1Og það skeði einhvörn daginn, að Jónatan sonur Sál sagði við sinn skjaldsvein (sem bar hans vopn); kom þú! og látum oss ganga yfir til varðmanna Filisteanna sem eru gagnvart; en hann lét ekki föður sinn vita af.2En Sál hafði sitt tjald við endann á Gíbea, undir Granat trénu í Migron, og það fólk sem hann hafði hjá sér, var hér um bil 6 hundruð manns.3(En Ahia, Ahitobs son, og bróðir Ikaboðs b) sonar Pineas, sonar Elí Drottins prests í Síló, bar hökulinn og fólkið vissi ekki að Jónatan var burt genginn.4En í milli gatnanna sem Jónatan vildi yfir um fara til varðmanna Filisteanna, var hamar á þessa höndina og hamar á hina höndina; annar hét Boles, en hinn Sene.5Annar hamarinn að norðanverðu var sem stólpi, gagnvart Mikmas, og annar að sunnan til á móts við Gíbea.6Og Jónatan sagði til sveinsins sem bar hans hertygi: kom, og látum oss fara yfir til varðmanna (setuliðs) hinna óumskornu; máske Drottinn láti oss eitthvað framkvæma; því fyrir Drottinn er engin hindrun að veita sigur með mörgum eða fáum c).7Og skjaldsveinninn mælti: gjör þú allt sem þér býr í brjósti, far þú, sjá! eg er með þér, eftir þinni vild.8Og Jónatan mælti: þá vér förum yfir til mannanna, og viljum láta þá sjá oss.9Ef þeir þá segja til okkar: bíðið þangað til vér komum til yðar, þá stöndum vér kyrrir á vorum stað, og förum ekki til þeirra;10En ef þeir segja svo: komið hingað upp til vor, þá göngum vér upp; því þá hefir Drottinn gefið þá í vora hönd og það sé okkur til merkis.11Og síðan létu þeir báðir varðmenn Filisteanna sjá sig, og Filistearnir sögðu: sjá! ebreskir koma fram úr holum sínum, sem þeir voru skriðnir í.12Og varðmennirnir kölluðu til Jónatans og hans skjaldsveins og sögðu: komið hingað upp til vor, vér skulum segja ykkur tíðindi! þá sagði Jónatan við sinn skjaldsvein: kom þú nú eftir mér, því Drottinn hefir gefið þá í Ísraels hendur.13Og Jónatan klifraðist upp á höndum og fótum, en skjaldsveinn hans eftir honum; og þeir féllu fyrir Jónatan, og hans skjaldsveinn lagði þá að velli á eftir honum.14Og þeir sem féllu, sem Jónatan og hans skjaldsveinn lögðu fyrst að velli, hér um bil 20 manns, lágu svo sem á hálfri reim lítils akurs.15Og ótta sló yfir herbúðirnar á þessum stað, og yfir allt fólkið; varðmennirnir og herinn skelkuðust og landið nötraði, og það varð að Guðs skelfingu.
16Þá lituðust um varðmenn Sáls í Gíbea Benjamín, og sjá! múgurinn tvístraðist og hljóp, sinn í hvörja áttina.17Og Sál sagði til fólksins sem hjá honum var: teljið þó, og sjáið, hvör frá oss er genginn. Og þeir töldu, og sjá! þar var þá ekki Jónatan og hans skjaldsveinn.18Þá mælti Sál við Ahia: kom þú með Guðs örk (því Guðs örk var á þeim degi hjá Ísraelssonum).19Og það skeði meðan Sál talaði við prestinn, varð ysinn í herbúðum Filisteanna meiri og meiri; þá mælti Sál við prestinn: tak þína hönd til baka a)!20Og Sál og allt fólkið, sem með honum var safnaðist saman, og fór í orrustuna, og sjá! sverð hins eina var á móti hinum öðrum, mjög mikið trufl b);21en ebreskir voru hjá Filisteum sem áður, þeir sem farið höfðu með þeim allt um kring í herbúðirnar; þeir gengu líka í lið með Ísrael sem var með Sál og Jónatan.22Og allir menn af Ísrael, sem höfðu laumast í felur á Efraimsfjalli, heyrðu að Filistear flýðu, þeir fóru og eftir þeim til orrustu.23Og svo gaf Drottinn Ísrael sigur á þeim sama degi, og stríðið þokaðist framhjá Betaven.24En Ísraels menn tóku nærri sér þann sama dag; þá eggjaði Sál fólkið, og mælti: bölvaður sé sá maður sem etur brauð allt til kvölds, þangað til eg hefi hefnst á mínum fjandmönnum; og enginn af fólkinu smakkaði mat.25Og allt fólkið kom í skóginn, þá var hunang á jörðunni,26og fólkið kom í skóginn, og sjá! þar flaut hunang; en enginn bar hönd að munni, því fólkið hræddist eiðinn.27En Jónatan hafði ei heyrt hvörsu hans faðir hafði eggjað fólkið, og rétti út brodd þess stafs er hann hafði í hendi, og dýfði honum í hunangsseiminn og bar hönd sína að munninum og hans augu urðu lífleg.28Þá tók einn af fólkinu til orða og mælti: faðir þinn hefir eggjað fólkið og mælt: bölvaður veri hvör sá sem í dag etur brauð; og svo örmagnast fólkið.29Og Jónatan mælti: faðir minn leiðir landið í fordjörfun! sjáið nú, hvörsu augu mín eru lífleg, af því eg smakkaði aðeins á þessu hunangi.30Betur fólkið hefði nú í dag etið af herfangi sinna fjandmanna sem það hefir fundið; því nú hefir mannfallið ekki orðið stórt á meðal Filisteanna.31Og á þeim sama degi ráku þeir Filisteana frá Mikmas, allt til Ajalon. Og fólkið var mjög þreytt.
32Og fólkið fleygði sér yfir herfangið og þeir tóku sauði og kýr og kálfa og slátruðu á jörðu, og fólkið át með blóði (blóðugt c).33Og menn sögðu Sál frá og mæltu: sjá! fólkið syndgar móti Drottni, því það etur með blóði. Og hann sagði: þér hagið yður illa! veltið strax til mín stórum steini.34Og Sál mælti: dreifið yður út meðal fólksins og segið þeim: flytjið til mín, hvör og einn sinn sauð, og slátrið honum hér og etið, og syndgið ekki móti Drottni með því að eta með blóði. Þá kom allt fólkið, hvör og einn með sinn uxa um nóttina, og þeir slátruðu þar.35Og Sál byggði Drottni altari. Þetta altari var það fyrsta sem hann byggði Drottni.
36Og Sál mælti: látum oss leggja af stað í nótt eftir Filisteum og ræna þá þar til dagur rennur, og láta engan þeirra eftir verða. Og þeir sögðu: gjör þú allt sem þér gott þykir! og presturinn mælti: látum oss hér spyrja Guð (fara til Guðs).37Og Sál spurði Guð: skal eg fara eftir Filisteum? munt þú gefa þá í hönd Ísraels? en hann svaraði honum ekki á þeim sama degi.38Þá mælti Sál: gangið hingað allir fólksins höfðingjar, og grennslist eftir og sjáið hvörn veg þessi synd er skeð í dag,39því svo sannarlega sem Drottinn lifir, er gaf Ísrael sigur, þó hún lenti á syni mínum Jónatan, svo skal hann deyja, og enginn svaraði honum af öllu fólkinu.40Og hann talaði til alls Ísraels: verið þér öðrumegin, og eg og Jónatan sonur minn viljum vera hinumegin; og fólkið sagði til Sáls: gjör þú hvað þér gott sýnist.41Og Sál sagði til Drottins: Ísraels Guð! gef sannleika! þá hitti (hlutfallið a) Jónatan og Sál en fólkið slapp frí.42Þá mælti Sál: kastið (hlut) um mig og Jónatan son minn! þá varð Jónatan fyrir (hlutfallinu).43Og Sál sagði til Jónatans: segðu mér, hvað hefir þú gjört? þá sagði Jónatan honum það og mælti: smakkað hefi eg með broddi stafsins í minni hendi lítið eitt á hunangi, sjá! hér er eg, á eg að deyja?44þá mælti Sál: gjöri Guð mér svo, og ennframar b): deyja verður þú Jónatan!45En fólkið sagði til Sál: á Jónatan að deyja sem hefir fengið þenna mikla sigur í Ísrael? fjærri sé það! svo sannarlega, sem Drottinn lifir skal ekki eitt hans höfuð hár falla til jarðar c), því með Guði hefir hann unnið í dag. Svo frelsaði fólkið Jónatan að hann ekki dó d).46Og Sál sleppti því að fara eftir Filisteum, og Filistearnir fóru á sinn stað.
47En þá Sál var orðinn konungur yfir Ísrael átti hann stríð við alla sína fjandmenn allt um kring, við Móab og við Ammonssonu, og við Edom og við kóngana af Soba, og við Filisteana; og hvört sem hann sneri sér vann hann sigur.48Og hann sýndi hreysti, og sigraði Amalek og frelsaði Ísrael af hendi Filisteanna.
49Og synir Sáls vóru: Jónatan og Jisvi e) og Malkisua. Og nöfn hans tveggja dætra: nafn þeirrar frumbornu Merab og nafn þeirrar yngri Mikal.50Og nafn konu Sáls: Abinoam, dóttir Ahimaas. Og nafn hans hershöfðingja: Abner, sonur Ners, föðurbróður Sáls.51Því Kis, faðir Sáls, og Ner faðir Abners, vóru synir Abíels.52Og stríðið við Filisteana var ákaflegt, svo lengi sem Sál lifði; og sæi Sál einhvörn sterkan mann, og einhvörn hugaðan mann, tók hann þann sama til sín.
Fyrri Samúelsbók 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:19+00:00
Fyrri Samúelsbók 14. kafli
Stríð við Filistea.
V. 3. b. Kap. 4,21. V. 6. c. Dóm. 7,7. 2 Kron. 14,11. 1 Makk. 3,18. V. 19. a. Eða: láttu svona vera. V. 20. b. Þ. e. Í herbúðum Filisteanna. Dóm. 7,22. 1 Kron. 20,22.23. V. 32. c. Lev. 3,17. 7,26. V. 41. a. Jós. 7,16. Jon. 1,7. V. 44. b. 1 Kóng. 19,2. 2 Kóng. 6,31. V. 45. c. 2 Sam. 14,11. 1 Kóng. 1,52. Lúc. 21,18. d. Eða: hélt lífi. V. 49. Nefnist Abinadab Kap. 31,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.