1Og það skeði, eftir að Sál var dauður, og eftir að Davíð hafði lagt að velli Amalekíta og var kominn heim aftur, þá var Davíð 2 daga í Siklag.2Og það skeði á þriðja degi, að maður kom af her Sáls, í rifnum klæðum, og hafði ausið mold yfir höfuð sér; og sem hann kom til Davíðs, féll hann til jarðar, og tilbað.3Og Davíð mælti til hans: hvaðan kemur þú? og hann svaraði honum: eg komst undan af Ísraels her.4Davíð sagði til hans: segðu mér þá, hvörnig gengur það? og hinn mælti: fólkið er flúið úr bardaganum og margir eru líka fallnir og drepnir, og líka eru þeir Sál og Jónatan dauðir.5Og Davíð mælti við þann unga mann sem færði honum þessa frétt: hvörnig veistu það að Sál og Jónatan hans son eru dauðir?6Og sá ungi maður, sem sagði tíðindin, mælti: af tilviljun kom eg á fjallið Gilboa, og sjá! þar stóð Sál, og studdist við sitt spjót, og sjá! vagna og reiðmanna lið sótti að honum.7Hann sneri sér þá við og leit mig og kallaði á mig, og eg svaraði: hvör ert þú? og eg svaraði: hér em eg,8og hann mælti við mig: hvör ert þú? og eg svaraði: eg er Amalekíti.9Og hann sagði við mig: kom þú til mín og deyð þú mig; því nú þrengir að, en með öllu lífi er eg.10Þá gekk eg að honum og deyddi hann, því eg vissi vel að hann gat ekki lifað eftir sitt fall, og tók kórónuna sem var á hans höfði, og armspengurnar af hans armi, og kem nú með þær hingað til míns herra.11Þá reif Davíð sín klæði a), og líka allir þeir menn sem hjá honum voru.12Og þeir kveinuðu og veinuðu og föstuðu allt til kvölds, sakir Sáls og hans sonar Jónatans, og sakir Drottins fólks og Ísraels húss, að þeir höfðu fallið fyrir sverði.
13Og Davíð sagði við þann unga mann sem færði honum tíðindin: hvaðan ert þú? og hann svaraði: eg em sonur Amalekíta nokkurs sem hér er útlendur.14Og Davíð sagði til hans: hvörnig gastu verið svo djarfur að leggja hönd á Drottins smurða og deyða hann?15Og Davíð kallaði einn af sínum sveinum, og mælti: kom þú hér! og lífláttu þennan mann! og hann vann á honum svo hann dó.16Og Davíð sagði til hans: þitt blóð sé yfir þínu höfði! því þinn munnur vitnaði móti þér b), þá þú sagðir: eg hefi deytt Drottins smurða.
17Og Davíð kvað þetta sorgar kvæði eftir Sál og Jónatan hans son,18og skipaði að kenna Júda sonum þetta (kvæði) um bogann, sjá! það er skrifað í bók þeirra góðu a).19Á þínum hæðum, Ísrael! er rádýrið lagt að velli, hvörnig eru hetjurnar fallnar.20Segið ekki frá því í Gat, kunngjörið það ekki á Askalons strætum, svo dætur Filisteanna fagni ekki, dætur þeirra óumskornu hlakki ekki yfir því.
21Gilboafjöll! hvörki dögg né regn komi á ykkur! ekki séu þar akrar frumgróðafórnar! því þar var snarað kappanna skildi, Sáls skildi eins og hann hefði ei verið smurður með viðsmjöri.22Jónatans bogi hrökk aldrei til baka án blóðs þeirra felldu, án fitu kappanna, Sáls sverð kom aldrei svo búið aftur.23Sál og Jónatan, þeir elskulegu og ástúðlegu í sínu lífi, sem ekki skildu í dauðanum, þeir voru fljótari en ernir, sterkari en ljón.24Ísraels dætur, grátið Sál! hann klæddi yður í skarlat yndislega, gullprýði setti hann á yðar fatnað!25Hvörnig eru kapparnir fallnir, mitt í bardaganum. Jónatan er lagður í gegn á þínum hæðum.26Eg kenni til sakir þín, bróðir minn Jónatan! mjög varstu mér indæll, meir mat eg þína elsku, en kvenna elsku.27Æ! kapparnir eru fallnir, og hertygin eru töpuð.
Síðari Samúelsbók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 1. kafli
Davíð harmar Sál og Jónatan.
V. 11. a. Gen. 37,34. Jós. 7,6. V. 16. b. 1. Kóng. 2,23. Sálm. 64,9. V. 18. a. Jós. 10,13. bók þeirra góðu eða hreinskilnu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.