1Og Davíð var kominn spölkorn frá hæðinni þegar Siba f), Mefibósets þjón, kom á móti honum með tvo klyfjaða asna; á þeim voru 2 hundruð brauð og hundrað rúsínuklasar, og hundrað fíknaklasar og brúsi af víni,2og kóngurinn mælti við Siba: hvað viltu gjöra með þetta? og Siba svaraði: Asnarnir séu til reiðar handa kóngsins húsi, og brauðin og fíkjurnar til matar handa sveinunum, og vínið til drykkjar fyrir þá sem örmagnast kunna í eyðimörkinni.3Og kóngur mælti: hvar er sonur þíns herra? Og Siba svaraði konungi: sjá! hann er kyrr í Jerúsalem, því hann sagði: í dag mun Ísraels hús gefa mér aftur kóngsríki föður míns!4Og kóngur mælti við Siba: sjá! allt það sem Mefibóset á, það sé þitt! og Siba mælti: eg hneigi mig! æ, að eg mætti finna náð í augum g) míns herra konungsins!
5Og þá konungurinn Davíð kom til Bahurim, sjá! þá kom þaðan maður nokkur af ættum Sáls húss, Símeí að nafni sonur Gera; hann gekk fram bölvandi h),6og kastaði steinum eftir Davíð og öllum þénurum Davíðs kóngs, og eftir öllu fólkinu og öllum köppunum á hægri og vinstri hönd við hann.7Og svo komst Símeí að orði í sínum formælingum: áfram, þú blóðhundur! þú illmenni a)!8Nú lætur Drottinn þér í koll koma allt Sáls húss blóð, í hvörs stað þú ert orðinn konungur og lætur kóngsríkið koma í hendur sonar þíns Absalons, og nú ertu í kröggum, því blóðhundur ert þú.
9Þá mælti Abísaí sonur Serúja til kóngsins: hvar fyrir skal þessi dauði hundur formæla mínum herra konunginum? lofaðu mér að fara og höggva af honum hausinn.10En kóngurinn svaraði: hvað á eg við ykkur að sýsla Serújasynir b)? formæli hann, því Drottinn hefir skipað honum: formæl þú Davíð! og hvör vogar að segja: því gjörir þú það?
11Og Davíð mælti við Abísaí og alla sína þénara: sjá! sonur minn, sem af mér er getinn, sækist eftir mínu lífi; hví þá ekki þessi Benjaminíti? látið hann formæla, því Drottinn hefir boðið honum það.12Ske má að Drottinn líti á mína eymd, og bæti mér, þessa hans formæling í dag, með góðu.13Svo fór Davíð sína leið og hans menn; en Símeí fór með fjallshlíðinni gagnvart honum, og kastaði moldarhnausum.14Og kóngurinn og allt það fólk sem með honum var kom örþreytt (í áfangastað) og hvíldi sig þar.
15En Absalon og allt fólk Ísraelsmanna, kom til Jerúsalem og Akítófel með honum.16Og það skeði, þá Arkítinn Húsaí c), vinur Davíðs, kom til Absalons, mælti Húsaí við Absalon: lifi konungurinn! lifi konungurinn!17Og Absalon sagði við Húsaí: er þetta tryggð þín við við þinn? því fórstu ekki með vin þínum?18Og Húsaí mælti við Absalon: nei! heldur hvörn sem Drottinn útvelur og þetta fólk, og allir Ísraelsmenn, þeim hinum sama vil eg tilheyra, og hjá honum vera.19Og í annan stað: hvörjum vil eg þjóna? er það ei syni hans? Eins og eg þjónaði föður þínum, svo vil eg vera hjá þér.
20Og Absalon mælti við Akítófel: leggið til ráð, hvað vér nú skulum gjöra!21Og Akítófel sagði til Absalons: sof þú hjá frillum föður þíns sem hann lét eftir verða, til að geyma hússins, þá fréttir allur Ísrael að þú hefir gjört þig viðbjóðslegan d) föður þínum, og svo verða styrkar höndur allra þeirra sem með þér eru.22Svo settu þeir upp tjald fyrir Absalon á þakinu og Absalon lagðist með frillum föður síns, fyrir augum alls Ísraels.23En þau ráð sem Akítófel gaf í þá daga, giltu, sem menn hefðu ráðfært sig við Guð um þann sama hlut; svo giltu hans ráð bæði hjá Davíð og Absalon.
Síðari Samúelsbók 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:30+00:00
Síðari Samúelsbók 16. kafli
Siba og Simeí. Absalon kemur til Jerúsalem.
V. 1. f. Kap. 9,2. V. 4. g. Gen. 30,27. 1 Sam. 1,18. 27,5. V. 5. h. 1 Kóng. 2,8. V. 7. a. Hebr. Belialsson. V. 10. b. Kap. 19,22. V. 16. c. Kap. 15,37. V. 21. d. 1 Sam. 11,4. 27,12. V. 22. Þök voru flöt hjá Gyðingum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.