1Á níunda ári hans ríkisstjórnar, á 10da degi þess 10da mánaðar, kom Nebúkadnesar, kóngur í Babel, hann og allur hans her til Jerúsalem, og settist um hana, og þeir byggðu hervirki allt í kringum hana.2Og staðurinn var umsetinn þangað til á 11ta ári Sedekía kóngs.3En á 9da degi í (fjórða) mánuði var hungrið orðið mikið í staðnum, og þar var ekkert brauð fyrir landsfólkið.4Þá var brotist inn í staðinn, og allur herinn flúði um nóttina, út um hliðið milli beggja veggjanna hjá kóngsins garði; en Kaldeumenn lágu allt í kringum staðinn, og kóngur flúði veginn sem liggur út til sléttlendisins.5En Kaldeumannaherinn elti kónginn, og náði honum á sléttlendinu hjá Jeríkó, og allur hans her tvístraðist frá honum.6Og þeir hertóku kónginn, og færðu hann kónginum af Babel í Ribla, og lögðu dóm á hann.7Og þeir slátruðu Sedekíasonum fyrir hans augum c), og blindaði Sedekía á hans augum d), og bundu hann viðjum og fluttu hann til Babel.
8Og í fimmta mánuði, á 7da degi mánaðarins, það var 19da ár kóngs Nebúkadnesar, kóngs í Babel, kom Nebúsaradan foringi fyrir lífvaktinni, þénari kóngsins í Babel, til Jerúsalem,9og brenndi Drottins hús og kóngsins hús; og öll hús í Jerúsalem, öll stór hús brenndi hann með eldi.10Og Jerúsalems veggi allt um kring reif allur Kaldeumanna her niður, sá sem var með foringja lífvaktarinnar.11Og leifar fólksins, sem eftir voru orðnar í staðnum, og strokumenn þá sem hlaupið höfðu til kóngsins í Babel, og allan annan fólksfjöldann, flutti Nebúsaradan, foringi lífvaktarinnar, í burtu.12En af því óæðra fólki í landinu lét foringi lífvaktarinnar eftir verða, víngarðsmenn og bændur.13Og Kaldeu menn brutu í sundur eirstólpana í Drottins húsi og borðin og eirhafið í Drottins húsi, og fluttu eirið þar af til Babel.14Og pottana og pönnurnar og knífana og bikarana og öll eiráhöldin sem voru brúkuð við þjónustugjörðina, tóku þeir.15Og glóðarkerin, og fórnarbollana sem voru af gulli gull, og af silfri silfur, tók foringi lífvaktarinnar.16Þá tvo stólpa og það eina haf og borðin, sem Salómon hafði gjört fyrir Drottins hús; eirið á öllum þessum áhöldum varð ekki vegið.1718 álna hár var annar stólpinn, og ofan á honum hnúður af eiri, og hæð hnúðsins var 3 álnir, og netverk og kjarnepli (granatepli) voru allt í kringum hnúðinn, allt af eiri, og eins var á þeim öðrum stólpa hvað netverkið áhrærði.
18Og foringi lífvaktarinnar tók Seraja, höfuðprestinn, og Sefania prest af annarri röð, og þá þrjá dyraverði,19og úr staðnum tók hann hirðmann, sem settur var yfir stríðsmennina, og fimm menn af þeim sem stóðu fyrir kónginum, og sem fundust í staðnum, og skrifarann, hershöfðingjann, sem valdi til hersins landfólkið, og 60 menn, af landsfólkinu, sem fundust í staðnum,20þá tók Nebúsaradan foringi lífvaktarinnar, og færði þá kónginum í Babel til Ribla.21Og kóngurinn í Babel vann á þeim og drap þá í Ribla í héraðinu Hemat. Þannig var Júdafólk burtu flutt.
22Yfir fólkið sem eftir varð í landinu Júda, sem Nebúkadnesar, kóngur í Babel, lét eftir verða, yfir það setti hann Gedalía, son Ahíkams, Safanssonar a).23Og sem allir herforingjarnir, þeir og þeirra menn, heyrðu, að kóngurinn í Babel hafði sett Gedalía (yfir landið) komu þeir til Gedalía til Mispa, nefnil: Ísmael sonur Netanía, og Jóhanan sonur Kareas, og Seraía sonur Tanhumets, Netofatítinn, og Jaasanía, sonur Maekatis, þeir og þeirra menn.24Og Gedalía sór þeim og þeirra mönnum og mælti: verið óhræddir við þénara Kaldeumanna, verið kyrrir í landinu, og verið undirgefnir Babelskóngi, svo mun yður vel vegna.25En á 7da mánuði kom Ísmael sonur Netanía, sonar Elisama af þeirri konunglegu ætt, og 10 menn með honum, og slógu í hel Gedalía, og þá Júða og Kaldeumenn sem hjá honum voru í Mispa.26Þá tók sig allt fólk til, smáir og stórir, og herforingjarnir, og fóru til Egyptalands; því þeir voru hræddir við Kaldeumenn.27En á því 37da ári eftir burtflutning Jójakins Júdakóngs, tók Evil-Merodak, kóngurinn í Babel, það ár sem hann kom til ríkis, Jójakin Júdakóng úr myrkvastofu;28og talaði góðsamlega við hann, og setti hans stól fyrir ofan stóla þeirra konunga sem hjá honum voru í Babel.29Og lét hann fara úr sínum fangabúningi; og hann át ávallt með honum svo lengi sem hann lifði.30Og sitt uppheldi, það stöðuga uppeldi, var honum gefið af kónginum daglega, alla hans ævi.
Síðari konungabók 25. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:42+00:00
Síðari konungabók 25. kafli
Jerúsalem unnin. Gedalía drepinn.
V. 1. 2 Kron. 36,17. Jer. 39,1. 52,4. V. 2. 24,10. V. 3. Jer. 39,2. V. 7. c. Jer. 39,6. d. Jer. 52,11. Ez. 12,12. V. 17. 1 Kóng. 7,14. 2 Kron. 3,15. Jer. 52,21. V. 22. a. Jer. 40,5. V. 25. Jer. 41,6.7. V. 26. Jer. 41,17. V. 27. Jer. 52,31.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.