1Nú segir frá því, að Absalon sonur Davíðs átti fríða systur, sem hét Tamar, og Amnon Sonur Davíðs elskaði hana.2Og Amnon píndist og varð sjúkur vegna Tamar systur sinnar, því hún var mey; og Amnon þótti ómögulegt að gjöra henni nokkuð.3En Amnon átti vin sem hét Jónadab, sonur Simea c), bróður Davíðs; og Jónadab var mikið kænn maður.4Og hann sagði við hann: því horast þú konungsson, þannig dag frá degi? viltu ekki segja mér það? og Amnon sagði til hans: eg elska Tamar, systur Absalons bróður míns.5Og Jónadab sagði til hans: legg þú þig upp í rúm þitt og lát sem þú sért veikur, og komi faðir þinn, að vitja þín, segðu við hann: láttu Tamar systir mína koma, að hún gefi mér eitthvað að eta, og matreiði fyrir mínum augum, svo eg horfi á, og eg eti úr hennar hendi.6Svo lagðist Amnon fyrir, og lést vera sjúkur, og konungur kom að vitja hans. Og Amnon sagði við kónginn: leyfðu að Tamar systir mín komi og steiki mér tvær kökur svo eg sjái, og eg eti úr hennar hendi.7Þá gjörði Davíð orð Tamar í húsið og mælti: far þú í hús Amnons bróður þins og matbú þú honum fæðu.8Og Tamar gekk í hús Amnons bróður síns; en hann lá í rúminu. Og hún tók deig og hnoðaði, og gjörði kökur fyrir hans augum, og steikti kökurnar.9Og tók pönnuna og úr henni fyrir hans augum; en hann vildi ekki eta. Og Amnon mælti: fari nú hvör maður út frá mér, og hvör maður fór út frá honum.10Þá sagði Amnon við Tamar: far þú með matinn inn í herbergið svo eg eti úr þinni hendi. Og Tamar tók kökurnar er hún hafði gjört, og færði þær Amnon, bróður sínum, inn í herbergið.11Og sem hún rétti honum þær að eta, greip hann til hennar og mælti: kom þú, systir mín! og leggst þú með mér!12Og hún sagði til hans: nei, bróðir minn! svívirtu mig ekki, slíkt viðgengst ekki í Ísrael. Gjörðu ei þetta skammarverk!13Og hvað ætti eg af mér að gjöra með mína svívirðingu, og þú mundir verða einn sá svívirðilegasti í Ísrael. Talaðu þó við konunginn, því hann mun ekki synja þér um mig.14En hann vildi ekki gegna henni, og nauðgaði henni og krenkti hana og lá með henni.
15Og Amnon fékk mikla óbeit á henni og hans hatur til hennar var meira en sú ást, sem hann hafði haft á henni. Og Amnon sagði við hana: stattu upp og far burt!16Og hún mælti við hann: aðhafst þú ei þetta en stærra vonsku verk en hið annað sem þú hefir gjört mér, að útskúfa mér! en hann vildi ekki gegna henni.17Og hann kallaði sinn svein er þjónaði honum, og mælti: kom þú þessari burt frá mér út á götuna og læstu dyrunum eftir henni.18En hún var í lögðum kyrtli, því svo voru kóngsdæturnar klæddar, meðan þær voru meyjar.19Og hans þénari fór með hana út á strætið og læsti dyrum eftir henni, þá fleygði Tamar ösku yfir höfuð sér, og reif þann lagða kyrtil sem hún var í, lagði höndina á höfuðið, og gekk svo æpandi.
20Og Absalon bróðir hennar sagði til hennar: hefir bróðir þinn Amnon verið hjá þér! heyrðu, systir mín, þegi þú! hann er bróðir þinn; láttu þetta ekki á þig fá. Og Tamar var í húsi Absalons bróður síns að fárra vitund, (í einhýsi).21Og kóngur frétti allt þetta og varð mjög reiður.22Og Absalon talaði ekki við Amnon, hvörki gott né illt; því Absalon hataði Amnon, fyrir það að hann hafði krenkt systur hans Tamar.
23Tveim árum síðar klippti Absalon sauði sína í Baal-Hasor hjá Efraim, og Absalon gjörði heimboð öllum kóngssonunum.24Og Absalon gekk fyrir konunginn og mælti: sjá! þinn þjón klippir hjörð sína, komi því konungurinn og hans þjónar með þínum þjón.25Og konungurinn mælti við Absalon: nei! minn son, lát oss ei alla fara, að vér gjörum þér ei slíkan átroðning, og þó hann legði að honum, vildi hann ekki fara, en óskaði til lukku (blessaði hann).26Og Absalon mælti: þó þú farir ekki, þá leyfðu samt að Amnon bróðir minn fari með oss. Og kóngur mælti við hann: Hví skal hann fara með þér?27En Absalon lagði að honum. Og þá lét hann Amnon fara með honum og alla kóngsins syni.
28Og Absalon bauð sínum sveinum og mælti: sjáið nú til! þegar Amnon er farinn að hýrna við vínið, og eg segi til yðar: drepið Amnon! þá sláið hann í hel, og verið óhræddir! skipa eg yður ekki þetta? verið hugaðir og öruggir menn!29Og Absalons sveinar gjörðu, eins og Absalon hafði boðið, við Amnon. Þá tóku allir kóngssynirnir sig upp, og hvör þeirra sté á bak sínum múl, og þeir flýðu.
30En meðan þeir voru á leiðinni, flaug sá kvittur fyrir Davíð, að Absalon hefði í hel slegið alla kóngsins syni, og enginn þeirra hefði undan komist.31Þá stóð kóngur upp og reif sín klæði og lagði sig niður á jörðina, og allir hans þénarar stóðu þar í sundur rifnum klæðum.32Þá tók Jónadab, sonur Simea, bróður Davíðs, til orða, og mælti: Herra minn! hugsa þú ekki: alla þá ungu menn, syni kóngsins hafa þeir drepið, því Amnon einn er dauður. Yfir því hefir Absalon búið í frá þeim degi að hann krenkti systur hans Tamar.33Minn herra, konungurinn láti sér ekki þetta til hjarta ganga, og hugsi ekki: að allir kóngsins synir séu dauðir; nei, Amnon einn er dauður.
34Og Absalon flúði—en þeim sveini sem hélt vörð varð litið upp, og sjá, og sjá þú! mikill skari kom veginn hvör eftir annan með fjallshlíðinni.35Þá mælti Jónadab við konunginn: sjá! kóngsins synir koma; eins og þinn þjón hefir sagt, svo hefir allt tilgengið.36Og sem hann hafði endað sitt tal, sjá! þá komu synir kóngsins, og þeir grétu hástöfum, og kóngur og hans þjónar grétu líka ákaflega.37En Absalon flúði, og fór til Talmai, sonar Ammíhuds, kóngs í Gesúr a); og Davíð syrgði son sinn alla daga.38En Absalon flúði og fór til Gesúr og var þar í 3 ár.39Og Davíð konung langaði til að fara til Absalons, því af honum rættist harmurinn eftir Amnon þegar frá leið.
Síðari Samúelsbók 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 13. kafli
Viðskipti Ammons og Absalons sona Davíðs.
V. 3. e. 1 Kron. 2,13. V. 37. a. Kap. 3,3.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.