1En sem Salómon hafði lokið við byggingu Drottins húss, og kóngsins húss, við allt það sem hann lysti og langaði til að gjöra;2Þá opinberaðist Drottni Salómoni í annað sinn, eins og hann opinberaðist honum í Gíbeon.3Og Drottinn sagði til hans: eg hefi heyrt þína bæn, og þá grátbeiðni sem þú hefir til mín stílað, og eg hefi helgað þetta hús, sem þú hefir byggt, til þess að geyma þar í mitt nafn að eilífu, og mín augu og mitt hjarta skulu vera þar alla tíma.4Og ef að þú þá gengur fyrir mér, eins og faðir þinn Davíð gekk í sakleysi hjartans og einlægni, og hagar þér algjörlega eins og eg býð þér, og heldur mína setninga og réttindi:5svo vil eg staðfesta hásæti þíns konungdóms eilíflega, eins og eg hefi talað við Davíð föður þinn, þá eg sagði: þig skal aldrei vanta mann í Ísraels hásæti a);6en ef þér og yðar synir snúið yður frá mér, og haldið ekki mín boðorð, mína setninga, sem eg hefi fyrir yður lagt, og farið og þjónið öðrum guðum, og tilbiðjið þá,7svo mun eg uppræta Ísrael úr landinu, sem eg gaf þeim, og það hús, sem eg hefi helgað mínu nafni, vil eg burt flytja frá mínu augliti, og Ísrael mun verða að máltæki og spottglósu meðal allra þjóða.8Og þetta hús, svo háreist sem það er, hvör sem framhjá því gengur, honum skal blöskra, og hann skal blístra, og menn munu segja: því hefir Drottinn farið svo með þetta land og þetta hús b)?9Og aðrir munu svara: af því að þeir yfirgáfu Drottin sinn Guð, sem hafði flutt feður þeirra úr Egyptalandi, og tóku sér aðra guði og tilbáðu þá og þjónuðu þeim, því hefir Drottinn leitt yfir þá alla þessa ólukku.
10Og það skeði að 20 árum liðnum, þegar Salómon hafði byggt bæði húsin, Drottins hús og kóngsins hús,11(Híram konungur í Týrus hafði hjálpað kóngi um sedrusvið og furuvið og gull eins og hann vildi), þá gaf Salómon kóngur Híram 20 staði í Galilealandi.12Og Híram fór frá Týrus, að skoða staðina sem Salómon hafði fengið honum, og þeir líkuðu honum ekki.13Og hann sagði: hvaða staðir eru það, bróðir minn, sem þú hefir mér gefið? og hann kallaði þá Kabulsland, allt til þessa dags.
15Þannig stendur á þeim kvöðum sem kóngur Salómon heimti, til þess að byggja Drottins hús, og sitt hús og Millo og Jerúsalems múrvegg og Hasor og Megiddo og Geser.16Faraó kóngur Egyptalands fór leiðangur, og inntók Geser c) og brenndi hana með eldi, og drap þá Kananíta sem bjuggu í borginni, og gaf hana svo í heimanmund dóttur sinni, konu Salómons.17Og Salómon byggði Geser og Neðri-Bethoron a),18og Baelat b) og Tadmor í eyðimörk landsins,19og alla forðabúra staði, sem Salómon hafði, og alla staði, hvar vagnar voru, og reiðmenn og allt sem Salómon hafði lyst til að byggja í Jerúsalem og á Libanon og í öllu landinu sem hann ríkti yfir.20Allt það fólk sem eftir var orðið, af Amorítum, Hetítum, Feresítum, Hevítum og Jebúsítum, sem ekki var af Ísraelssonum,21þessa fólks syni, sem eftir það voru eftir orðnir í landinu og sem Ísraelssynir gátu ei eyðilagt, þá tók Salómon til skylduvinnu c), allt til þessa dags.22En úr Ísraelssonum gjörði Salómon enga þræla; því þeir voru stríðsmenn, og hans þjónar, herforingjar, vagnstríðsmenn, foringjar fyrir hans vagnliði og riddaraliði.
23Þetta voru umsjónar menn yfir verki Salómons: 5 hundruð og 50 sem höfðu vald yfir fólkinu, er vann að verkinu.
24Jedok dóttir faraós d) kom úr Davíðs stað í sitt hús sem hann hafði byggt henni, þá byggði hann Millo e).
25Og Salómon offraði þrisvar á ári brennifórnum og þakkarfórnum á altarinu, sem hann hafði byggt Drottni, og reykelsi á því sem stóð fyrir Drottni, og hann fullgjörði húsið.
26Skip gjörði líka Salómon kóngur í Eseon-Geber, sem liggur hjá Elot, á strönd Rauðahafsins í Edomslandi.27Og Híram sendi á skipin, sína þjóna, skipalið, góða farmenn, með þjónum Salómons.28Og þeir komu til Ofír og sóttu þangað gull, 4 hundruð og 20 vættir (centner) gulls, færðu þeir Salómon konungi.
Fyrri konungabók 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:30+00:00
Fyrri konungabók 9. kafli
Drottinn birtist Salómon í annað sinn. Salómon gefur Híram staði. Hans tekjur. Offur.
V. 5. a. 2 Sam. 7,12. 1 Kron. 17,12. 22,10. V. 7. Devt. 4,26. 8,19. 28,37. Jer. 24,9. V. 8. b. Devt. 29,24. 2 Kron. 7,2. Jer. 22,8. V. 16. c. Jós. 16,10. V. 17. a. 2 Kron. 8,5. V. 18. b. Jós. 19,44. V. 21. c. Jós. 16,10. Dóm. 1,28. Gen. 49,15. V. 24. d. 2 Kron. 8,11. e. 1 Kóng. 9,15. V. 26. 2 Kron. 8,17. fl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.