1Á 23ja ári Jóas, sonar Ahasia, Júdakóngs, varð Jóakas Jehú son, kóngur yfir Ísrael í Samaría (og ríkti) 17 ár.2Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði og gekk eftir syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga, og lét ei af því.3Þá gramdist Drottni við Ísrael, og hann gaf þá í hönd Hasaels Sýrlandskóngs c), og í hönd Benhadads, Hasaelssonar, meðan þeir lifðu.4Þá grátbændi Jóakas Drottin, og Drottinn bænheyrði hann, því hann sá Ísraels ánauð, hvörsu Sýrlandskóngur þröngdi þeim.5Og Drottinn gaf Ísrael hjálparmann d) svo þeir losnuðu undan valdi sýrlenskra, og Ísraelsmenn bjuggu í sínum tjaldbúðum, sem áður.6Þó viku þeir ekki frá syndum Jeróbóams húss, sem hafði komið Ísrael til að syndga, heldur gengu fram í þeim. Og fórnalundurinn stóð í Samaríu.7En eftir var ekki orðið af Jóakas (stríðs)fólki meir en 50 reiðmenn og 10 vagnar, og 10 þúsund fótgönguliðs, því Sýrlandskóngur hafði drepið það niður, og gjört að þreskingarryki.8Hvað meir er að segja um Jóakas og allt hvað hann gjörði og hans hreysti verk, það stendur skrifað í árbókum Ísraelskónga.9Og Jóakas lagðist hjá sínum feðrum, og var jarðaður í Samaríu; og Jóas sonur hans varð kóngur í hans stað.
10Á 37da ári Jóas, kóngsins í Júda, varð Jóas sonur Jóakas, kóngur yfir Ísrael í Samaríu (og ríkti) 16 ár.11Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði; hann vék ei frá öllum syndum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga, heldur gekk fram í þeim.12Hvað meira er um Jóas að segja og allt sem hann gjörði og hans hreysti verk, hvörsu hann barðist við Amasia Júdakóng, það stendur skrifað í árbókum Ísraelskónga.13Og Jóas lagðist hjá sínum feðrum, og Jeróbóam settist í hans hásæti. Og Jóas var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskóngum.
14En Elísa lagðist í sótt sem hann andaðist úr. Þá kom Jóas Ísraelskonungur til hans, og grét yfir honum og mælti: minn faðir! minn faðir! Ísraels vagn og reiðmaður a).15Og Elísa mælti til hans: tak boga og örvar! og hann tók boga og örvar.16Og hann sagði við Ísraelskóng: legg þína hönd á bogann! og hann lagði sína hönd á hann. Og Elísa lagði sína hönd ofan á kóngsins hönd,17og mælti: opna gluggann mót austri! og hann opnaði hann. Og Elísa mælti: skjót! og hann skaut. Og hann mælti: sigur ör frá Drottni! sigur ör yfir sýrlenskum, svo muntu sigra sýrlenska í Afek, þangað til þú afmáir þá!18Eftir það sagði hann: tak örvarnar! og hann tók þær. Og hann mælti við Ísraelskóng: slá þú á jörðina! og hann sló þrisvar og hætti svo.19Þá gramdist guðsmanninum við hann, og mælti: þú hefðir átt að slá 5 eða 6 sinnum, þá hefðir þú gjört út af við sýrlenska; enn nú munt þú sigra þá sýrlensku þrisvar.20Og Elísa dó, og menn grófu hann. Og flokkar af Móabítum komu í landið í ársins byrjun.21En svo vildi til, að menn voru að jarða mann; og sjá! þeir sáu flokkinn, og köstuðu manninum í Elísa gröf b); og sem maðurinn snerti Elísa bein, varð hann lifandi, og gekk á sínum fótum.
22En Hasael, Sýrlandskóngur, hafði þröngvað Ísrael, meðan Jóakas lifði.23En Drottinn sá aumur á þeim, og miskunnaði þeim og sneri sér til þeirra, sakir síns sáttmála við Abraham, Ísak og Jakob c), og vildi ekki tortína þeim, og snaraði þeim ekki algjörlega frá sínu augliti.24Og Hasael Sýrlandskóngur dó, og Ben-Hadad hans son varð kóngur í hans stað.25Þá tók Jóas sonur Jóakas staðina aftur úr hendi Ben-Hadads, Hasaelssonar, sem hann hafði náð í stríði úr hendi Jóakas, föður hans. Þrisvar sigraði Jóas hann, og náði aftur Ísraels stöðum.
Síðari konungabók 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:42+00:00
Síðari konungabók 13. kafli
Jóakas og Jóas kóngur í Ísrael. Elísa spámaður deyr.
V. 5. d. 14,27. V. 7. Þreskingarryki. þ. e: það sást ekkert eftir af þeim, heldur en af ryki sem kemur úr korni þá það er hreinsað. V. 11. 14,24. 15,9. V. 14. a. 2,12. V. 21. b. Sir. 48,17. V. 23. c. Ex. 2,24. Lev. 26,42.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.