1Eftir Abímelek uppreis Tóla, sonur Púa, sonar Dodó, maður af Ísaskarsætt til að frelsa Ísrael.2Og hann bjó í Samír á Efraimsfjalli. Hann dæmdi Ísrael tuttugu og þrjú ár, deyði síðan og var grafinn í Samír.
3Eftir hann uppreis Jaír, Gíleaðíti, og dæmdi Ísrael í tuttugu og tvö ár.4Hann átti þrjátíu sonu, hvörjir eð riðu á þrjátíu ösnufolum. Hann átti og þrjátíu staði, sem kölluðust Jaírsþorp, allt til þessa dags, og liggja í Gíleaðslandi.5Og Jaír dó, og var grafinn í Kamon.
6Ísraels börn héldu síðan áfram að gjöra illt í augliti Drottins og þjónuðu Baalím og Astarot og afguðunum í Syría og í Sídon, líka Móabs guðum, samt Ammons og Filisteanna guðum, en yfirgáfu Drottin og þjónuðu honum ekki.7Þá uppkveiktist reiði Drottins móti Ísrael, og hann seldi þá undir hendur Filisteanna og Ammonsbarna.8Og þeir þvinguðu og þjáðu Ísraelsbörn á því (sama) ári; já, í átján ár (pláguðu þeir) öll Ísraelsbörn, sem voru hinumegin Jórdanar í landi Amorítanna, sem er í Gíleað.9Síðan fóru Ammonsbörn yfirum Jórdan, til þess að stríða líka móti Júda og Benjamín og móti Efraims húsi, svo Ísrael komst í miklar nauðir.10Þá hrópuðu Ísraelsbörn til Drottins, og sögðu: vér höfum syndgað móti þér, því vér höfum yfirgefið vorn Guð og þjónað Baalím.11En Drottinn sagði til Ísraelsbarna: höfðu ekki (fjandmenn yðar) egypskir, Amorítar, Ammonítar og Filistear;12líka Sídonítar, Amalekítar og Maónítar undirokað yður? en sem þér hrópuðuð til mín, frelsaði eg yður af þeirra hendi;13og samt hafið þér nú yfirgefið mig og þjónað annarlegum guðum; þess vegna vil eg ekki framar meir hjálpa yður; farið nú og hrópið til þeirra guða, sem þér hafið útvalið yður;14látið þá frelsa yður á yðar þjáningartíma. Þá sögðu Ísraels börn til Drottins:15vér höfum syndgast, gjör þú við oss rétt eftir því sem gott er fyrir þínum augum; en frelsaðú oss, (aðeins) í þetta sinn.16Síðan köstuðu þeir frá sér annarlegum guðum og þjónuðu Drottni; og þá kenndi hann í brjósti um Ísrael, að hann var svo plágaður.17Og Ammonsbörn voru samankölluð, og settu herbúðir sínar í Gíleað, en Ísraelsbörn söfnuðust saman og settu herbúðir í Mispa. Og höfðingjar fólksins í Gíleað sögðu hvör til annars:18hvör er sá maður, er fyrstur vill hefja stríð móti Ammonsbörnum? hann skal verða höfðingi allra þeirra, sem búa í Gíleað.
Dómarabókin 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Dómarabókin 10. kafli
Tóla og Jaír (dómarar); Ísraelsfólk kemst aftur í kröggur.
V. 3. 4 Mós. 32,41. V. 4. Dóm. 12,14. 1 Kron. 2,22. V. 6. Dóm. 3,12. 4,1. 1 Sam. 7,34. V. 7. Dóm. 2,14. 3,8. 4,2. V. 10. Dóm. 3,9–15. 4,3. 4 Mós. 21,7. V. 13. 5 Mós. 32,16.20.21. Jer. 2,3. V. 14. 5 Mós. 32,38. 1 Sam. 12,21. Jer. 2,28. V. 15. 1 Sam. 7,6. 12,10. V. 16. 1 Mós. 35,2. 1 Sam. 7,4. 1 Mós. 6,6. 4 Mós. 21,4. V. 18. Dóm. 11,6.8.9.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.