1Eftir það vann Davíð sigur á Filisteum, og auðmýkti þá og tók tauma höfuðstaðarins úr Filisteanna hönd.2Og líka sigraði hann Móabítana og mældi þá með vað, hann lét þá leggjast niður á jörðina, og mældi tvo vaði til að deyja; og einn vað til að láta lifa. Svo urðu Móabítar Davíðs þrælar, sem færðu honum gáfur.3Og Davíð yfirvann Hadadeser Rehobsson, konung í Soba, þá hann fór leiðangur til að ná aftur ríki að ánni Frat.4Og Davíð vann af honum 17 hundruð reiðmenn og 20 þúsund fótgönguliðs, og helti alla vagnhestana, og hélt eftir hundraði af þeim.5Og Sýrlenskir frá Damaskus komu til liðs við Hadadeser, konung í Sóba; og Davíð lagði að velli þá sýrlensku, 22 þúsundir manns.6Og Davíð lét eftir vera setulið í Damaskus á Sýrlandi, og sýrlenskir gjörðust Davíðs þegnar sem færðu honum gáfur. Svo veitti Drottinn Davíð sigur hvört sem hann fór.7Og Davíð tók þá gullbúnu skildi, sem Hadadesers þjónar höfðu borið og flutti þá til Jerúsalem,8og úr Beta og Berotaí, stöðum Hadadesers, tók Davíð konungur afar mikið eir.9Og Tóí konungur í Hemat frétti að Davíð hefði lagt að velli allan Hadadesers her.10Þá sendi hann son sinn Jóram til Davíðs konungs til að heilsa honum, og óska til lukku, að hann í stríðinu við Hadadeser hefði fengið sigur, því Tói var í stríði við Hadadeser, og hann hafði með sér, gersemar af gulli, silfri og eiri.11Þær helgaði Davíð konungur Drottni ásamt því gulli og silfri er hann hafði helgað frá öllum þeim þjóðum sem hann hafði yfirunnið,12frá sýrlenskum og frá Móabítum, og frá Ammonssonum og frá Filisteum og frá Amalekítum, og af herfangi Hadadesers sonar Rehobs konungs í Sóba.
13Og Davíð gjörði sér minnismerki þá hann kom til baka, eftir að hann hafði lagt að velli Edomíta, 18 þúsundir, í Saltdalnum.14Og hann lagði setulið inn í Edomsland, um allt landið setti hann setulið og allt Edomsland lagðist undir Davíð. Og svona útvegaði Drottinn Davíð sigur allsstaðar, hvört sem hann fór a).15Og Davíð ríkti yfir öllum Ísrael, og lét allt sitt fólk njóta laga og réttinda b).16En Jóab sonur Seruja var fyrir hernum, og Jósafat sonur Ahilud var sagnameistari.17Og Sadok sonur Ahitubs, og Ahimelek sonur Abiatars voru prestar, og Seraja skrifari,18og Benaja sonur Jojada var yfir lífvaktinni, og Davíðs synir voru klerkar.
Síðari Samúelsbók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 8. kafli
Sigurvinningar Davíðs. Hans höfðingjar.
V. 1. Aðrir leggja út: tók Metek-Amma, og vilja það sé sama borg og Gat. Sjá 1 Krb. 18,1. V. 2. Lét hvörn þriðja mann halda lífi. V. 3. 1 Kron. 18,3. V. 4. Jós. 11,9. 1 Kron. 18,4. V. 9. 1 Kron. 18,9. V. 14. a. v. 6. 1 Kóng. 11,15. V. 15. b. 1 Kron. 18,14. V. 16. Kap. 20,23.24.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.