1Þá tók Samúel olíuflösku og hellti yfir hans höfuð og kyssti hann og mælti: sjá! Drottinn smyr þig fursta yfir sína eign a).2Þegar þú gengur nú frá mér muntu hitta tvo menn hjá Rakelsgröf b) við landamerkin milli Benjamín og Selfa, þeir munu segja þér: ösnurnar eru fundnar sem þú gekkst að leita að, og sjá! faðir þinn hefir engan gaum gefið ösnunum, og er hræddur um ykkur og segir: hvað skal eg gjöra viðvíkjandi syni mínum?3og þá þú ert genginn lengra þaðan og kemur til eikarinnar Tabor, hitta þig þar þrír menn, sem ganga upp til Guðs í Betel; einn þeirra ber þrjú kið, annar ber þrjá brauðhleifa og sá þriðji ber vínbrúsa.4Þeir spyrja hvörnig þér vegni c) og gefa þér tvö brauð, þigg þú þau af þeim.5Eftir það muntu koma til Gíbea-Elohim (Guðshæðar) hvar verðir d) Filisteanna standa, og þegar þú kemur þar til staðarins, svo mætir þú hóp spámanna er koma niður af hæðinni, á undan þeim (fara) hörpur, trumbur, flautur og hljóðpípur, og þeir spá (spila á þessi hljóðfæri).6Guðs Andi mun koma yfir þig og þú munt spá með þeim, og munt verða annar maður.7Og ef að þessi teikn mæta þér, þá gjör, hvað sem kemur þér fyrir hönd e); því Guð er með þér;8og far þú nú á undan mér til Gilgal, og sjá! eg vil koma þangað til þín, til að frambera brennifórn og þakkarfórn; sjö daga skaltu bíða, þangað til eg kem, þá skal eg kunngjöra þér hvað þú skalt gjöra.
9Og það skeði, þá hann sneri sínu baki til að ganga burt frá Samúel, þá umbreytti Guð hans hjarta, og öll þessi teikn komu fram þann sama dag.10Og sem þeir komu þaðan til Gíbea, sjá! þá mætti þeim spámannahópur, og Guðs Andi kom yfir hann f), og hann spáði meðal þeirra.11Og það skeði, þegar allir, sem höfðu þekkt hann áður, sáu, að hann spáði með spámönnunum, svo sagði fólkið, einn til annars: hvað er þá skeð syni Kís? er og Sál meðal spámannanna g)?12Og einn tók til orða og mælti: og hvör er þeirra faðir? því er það orðið máltak: er Sál og meðal spámannanna?13Og hann hætti að spá og kom upp á hæðina,14þá mælti Sáls föðurbróðir til hans og hans sveins: hvört genguð þið? og hann sagði: að leita að ösnunum; og þegar við sáum að þær vóru hvörgi, svo gengum við til Samúels.15Og föðurbróðir Sáls mælti: láttu mig vita hvað Samúel sagði?16Og Sál sagði við föðurbróður sinn: hann lét okkur vita að ösnurnar væru fundnar. En það orð sem Samúel hafði talað um konungdóminn, sagði hann honum ekki.
17Og Samúel kallaði fólkið til Drottins í Mispa.18Og hann talaði til Ísraels þannig: svo segir Drottinn, Ísraels Guð: eg hefi leitt Ísrael út af Egyptalandi, og eg frelsaði yður af hendi egypskra, og af hendi allra þeirra kóngsríkja sem undirþrykktu yður;19en þér útskúfið í dag yðar Guði, sem hefir hjálpað yður úr allri yðar neyð og þröng, og segið til hans: konung skaltú yfir oss setja. En komið nú fram fyrir Drottin eftir yðar ættkvíslum og kynþáttum (flokkum).20Og svo lét Samúel allar Ísraels ættkvíslir framganga; þá hittist Benjamíns ættkvísl.21Og hann lét Benjamíns ættkvísl ganga fram eftir hennar kynþáttum; þá hittist á a) Matri kynþátt og Sál sonur Kis var sá er hittist á og þeir leituðu hans; en hann fannst ekki.22Þá spurðu þeir Drottin aftur: hvört nokkur maður ætti enn nú að koma þangað? og Drottinn sagði: sjá! hann er falinn hjá áhöldunum b).23Þá hlupu þeir þangað og sóttu hann, og hann gekk fram meðal fólksins og var höfði hærri en allir aðrir c).24Og Samúel sagði til alls fólksins: sjáið þér þann sem Drottinn hefir útvalið; því enginn er sem hann meðal alls fólksins. Þá æpti allt fólkið upp og mælti: kóngurinn lifi d)!25og Samúel sagði fólkinu háttu konungdómsins e) og skrifaði það í bók og lagði niður hjá Drottni f). Og Samúel lét allt fólkið frá sér, hvörn einn heim til sín.26Og Sál gekk og heim til sín til Gíbea og skari fór með honum af þeim, hvörra hjarta Guð hafði hrært.27En einkisverðir umrenningar g) sögðu: hvað mun þessi hjálpa oss? og þeir forsmáðu hann og færðu honum engar gáfur; og hann lét sem hann vissi (heyrði) það ekki.
Fyrri Samúelsbók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:19+00:00
Fyrri Samúelsbók 10. kafli
Sál er smurður og tekinn til kóngs.
V. 1. a. Kap. 15,1. V. 2. b. Gen. 35,19. V. 4. c. Gen. 43,26. V. 5. d. Eða Setulið, Kap. 13,3.4. og víðar. V. 7. e. Dóm. 9,33. V. 10. f. Kap. 16,13. V. 11. g. Kap. 19,24. V. 21. a. Jós. 7,14.17. meiningin: var útvalin af Drottni eftir hlutfalli. V. 22. b. aðr: farangurnum eða fansinum. V. 23. c. Kap. 9,2. hebr: hærri en allir menn frá öxlum, og það uppeftir. V. 24. d. 1 Kóng. 1,25.39. 2 Kóng. 11,12. V. 25. e. Kap. 8,11. Devt. 17,16. fl. f. þ. e. sáttmálsörkinni. V. 27. g. hebr: Belíalssynir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.