1Og Salómon, sonur Davíðs, festist í sínu konungsdæmi, og Drottinn, hans Guð, var með honum og gjörði hann mjög mikinn.2Og Salómon bauð öllum Ísrael, höfðingjunum yfir þúsund og hundrað (manns) og dómurum, og höfðingjunum í öllum Ísrael, höfuðsmönnum ættanna,3að þeir færu, Salómon og allur söfnuðurinn með honum, til hæðarinnar í Gíbeon; því einmitt þar var samkomutjald Guðs, sem Móses, Drottins þénari, hafði gjört í eyðimörkinni.4Þó hafði Davíð flutt Guðs örk frá Kirjat-Jearim, á þann stað sem Davíð hafði henni tilreitt, því hann setti henni tjald í Jerúsalem;5En eiraltarið, sem Basaleel, son Uri, Hussonar gjörði, hafði hann sett fyrir framan Drottins bústað; og þangað leitaði Salómon og söfnuðurinn.6Og Salómon fórnfærði þar fyrir Drottni á eiraltarinu, sem stóð fyrir framan samkundutjaldið; og hann offraði á enu sama þúsund brennifórnum.
7Á þeirri sömu nótt birtist Guð Salómon og sagði við hann: bið einhvörs, hvað skal eg gefa þér?8Og Salómon svaraði Guði: þú auðsýndir föður mínum Davíð mikla náð, og hefir gjört mig að konungi í hans stað;9hald þú nú, Guð Drottinn! þitt orð við minn föður Davíð! þú hefir gjört mig að kóngi yfir það fólk sem er svo margt sem duft jarðar;10svo gef mér nú vísdóm og þekkingu, að eg gangi út og inn fyrir þessu fólki; því hvör getur dæmt þetta þitt marga fólk?11Og Guð mælti til Salómons: sökum þess að þú ert svona sinnaður og baðst ekki um auð fjár, og heiður og dauða þinna óvina, og baðst ekki um langa ævi, heldur baðst um vísdóm og þekkingu, að þú gætir dæmt mitt fólk, yfir hvört eg hefi gjört þig að kóngi,12svo er þér gefin vísdómur og þekking; og ríkidæmi og góss og heiður mun eg gefa þér, (svo mikið), að kóngarnir sem fyrir þig voru höfðu ei þvílíkt, og enginn mun hafa eftir þig.13Og svo kom Salómon frá hæðinni í Gíbeon aftur til Jerúsalem, frá samkundutjaldinu, og ríkti yfir Ísrael.
14Og Salómon safnaði sér vögnum og reiðmönnum, og hafði þúsund og 4 hundruð vagna, og 12 þúsund reiðmenn, og lét þá vera í vagnstöðunum og hjá kónginum í Jerúsalem.15Og kóngurinn gjörði gull og silfur í Jerúsalem ei ónægara en grjót, og sedrusvið gjörði hann jafnmikinn sem mórberjavið er vex á láglendi.16Og hestar voru færðir Salómon frá Egyptalandi, heilir hópar, kaupmenn kóngsins sóttu þá fyrir peninga.17Og þeir komu með þá frá Egyptalandi vagninn fyrir 6 hundruð sikla silfurs, og hestinn fyrir hundrað og fimmtíu, og líka færðu þeir (þá) öllum Hetítakóngum og Sýrlandskóngum.
Síðari kroníkubók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:53+00:00
Síðari kroníkubók 1. kafli
Draumur Salómons í Gíbeon. (1 Kgb. 3,4–15). 10,26–29.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.