjörði keðjur á kórnum og (sömuleiðis) efst á stólpunum og gjörði hundrað kjarn(granat)epli og festi þau við keðjurnar.17Og hann reisti stólpana fyrir framan musterið, annan hægramegin og hinn vinstramegin, og nefndi þann sem var hægramegin Jakin, en þann sem var vinstramegin Bóas.
Síðari kroníkubók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:53+00:00
Síðari kroníkubók 3. kafli
Um musterisbygginguna. (1 Kgb. 6. 7.)
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.