1Og það skeði, þá Davíð konungur var sestur um kyrrt, og Drottinn hafði gefið honum frið allt um kring fyrir öllum hans óvinum.2Þá sagði konungurinn við Natan spámann: sjá! eg bý í húsi af sedrusviði b), og örk Drottins er undir tjalddúkum!3Og Natan svaraði konungi: gjör þú allt hvað þér er í hug, því Drottinn er með þér.4Og það skeði þá sömu nótt að orð Drottins kom til Natans, og sagði:5far þú, og seg mínum þjón Davíð: svo segir Drottinn: vilt þú byggja mér hús til að búa í?6Eg hefi í engu húsi c) búið í frá þeim degi, að eg leiddi Ísraelssyni úr Egyptalandi, allt til þessa dags, og eg var á ferð í tjaldi, mér til bústaðar.7Allan þann tíma sem eg var á ferð með öllum Ísraels sonum, hefi eg þá talað eitt orð við nokkra Ísraels ættkvísl, sem eg bauð að vakta mitt fólk Ísrael, og sagt: því byggið þér mér ekki hús af sedrusvið?8Og seg nú til míns þjóns Davíðs: svo segir Drottinn allsherjar: eg hefi tekið þig úr haglendinu, þaðan sem þú rakst hjarðir d), og eg gjörði þig höfðingja yfir mitt fólk Ísrael e),9og var með þér, hvört sem þú fórst, og upprætti alla þína óvini frá þér, og gjörði þér mikið nafn, líkt nafni hinna miklu á jörðinni,10og eg hefi gefið bústað mínu fólki Ísrael, og gróðursett það, að það búi á sínum stað og verði ei framar ónáðað, og að vonskunnar synir þjái það ekki, eins og áður,11í frá þeim tíma að eg bauð dómurum að vera yfir mínu fólki Ísrael; og eg hefi útvegað þér ró fyrir öllum þínum óvinum; og Drottinn hefir kunngjört þér að hann muni byggja þér hús.12Þegar þínir dagar eru (þrotnir), og þú liggur hjá þínum feðrum, svo vil eg hefja þinn niðja eftir þig sem kominn er af þínum lendum, og eg skal staðfesta hans konungsríki.13Sá hinn sami skal byggja hús mínu nafni, og eg mun staðfesta hásæti hans kóngsríkis;14eg vil vera honum faðir, og hann skal vera mér sonur, svo þó honum yfirsjáist, vil eg aðeins hirta hann með mannavendi og með mannsins barna höggum,15og mín náð skal ei frá honum víkja, eins og eg dró hana í hlé við Sál l), sem eg tók úr vegi frá þér;16þitt hús og þitt ríki skal staðfast vera til eilífðar. Þitt hásæti óbifanlegt að eilífu.
17Samkvæmt öllum þessum orðum og opinberunum talaði Natan við Davíð.18Þá gekk Davíð konungur inn, og setti sig fyrir auglit Drottins og mælti: hvör em eg g), minn Drottinn, Drottinn! og hvað mitt hús, að þú hefur minnst mín hingað til?19Og þér nægði það ei, minn Drottinn, Drottinn, þú gafst og húsi þíns þénara fyrirheit, sem eiga sér langan aldur, er slíkt mannaháttur, minn Drottinn, Drottinn.20Og hvað skal Davíð framar við þig segja? þú þekkir þinn þjón, minn Drottinn, Drottinn.21Sakir þinna orða og eftir þínum vilja hefir þú gjört allt þetta mikla, og kunngjört það þínum þjón.22Þess vegna ert þú mikill Guð Drottinn, því enginn er sem þú, og enginn Guð nema þú, öldungis samhljóða því sem vér höfum heyrt með vorum eyrum.23Og hvaða fólk á jörðunni er sem þitt fólk, sem Ísrael a), fyrir hvörs sakir Guð tók sig til, að útleysa það handa sér, og útvega sér nafn, og framkvæma það mikla og óttalega fyrir þitt land, í augsýn þess fólks, sem þú hefir leyst handa þér frá egypskum, frá þjóðunum og þeirra afguðum.24Og svo hefir þú tilreitt handa þér þitt fólk Ísrael, að það sé þitt fólk að eilífu, og þú Drottinn ert þess Guð.25Og nú, Guð Drottinn! það orð sem þú hefir talað viðvíkjandi þínum þjón og hans húsi, það hið sama staðfest þú að eilífu, og gjör sem þú hefir mælt.26Og mikið sé þitt nafn að eilífu, að menn segi: Drottinn allsherjar, er Guð yfir Ísrael, og hús þíns þjóns Davíðs sé staðfast fyrir þér;27því þú, Allsherjar Drottinn, Guð Ísraels, þú hefir opinberað þínum þjón b) og sagt: eg vil byggja þér hús, því hefir þjón þinn fengið hjarta til að frambera þér þessa bæn.28Og nú minn Drottinn, Drottinn, þú ert Guð, og þín orð munu verða sannleiki c); og þú hefir fyrirheitið þessi gæði þjóni þínum.29Og lát þér nú þóknast að blessa hús þíns þénara, að það eilíflega sé fyrir þér, því þú, minn Drottinn! Drottinn! hefir því heitið, og fyrir þína blessan mun hús þíns þénara að eilífu blessað verða.
Síðari Samúelsbók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 7. kafli
Davíð vill byggja musteri; fær fyrirheit.
V. 2. b. Kap. 5,11. V. 6. c. 1 Kóng. 8,16. Esa. 66,1. V. 8. d. 1 Sam. 16,11–13. Sálm. 7,8,70. e. 2 Sam. 6,21. Sálm. 78,71. V. 12. 1 Kron. 17,11. V. 13. 1 Kóng. 5,5. 6,12. 1 Kron. 17,12. Sálm. 89,4. V. 15. f. 1 Sam. 15,26. V. 18. g. Gen. 32,10. V. 23. a. Deut. 4,7. 1 Kron. 17,21. V. 27. b. V. 28. c. 1 Kóng. 8,26. Sálm. 33,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.