1Og Davíð flúði frá Najot b) hjá Rama og kom og talaði við Jónatan: hvað hefi eg gjört, hvör er mín yfirsjón og hvör mín synd, á móti föður þínum, að hann situr um mitt líf?2Og hann mælti við hann: það sé fjærri! þú munt ekki deyja, sjá! faðir minn gjörir ekkert hvörki smátt né stórt, að hann láti mig ei vita það; og hvar fyrir skyldi faðir minn leyna mig þessu? nei, það er ekki svo!3Og Davíð sór í annað sinn, og mælti: faðir þinn hefir tekið eftir að eg hefi fundið náð í þínum augum, og svo hugsaði hann: Jónatan skal ekki vita þetta, svo hann ekki angrist. En svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir! milli mín og dauðans er, aðeins, eitt fótmál.4Og Jónatan mælti til Davíðs: það sem þitt hjarta segir, vil eg gjöra þér.5Og Davíð sagði til Jónatans: sjá! á morgun er tunglkomudagur, og mér ber að sitja til borðs með kónginum, en leyfðu mér að vera þar frá, og eg vil fela mig út á landinu og allt til þriðja kvölds.6Skyldi nú faðir þinn sakna mín, þá segðu: Davíð hefir fengið leyfi hjá mér að hlaupa til Betlehem síns staðar, því þar er ársfórn fyrir alla ættina.7Segi hann þá: það er gott, svo á þinn þjón von á friði; en verði hann illur, svo vit, að það illa er ályktað, af hans sálu.8Sýndu nú góðsemi þjón þínum, því í Drottins (heilagt) fóstbræðralag hefir þú látið þinn þjón ganga við þig. En sé nokkur yfirtroðsla á mína hönd, þá drep þú mig. Því hvar fyrir skyldir þú vilja fara með mig til föður þíns?9Og Jónatan mælti: fjærri mér sé það, að eg skyldi ei láta þig vita ef eg verð var við, að eitthvað illt er ályktað að yfir þig skuli koma af hendi föður míns!10Og Davíð sagði við Jónatan: hvör lætur mig vita það? og hvörsu harðlega mundi faðir þinn svara þér, (ef þú gjörir það).11Og Jónatan sagði við Davíð: kom! látum oss ganga út á landið. Og þeir gengu báðir út á landið.12Og Jónatan mælti við Davíð: Drottinn Ísraels Guð ɔ: (heyri hvað eg mæli) þegar eg hefi grennslast eftir hjá föður mínum, á morgun um þetta leyti, eða daginn þar eftir, og sjá! það stendur vel til með Davíð, og eg þá ekki sendi til þín og opinbera þér það,13svo skal Drottinn gjöra við Jónatan það og það, og ennfremur! hafi faðir minn illt í sinni við þig, svo mun eg láta þig vita það, og láta þig í burtu, svo þú farir í friði. Og Drottinn sé með þér, eins og hann hefir verið með mínum föður.14En ekki (sé hann með þér) nema þú auðsýnir mér Drottins miskunnsemi meðan eg er á lífi, að eg ekki deyi,15og nema þú takir ekki þína miskunn frá mínu húsi að eilífu, og ekki, eftir að Drottinn hefir útrutt einum og sérhvörjum óvin Davíðs úr landinu.16Og svo gjörði Jónatan sáttmála við Davíðs hús, og mælti: Drottinn hefni fyrir Davíð á hans óvinum!17Og Jónatan sór Davíð enn einu sinni, því hann elskaði hann, já, elskaði hann sem sína eigin sál.18Og Jónatan sagði til hans: á morgun er tunglkoma, þá verður þín saknað, því eftir því mun verða tekið að sæti þitt er autt;19En daginn þar eftir þá hraða þú þér og kom á þann stað, hvar þú fólst þig vonda daginn, og vertu hjá klettinum Asel.20Og eg mun skjóta þremur pílum á hlið við hann, eins og eg vilji skjóta til hæfis.21Og sjá! eg mun senda drenginn: (og segja) farðu! sæktu örvarnar! segi eg við drenginn: sjá! örvarnar eru hérnamegin við þig, sæktu þær! þá skaltu koma; því þá er þér óhætt, og ekkert er (að óttast) svo sannarlega sem Drottinn lifir!22En segi eg við drenginn: sjá! örvarnar eru hinumegin framundan þér, svo far þú, því Drottinn hefir skipað þér að fara.23En sú sök sem við höfum talað um, eg og þú, þá sjá! Drottinn er milli mín og og milli þín að eilífu.
24Og svo fól Davíð sig út á landinu. Og það var tunglkoma, og kóngurinn settist að máltíð til að eta.25Og kóngurinn setti sig í sitt sæti í þetta sinn, sem ætíð, í sætið við vegginn; og Jónatan reisti sig, og Abner settist hjá Sál, og menn sáu að Davíðs rúm var autt.26En Sál sagði ekkert þenna dag, því hann hugsaði: honum hefir eitthvað það tilviljað, að hann er ekki hreinn; vissulega er hann ekki hreinn.27En það skeði daginn eftir, þann annan dag tunglkomunnar, þegar menn sáu Davíðs rúm autt, að þá sagði Sál við sinn son Jónatan: hvörs vegna hefir Ísaíson hvörki í gær né í dag komið til máltíðar?28Og Jónatan svaraði Sál: Davíð fékk hjá mér leyfi að fara til Betlehem,29og sagði: leyfðu mér að fara, því vér höfum ættaroffur í staðnum, og bróðir minn hefir boðið mér, og hafi eg náð fundið í þínum augum, svo leyfðu mér að fara, að eg sjái bræður mína; því er hann ekki komin til kóngsins borðs.30Þá varð Sál illur við Jónatan, og mælti: þú sonur aflægisins og þrákálfsins! veit eg ekki að þú elskar Ísaíson þér til skammar, og til skammar blygðun móður þinnar?31Því svo lengi sem Ísaíson lifir á jörðunni, munt þú ekki standast, þú og þinn konungdómur. Og sendu nú og láttu sækja hann og koma með hann til mín; því hann er dauðans barn.32Og Jónatan svaraði Sál föður sínum og mælti: hví skal hann deyða, hvað hefir hann gjört?33Þá snaraði Sál að honum spjóti, til að leggja hann í gegn. Og Jónatan sá að það var fastráðið af föður sínum að deyða Davíð.34Og Jónatan stóð upp frá borðinu, logandi af reiði, og át ekki þann annan dag tunglkomunnar; því hann var angurvær vegna Davíðs, af því faðir hans hafði gjört honum háðung.
35Og það skeði um morguninn (eftir) að Jónatan gekk út á landið, á þann stað sem tiltekið var við Davíð, og lítill drengur með honum.36Og hann sagði við sinn dreng; hlaup þú, sæktu nú örvarnar sem eg ætla að skjóta! drengurinn hljóp og hann skaut örvunum yfir hann fram.37Og sem drengurinn kom á þann stað sem örin lá er Jónatan hafði skotið, kallaði Jónatan eftir drengnum og mælti: er ekki örin hinumegin fram undan þér?38Og Jónatan kallaði til drengsins: flýttu þér, stattu ekki kyrr! Og svo tíndi Jónatans drengur örvarnar saman og kom til síns herra,39en drengurinn vissi ekkert; einasta Jónatan og Davíð vissu hvað þetta átti að þýða.40Og Jónatan fékk dreng sínum vopnin og mælti: farðu nú, og ber þú þetta inn í staðinn.41Drengurinn fór, og Davíð tók sig upp þar að sunnanverðu, og féll á sitt andlit til jarðar, og hneigði sig þrisvar sinnum, og þeir kysstu hvör annan og grétu hvör með öðrum, þangað til Davíð grét hástöfum.42Og Jónatan sagði til Davíðs: far þú nú í friði! því viðvíkjandi sem við báðir höfum svarið við Drottins nafn og sagt: Drottinn sé milli mín og milli þín, og milli míns sæðis og þíns sæðis að eilífu, þá sé það svo.43Og hann tók sig upp og fór, og Jónatan kom til staðarins.
Fyrri Samúelsbók 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:19+00:00
Fyrri Samúelsbók 20. kafli
Davíð og Jónatan verða að skilja.
V. 1. b. Stólahúsinu. Kap. 19,18. og fl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.