1Og Anna bað og mælti: mitt hjarta gleðst í Drottni, mitt horn a) er af Drottni hafið, minn munnur opnar sig gegn mínum óvinum, því eg gleð mig við þitt liðsinni.2Enginn er heilagur sem Drottinn; því enginn er (það) nema þú, og ekkert bjarg b) sem vor Guð.3Talið ekki framar drambseminnar orð, ósvífni komi ekki út úr yðar munni! því Drottinn er sá Guð sem veit (allt) og af honum verða verkin vegin.
4Bogi kappanna er sundurbrotinn, og þeir veiku á beinunum, girða sig með krafti.5Þeir mettu leigja sig á mat, og þeir hungruðu halda hátíð (veislu). Sú ófrjóvsama fæðir sjö (börn), og sú barnmarga syrgir.6Drottinn deyðir og lífgar, færir niður í helju og færir upp þaðan c).7Drottinn gjörir fátækan og ríkan; hann niðurlægir og upphefur.8Hann lyftir þeim lítilmótlegu upp úr duftinu, úr saurnum upphefur hann þann fátæka, til þess að setja hann hjá furstunum, og hann fær honum heiðursins stól. Því Drottins eru stólpar jarðarinnar, og á þá setti hann jarðríkið.9Fótspor (fætur) sinna guðhræddu varðveitir hann, en þeir guðlausu tortínast í myrkri; því maðurinn sigrar ekki með styrkleika.10Drottins mótstöðumenn verða huglausir. Drottinn þrumar upp yfir þeim í himninum a). Drottinn dæmir endimerkur jarðarinnar og gefur vald sínum konungi og lyftir upp horni síns smurða.11Og Elkana fór heim til sín í Rama, en sveinninn varð Drottins þénari undir umsjón prestsins Elí.
12En Elí synir vóru auðvirðilegir bófar, b); þeir vissu ekkert af Drottni.13Það var háttur prestanna við fólkið, að þegar einhvör færði fórn, kom prestsins þénari, því kjötið var orðið soðið, og hafði þríyddan gaffal (soðkrók c) í hendi,14og rak ofan í ketilinn eða pottinn, eða pönnuna eða eldsgagnið, og hvað sem kom upp á gaffalnum, það tók presturinn. Svo gjörðu þeir öllum Ísrael sem kom til Síló.15Sömuleiðis, áður en þeir upptendruðu fituna d), kom prestsins þénari og sagði við þann sem offraði: láttu mig fá kjöt í steik handa prestinum, því hann vill ekki taka við soðnu kjöti af þér, heldur hráu.16og segði maðurinn við hann: brenna munu þeir nú strax hið feita, taktu svo það sem þitt hjarta girnist; þá svaraði hann: nei, heldur skaltú nú gefa það; en ef ekki, tek eg það með valdi.17Og synd þessara ungu manna var mikið stór fyrir Drottni, því að mennirnir forsmáðu Drottins fórnir.
18En Samúel þjónaði Drottni sem sveinn, og var í línhökli,19og móðir hans gjörði honum litla yfirhöfn, og færði honum ár eftir ár, þegar hún kom með manni sínum, að frambera þá árlegu fórn.20Og Elí blessaði Elkana og konu hans og mælti: Drottinn gefi þér afkvæmi með þessari konu í staðinn fyrir það sem þið hafið léð Drottni! og þau fóru heim til sín.21Og þegar Drottinn renndi auga til Önnu, varð hún þunguð og fæddi þrjá syni og tvær dætur. Og sveinninn Samúel, óx upp hjá Drottni.
22En Elí var mikið gamall, og heyrði allt sem hans synir aðhöfðust við allan Ísrael, og að þeir lágu hjá konunum sem til þjónustunnar inngengu um dyr samkundutjaldbúðarinnar e),23og hann sagði við þá: hvar fyrir hagið þér yður sem orð fer af yður? því eg heyri illt umtal um yður af öllu þessu fólki.24Ekki svo synir mínir; það rikti er ekki gott sem eg heyri. Þér komið Drottins fólki til yfirtroðslu;25syndgi maður móti manni, svo dæmir Guð hann f), en syndgi nokkur móti Drottni, hvör má biðja fyrir hann? En þeir gegndu ekki rödd föður síns, því Drottinn hafði vilja til að deyða þá.26En sveinninn Samúel fór vaxandi og kom sér betur og betur bæði við Drottin og við mennina.
27Og þar kom guðsmaður nokkur til Elí og sagði til hans: svo segir Drottinn: hefi eg ekki opinberað mig þíns föðurs húsi þegar þeir vóru í Egyptalandi í húsi faraós.28Og valið hefi eg hann fyrir minn prest af öllum Ísraels ættkvíslum, til að offra á mínu altari, til að brenna reykelsi og bera frammi fyrir mér hökulinn; og eg gaf húsi föður þíns allar brennifórnir Ísraelssona g).29Hvar fyrir fóttroðið þér mínar fórnir og matoffur sem eg hefi boðið fram að bera í bústað (mínum). Og þú heiðrar þína syni meir en mig, til þess að feita yður á (frumgróða) enu besta af fórnum míns fólks Ísraels.30Því segir Drottinn, Ísraels Guð: eg hefi sagt: þitt hús og hús föður þíns skal þjóna mér eilíflega; en nú segir Drottinn: það sé fjærri mér! því þann heiðra eg sem mig heiðrar; en sá sem forsmáir mig verður til skammar.31Sjá! sá tími kemur að eg högg af þinn arm og arm þíns föðurs húss, svo að enginn verður aldraður í þínu húsi.32Og þú munt sjá meðbiðil í bústað (mínum) a), allan þann tíma, er (Drottinn) mun gjöra Ísrael gott, svo að aldrei hér eftir skal aldraður maður vera í þínu húsi.33Þó skaltu sjá að aldrei mun vanta af þér mann við mitt altari, til þess þú hafir þá augnaraun og þér gremjist í geði; en öll viðkoma þíns húss skal deyja í blóma síns aldurs.34Og það sé þér til merkis, sem koma mun yfir báða þína syni, yfir Hofni og Pineas: á sama degi munu þeir báðir deyja.35Og eg mun setja mér trúan prest, hann mun gjöra eins og mér er í hjarta og sinni, og eg mun byggja honum staðfast hús, og hann skal ávallt ganga fyrir mínum smurða.36Og það skeður, að hvör sem eftir verður af þínu húsi, mun koma til að niður krjúpa fyrir honum, vegna smáskildings og vegna brauðsneiðar, og mun segja: bættu mér þó við eitthvört prestsembættið, svo eg fái einn bita brauðs að eta.
Fyrri Samúelsbók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Fyrri Samúelsbók 2. kafli
Önnu lofsöngur. Elísynir. Samúels þjónusta. Elí umvöndun. Straff.
V. 1. a. Vald, og það táp sem valdið gefur kallast af Hebr. horn, Sálm. 89,18.25 92,11. V. 2. b. Þ. e. Frelsari Sálm. 18,3.32.47. V. 6. c. Dev. 32,39. Sálm. 71,20. Spek. b. 16,13. V. 10. a. Kap. 7,10. V. 12. b. Hebr. Belíals synir. V. 13. c. Exód. 27,3. V. 15. d. Lev. 3,3. fl. V. 22. e. Ex. 38,8. V. 25. f. Aðr. svo má biðja Guð fyrir hann. V. 28. g. Levi. 10,14. V. 32. a. Aðr. þú munt sjá bústaðarins mótstöðumann.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.