1Á þriðja ári Hósea sonar Ela, Ísraelskóngs, varð Esekía konungur, sonur Akas Júdakóngs.2Hann hafði 5 um tvítugt þá hann varð kóngur, og ríkti í Jerúsalem 29 ár. Móðir hans hét Abí, dóttir Sakaría.3Og hann gjörði það sem Drottni vel þóknaðist b), rétt eins og Davíð faðir hans hafði gjört.4Hann aftók hæðirnar og sundurbraut súlurnar (stólpana) og upprætti aftur lundana, og sundurmolaði eirorminn sem Móses hafði gjört c); því allt til þess tíma höfðu Ísraelssynir brennt fyrir honum reykelsi, og menn nefndu hann Nehastan.5Hann treysti Drottni Ísraels Guði, og eftir hann hefir enginn hans líki verið meðal allra Júdakónga, og ekki heldur meðal þeirra sem fyrir hann voru.6Og hann aðhylltist Drottin, og frá honum vék hann ekki, og hélt hans boðorð, sem Drottinn hafði boðið Móses.7Og Drottinn var með honum, og hann breytti hyggilega í öllu sem hann tók fyrir sig d). Hann gekk undan Assýríukóngi, og var honum ekki undirgefinn e).8Hann barði á Filisteum allt til Gesa, og eyddi lunda, bæði hjarðmannaturnana og borgirnar.
9En á fjórða ári Esekía kóngs, það var hið 7da ár Hósea, sonar Ela, Ísraelskóngs, þá fór Salmanassar Assýríukóngur herför móti Samaríu og settist um hana f),10og vann hana að þremur árum liðnum. Á sjötta ári Esekía, það var 9da ár Hósea kóngs í Ísrael, var Samaría unnin.11Og Assýríukóngur flutti Ísrael burt til Assýríu, til Hala og Habor við ána Gosan og í staði Medíumanna,12af því þeir gegndu ekki raust Drottins síns Guðs, og yfirtróðu hans sáttmála, allt sem Móses Drottins þénari hafði boðið, og hlýddu ekki og gjörðu ekki.
13En á 14da ári Esekía Júdakóngs, fór Sankerib Assýríukóngur herför mót öllum Júda borgum og vann þær.14Þá sendi Esekía Júdakóngur til Assýríukóngs til Lakis og sagði svo: eg hefi misgjört, far ekki með her á hendur mér; eg vil þola það sem þú á mig leggur. Þá lagði Assýríukóngur á Esekía Júdakóng, þrjú hundruð vættir silfurs og 30 vættir gulls.15Og Esekía gaf allt það silfur sem var í Drottins húsi og í féhirslu kóngsins húss.16Undir eins tók Esekía af hurðinni fyrir Drottins musteri og af dyrastöfunum gullið, sem Esekías Júdakóngur, hafði búið þá með, og gaf það Assýríukóngi.17En Assýríukonungur sendi Tartan a), Rabsaris og Nabsake frá Lakis til Esekía kóngs, með mikinn her, til Jerúsalem, og sem þeir komu til Jerúsalem tóku þeir sér stöðu við vatnsrennur þess efra díkis, sem liggur við þvottavallarveginn b).18Og þeir kölluðu kónginn. Þá gekk út til þeirra Elíakim Hilkíason, sem var settur yfir kóngsins hús (marskálk) c) og skrifarinn Sebna, og Jóa Assafsson, sagnameistarinn.19Og Rabsake sagði við þá: talið þó við Esekía: svo segir sá mikli kóngur, Assýríukóngur: hvað er það fyrir traust sem þú reiðir þig á?20Þú segir: þar er ráð og máttur til stríðs! á hvörn treystir þú, svo að þú hefir fallið frá mér?21Sjáðu nú, þú reiðir þig á brotinn reyrlegg, á Egyptaland, ef einhvör styður sig við hann, gengur hann inn í höndina og stingst í gegnum hana, sona er faraó, Egyptalandskóngur, öllum sem reiða sig á hann.22Og þó þér vilduð við mig segja: vér treystum Drottni vorum Guði, er hann þá ekki sá, hvörs hæðir og ölturu Esekía hefir aftekið, og talað það í Júda og Jerúsalem: frammi fyrir þessu altari skuluð þér tilbiðja í Jerúsalem d)?23Og gjörðu nú félag við minn herra Assýríukóng, eg skal láta þig fá 2 þúsund hesta, ef þú getur lagt til reiðmenn á þá.24Og hvörnig getur þú rekið af höndum þér einn einasta landstjórnara, einhvörn þann minnsta af þénurum míns herra? og svo reiðir þú þig á Egyptaland, vegna vagnanna og reiðmannanna!25Og hugsar þú eg sé hingað kominn til að herja á þenna stað án Drottins (tilhlutunar)? Drottinn hefir til mín sagt: far þú mót þessu landi, og eyðilegg það.
26Þá mælti Elíakim sonur Hilkia og Sebna og Jóa til Rabsake: tala þú sýrlensku við þína þénara, því vér skiljum hana, en tala ekki við oss hebresku (júdamál), fyrir eyrum fólksins sem stendur á borgarveggnum.27Og Rabsake sagði við þá: hefir minn herra sent mig til þíns herra og til þín, til að tala þessi orð? og ekki til mannanna sem á veggnum sitja, til þess að eta eigin saur og drekka með yður sitt eigið þvag?
28Þá gekk Rabsake nær, hrópaði með hárri raust og talaði á hebresku (júdamál), og sagði: heyrið orð þess mikla kóngs, Assýríukonungs!29Svo segir kóngurinn: látið ekki Esekía draga yður á tálar, því hann megnar ei að frelsa yður af minni hendi;30látið ei heldur Esekía hughreysta yður með trausti til Drottins, þá hann segir: Drottinn mun bjarga oss, og staðurinn mun ei verða gefinn í hönd Assýríukóngs.31Hlustið ekki á Esekía! því svo segir Assýríukóngur: gjörið frið við mig, og komið út til mín; svo skuluð þér fá að eta, hvör einn af sínu víntré og fíkjutré a), og drekka, hvör einn vatn, úr sínum brunni d).32Þangað til eg kem og færi yður í annað eins land, og yðar land, þar sem er korn og must, brauð og víngarðar, viðsmjörsviður og hunang, að þér lifið og deyið ekki. Hlustið ekki á Esekía! því hann tælir yður og segir: Drottinn mun bjarga oss!33Hafa þá guðir þjóðanna frelsað hvör sitt land af hendi Assýríukóngs?34Hvar eru guðir þeirra í Hemat og Arpad? Hvar guðirnir í Sefarvaim, Hena og Iva, frelsuðu þeir Samaríu af minni hendi?35Hvörjir eru þeir meðal allra landa guða, sem hafi frelsað sitt land af minni hendi, skyldi Drottinn þá frelsa Jerúsalem af minni hendi?36Og fólkið þagði og svaraði engu orði, því það var kóngsins skipun, hann hafði sagt: þér skuluð ekki ansa honum.37Og þeir komu, Elíakim sonur Hilkia, sem var settur yfir húsið, og skrifarinn Sebna, og sagnameistarinn Jóa, sonur Asafs, til Esekía í rifnum klæðum, og sögðu honum orð Rabsakes.
Síðari konungabók 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:42+00:00
Síðari konungabók 18. kafli
Esekía Júdakonungur.
V. 1. 16,20. 2 Kron. 29,1. V. 3. b. 12,2. 14,3. V. 4. c. Lev. 21,8.9. V. 5. 23,24. V. 7. d. 1 Sam. 18,14. e. Esa. 36,5. V. 9. f. 17,5. V. 10. 17,6. V. 11. 17,6. V. 13. 2 Kron. 32,1. V. 15. 16,8. 1 Kóng. 15,18. V. 17. a. Esa. 20,1. b. Esa. 7,3. V. 18. c. 1 Kóng. 4,6. V. 22. d. Ex. 20,24. Devt. 12,5.11. V. 31. a. 1 Kóng. 4,25. b. Orðskv. 5,15. V. 33. Esa. 10,10.11. 2 Kron. 32,13.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.