1Og Elía Tisbíter, sem bjó í Gíleað, sagði við Akab: svo sannarlega sem Drottinn, Ísraels Guð, lifir, frammi fyrir hvörjum eg stend, á þessum missirum skal hvörki dögg né regn falla, nema eg segi.2Og orð Drottins kom til hans, svolátandi:3far þú héðan, og austurá við, og fel þú þig hjá læknum Krít, sem er fyrir austan Jórdan;4Og úr læknum skalt þú drekka, og hröfnunum hefi eg boðið að veita þér þar uppeldi.5Þá fór hann, og gjörði eftir Drottins orði, og hann fór, og var hjá læknum Krít, sem er fyrir austan Jórdan.6Og hrafnarnir færðu honum brauð og kjöt á morgnana, og brauð og kjöt á kvöldin, og úr læknum drakk hann.
7En eftir nokkurn tíma þornaði lækurinn upp.8Þá kom orð Drottins til hans svolátandi:9tak þig upp! far þú til Sarefta, sem tilheyrir Sídon, og vertú þar; sjá! eg hefi boðið ekkju nokkurri þar, að fæða þig.10Og hann tók sig upp, og fór til Sarefta, og kom að borgarhliðinu, og sjá! þá tíndi ekkja saman við; og hann kallaði til hennar og mælti: sæk þú mér dálítið af vatni í ílátinu, að eg fái að drekka.11Og hún fór að sækja það, og hann kallaði til hennar og mælti: færðu mér og brauðbita með.12Hún svaraði: svo sannarlega sem Drottinn þinn Guð lifir! eg hefi ekki brauð, heldur aðeins svo sem hnefa mjöls í íláti og lítið eitt af viðsmjöri í krús, og sjá! eg tíni saman viðarsmælki, og ætla heim, og matbúa þetta handa mér og syni mínum, að við etum það, og deyjum svo.13Elía svaraði henni: vert þú óhrædd! far þú heim og gjör þú sem þú sagðir, gjörðu mér samt fyrst litla köku af því, og kom þú með hana hingað til mín, og matreið þú svo handa þér og syni þínum.14Því svo segir Drottinn Ísraels Guð: mjölið í ílátinu skal ekki minnka, og viðsmjörskrúsin a) skal ekki tæmast, allt til þess dags að Drottinn gefur regn á jörðina.15Og hún fór burt og gjörði sem Elía sagði, og hún át, hann og hún og hennar hús, um nokkurn tíma.16Mjölið minnkaði ekki í ílátinu, og viðsmjörskrúsin tæmdist ekki, eftir Drottins orði, sem hann hafði talað fyrir munn Elía.
17Eftir þetta sýktist sonur konunnar, hússmóðurinnar, og sjúkdómurinn varð mikið þungur, svo enginn andardráttur var framar í (honum) þeim sjúka.18Þá mælti hún við Elía: hvað hefi eg með þig að gjöra b) þú guðsmaður? þú ert til mín kominn, til að minna á mína syndasekt, og til að deyða son minn!19Og hann sagði við hana: fá þú mér son þinn! Og hann tók hann úr hennar kjöltu, og bar hann upp á loft, hvar hann hafði herbergi, lagði hann í sína sæng.20Og hann kallaði til Drottins, og mælti: Drottinn minn Guð, hefir þú líka farið illa með ekkjuna, sem eg er hjá, að deyða son hennar?21Og hann lagði sig þrisvar yfir barnið og kallaði til Drottins, og mælti: Drottinn minn Guð, ó! að sál sveinsins mætti aftur til hans koma!22Og Drottinn heyrði Elía raust, og sál sveinsins kom í hann aftur, og hann lifði.23Þá tók Elía sveininn og bar hann niður í húsið, af loftinu, og fékk hann móðurinni og mælti: sjá! sonur þinn er lifandi.24Þá sagði konan við Elía: nú kannast eg enn betur við að þú ert guðsmaður, og að Drottins orð í þínum munni er sannleikur c).
Fyrri konungabók 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:36+00:00
Fyrri konungabók 17. kafli
Spámaðurinn Elías.
V. 14. a. 2 Kóng. 4,2. V. 18. b. Dóm. 11,12. 2 Sam. 16,10. 2 Kóng. 3,13. V. 24. c. 2 Sam. 7,28.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.