1Og það skeði, að ári liðnu, um það leyti sem kóngar eru vanir að fara í leiðangur, að Davíð sendi Jóab og sína þénara með honum og allan Ísrael, og þeir eyðilögðu (land) Ammonsbarna, og settust um Rabba; en Davíð sat heima í Jerúsalem.2Svo bar þá til að Davíð, á áliðnum degi, stóð upp af sæng sinni og gekk um gólf á þaki kóngshallarinnar, og sá af þakinu konu sem laugaði sig, og sú kona var mikið fríð sýnum.3Þá sendi Davíð og spurðist fyrir um konuna; og menn sögðu honum: það er Berseba, dóttir Elams, kona Úrías Hetíta a).4Og Davíð sendi menn og lét sækja hana, og hún kom til hans og hann lagðist með henni; og hún hreinsaði af sér sín saurindi b), og fór aftur heim til sín.5Og konan varð ólétt, og hún sendi, og lét Davíð vita það og mælti: eg em þunguð.6Þá gjörði Davíð þessi boð Jóab: „send þú mér Hetítann Úría“ og Jóab sendi Úría til Davíðs.7En sem Úría kom, spurði Davíð hvörnig Jóab og fólkinu liði, og hvörnig stríðið gengi.8Og Davíð sagði við Úría: gakk þú nú heim til þín og þvo þína fætur. Svo gekk Úría úr kóngsins húsi, og eftir honum var borin gáfa frá kónginum.9En Úría lagðist niður fyrir dyrum hallarinnar, hjá öllum þénurum síns herra, og gekk ekki heim til sín.10Menn sögðu það Davíð og mæltu: Úría er ekki farinn heim í sitt hús, þá sagði Davíð til Úrías: ert þú ekki kominn úr ferð? því fórstu ekki heim í þitt hús?11Og Úría mælti til Davíðs: örkin og Ísrael og Júda eru í tjöldum, og minn herra Jóab og þjónar míns herra liggja á mörkinni, og skyldi eg ganga heim í mitt hús, eta og drekka og leggjast hjá konu minni? svo sannarlega sem þú lifir og þín sála lifir, eg gjöri það ekki!12Og Davíð sagði við Uríu: vertu hér þá í dag, en á morgun gef eg þér fararleyfi. Svo var Úría í Jerúsalem þenna sama dag og daginn eftir.13Og Davíð hafði hann í boði sínu, og hann át og drakk með honum og hann gjörði hann drukkinn; en um kvöldið gekk hann burt til að leggja sig í sitt rúm hjá þénurum síns herra, en hann gekk ekki heim í sitt hús.14En um morguninn skrifaði Davíð bréf til Jóabs og sendi það með Úría.15Og hann skrifaði svo í bréfið: setjið Úría þar í bardagann sem hann er harðastur, og hopið frá honum til baka að hann verði ofurliða borinn og falli.16En sem Jóab sat nú um staðinn, skipaði hann Úría til orrustu þar sem hann vissi að hraustir menn voru fyrir.17Og borgarmenn fóru út úr staðnum og börðust við Jóab, og nokkrir féllu af liðinu, af þjónum Davíðs, og Hetítinn Úría féll líka.18Þá sendi Jóab og lét Davíð vita hvar þá væri komið.19Og hann lagði svo fyrir sendimanninn og mælti: þegar þú hefir sagt frá bardaganum hið ljósasta,20og þú sér að konungurinn verður reiður, og hann segir við þig: „því fóruð þið svo nærri borgarveggnum í orrustu? vissuð þér ekki að þeir mundu skjóta á yður niður af borgarveggnum?21Hvör felldi Abímelek Jerúbbesetsson? kastaði ekki kona nokkur á hann niður af borgarveggnum kvarnarsteinsbroti, svo hann dó í Tebes c)? því fóruð þér inn undir borgarvegginn?“ þá segðu: þinn þénari Hetítinn Úría féll líka.
22Svo fór sendimaðurinn og kom og flutti Davíð allt sem Jóab hafði lagt fyrir hann.23Og sendimaðurinn sagði við Davíð: mennirnir báru oss ofurliða og fóru út á móti oss á völlinn; þá þrengdum vér þeim allt að borgarhliðinu.24En nú skutu þeir á oss niður af borgarveggnum, og nokkrir af kóngsins þénurum féllu, og líka er þinn þénari Hetítinn Úría fallinn.25Þá mælti Davíð við sendimanninn: seg þú þá Jóab: láttu þetta ekki á þig fá (það gengur svona til í stríðinu), halt þú áfram umsátrinu og eyðilegg þú borgina. Þannig skalt þú hughreysta hann.26En sem kona Úría frétti, að maður hennar Úría var fallinn, harmaði hún mann sinn.27Og þá sorgardagarnir voru liðnir, sendi Davíð og tók hana í sitt hús, og hún varð hans kona, og ól honum son; en Drottni mislíkaði það sem Davíð hafði gjört.
Síðari Samúelsbók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 11. kafli
Davíð leggst með Berseba.
V. 3. a. Kap. 23,39. V. 4. b. Núm. 15,18.19. V. 21. c. Dóm. 9,53.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.