1Og Ísrael fór út á móti Filisteum til bardaga, og þeir settu herbúðir sínar hjá Ebeneser b), og Filistear settu herbúðir sínar hjá Afek c).2Og Filistear fylktu liði gagnvart Ísrael, og bardaginn hófst, og Ísrael var rekinn á flótta af Filisteum, og þeir felldu í valinn á vígvellinum hér um bil 4 þúsundir.3Og þegar fólkið kom í herbúðirnar, sögðu þeir elstu í Ísrael: hví hefir Drottinn í dag látið oss líða þenna ósigur fyrir Filisteum. Látum oss sækja Drottins sáttmálsörk d) til Síló, svo hún sé hér vor á meðal og frelsi oss af hendi vorra óvina!4og svo sendi fólkið til Síló, og þeir tóku þaðan sáttmálsörk Drottins allsherjar, þess sem situr í hásæti yfir þeim kerúbim e); en þar voru báðir synir Elí, Hofni og Pineas, með Guðs sáttmálsörk.
5Og það skeði, þá sáttmálsörk Drottins kom í herbúðirnar, upphóf allur Ísrael mikið fagnaðar óp, svo að jörðin bifaðist.6Og Filistear heyrðu óminn af ópinu og sögðu: hvað merkir ómur þess mikla óps í herbúðum enna ebresku? Og þeir urðu þess varir að Drottins örk var komin í herbúðirnar.7Þá sló ótta yfir Filisteana, og þeir sögðu: Guð er kominn í herbúðirnar; og sögðu: vei oss! því slíkt var ekki í gær og ekki í fyrra dag (áður).8Vei oss! hvör mun bjarga oss undan hendi þess volduga Guðs? það er sá Guð sem sló egypska með alls lags plágum í eyðimörkinni.9Neytið hreysti, og verið menn, þér Filistear! svo þér þurfið ekki að þjóna ebreskum eins og þeir hafa þjónað yður; svo verið þá menn, og berjist!10Og Filistear börðust, og Ísrael hafði ósigur, og þeir flýðu, hvör til síns tjalds, og mannfallið var mjög mikið, og af Ísrael féllu 30 þúsundir fótgangandi manna.11Og Guðs örk var tekin, og báðir synir Elí féllu, Hofni og Pineas.
12Þá hljóp maður af Benjamín af vígvellinum og kom til Síló þann sama dag, í rifnum klæðum og með mold yfir sínu höfði.13Og sem hann kom, sjá! þá sat Elí á stólnum og horfði út á veginn, því hans hjarta var skelkað vegna Guðs arkar; og þá maðurinn var kominn, til að segja frá þessu í staðnum, þá harmaði f) allur staðurinn.14Og Elí heyrði óminn af harmatölunum g) og mælti: hvað merkir ómur þessarar háreysti; og maðurinn hraðaði sér og kom, og sagði Elí frá.15En Elí var 98ta ára gamall, og hans augu voru dimm h) og hann gat ekki séð.16Og maðurinn sagði við Elí: eg kem frá vígvellinum, og í dag flúði eg af vígvellinum. Og hann mælti: hvörnig gengur það? minn son!17Og sendimaðurinn svaraði og mælti: Ísrael er flúinn fyrir Filisteum, og líka var mikið mannfall meðal fólksins, og líka eru báðir synir þínir dauðir, Hofni og Pineas, og Guðs örk er tekin.18Og það skeði, þá hann minntist á Guðs örk, að hann féll aftur ábak af stólnum við dyrnar og hálsbrotnaði og dó, því gamall var maðurinn og þungur. En hann hafði dæmt Ísrael í 40 ár.
19Og hans tengdadóttir, kona Pineas, var þunguð og að því komið að hún skyldi fæða; og sem hún heyrði þau tíðindi að Guðs örk væri tekin og hennar tengdafaðir og hennar maður voru dánir, þá hné hún niður og fæddi, því jóðsóttin greip hana.20Og í því bili hún var að deyja, sögðu þær sem hjástóðu: vertu óhrædd! því þú hefir son fætt! en hún ansaði ekki, og gaf því engan gaum.21Og hún kallaði sveininn Íkabað (heiðurlaus) og mælti: farinn er heiðurinn (dýrðin) frá Ísrael! vegna þess örk Guðs var tekin, og vegna síns tengdaföðurs og vegna síns manns.22Því sagði hún: burt er heiðurinn (dýrðin) frá Ísrael, af því að Guðs örk var tekin.
Fyrri Samúelsbók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Fyrri Samúelsbók 4. kafli
Sáttmálsörkin er tekin; Elí synir falla; hann deyr.
V. 1. b. Kap. 7,12. c. Jóh. 15,53. V. 3. d. Kap. 14,18. V. 4. e. 2 Sam. 6,2. Sálm. 80,2. 99,1. V. 13. f. Aðr. hrein. V. 14. g. Hrinurnar. V. 15. h. Hebr. stóðu þ. e. hann var starblindur. 1 Kóng. 14,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.