1Eftir þetta tók nú Jerúb-Baal, það er Gídeon, sig árla upp, og allt það fólk, sem með honum var, og settu herbúðir hjá brunninum Haród, en herbúðir Midianítanna voru norðan megin við þá, hinumegin hálsins Móre, þar í dalnum.2Og Drottinn sagði til Gídeons: fólkið er of margt, sem með þér er, til þess eg vilji gefa Midianítana í þeirra hönd, svo að Ísrael hrósi sér ekki móti mér og segi: mín eigin hönd hefir frelsað mig.3Þar fyrir láttu úthrópa fyrir fólksins eyrum og segja: hvör sem óttasleginn er og hræddur, hann snúi til baka og flýti sér frá fjallinu Gíleað! svo sneru þá aftur af fólkinu 22 þúsundir, og að eins 10 þúsundir urðu eftir.4Og Drottinn sagði til Gídeons: enn nú er fólkið of margt; leið þá ofantil vatnsins, þar vil eg reyna þá (handa þér) og það skal ske, að um hvörn helst eg segi til þín, þessi skal með þér fara, þá skal hinn sami með þér fara; en um hvörn sem eg segi til þín: þessi skal ekki fara með þér, sá sami skal þá ekki fara.5Og sem hann hafði leitt fólkið niður til vatnsins, sagði Drottinn til Gídeons: hvör sem nú lepur með tungu sinni af vatninu, eins og hundur lepur, þann skaltu láta fara afsíðis, og eins sérhvörn þann, sem fellur á kné til að drekka.6Svo varð þá tala þeirra manna sem lapið höfðu með munninum úr hendi sér, þrjú hundruð manns, en allt hitt af fólkinu hafði fallið á kné til að drekka vatnið.7Þá sagði Drottinn til Gídeons: með þeim þrem hundruðum manns sem lapið hafa, vil eg frelsa yður og gefa Midianítana í þína hönd, en allt hið annað af fólkinu skal fara sinn veg, hvör einn heim til sín.8Og sem fólkið hafði tekið fararkost með sér og svo básúnur sínar, og sem hann hafði látið alla hina Ísraelíta fara hvörn til sinna tjaldbúða, þá hélt hann þeim þrjú hundruð mönnum eftir hjá sér; en Midianíta her var þar fyrir neðan hann í dalnum.9Og það skeði á þeirri sömu nóttu, að Drottinn sagði til hans: farðu á fætur og gakk niður til herbúða (Midianítanna) því eg hefi gefið þá í þínar hendur.10En ef þú þorir ekki að fara einn, þá láttu svein þinn Púra fara með þér, til herbúðanna.11Síðan fór hann og sveinn hans Púra til þeirrar ystu raðar stríðsfólksins, sem þar var í herbúðunum.12En Midianítar og Amalekítar og allir austan að komnir (Arabar) höfðu lagst þar í dalnum, svo margir sem engisprettur, og úlfaldar þeirra voru óteljandi fyrir fjölda sakir, eins og sandur við sjávarströnd.13Þegar Gídeon var kominn þangað, sjá! þá var einn maður að segja (öðrum manni) draum, og sagði: sjá! mig dreymdi draum, mér þótti ein bökuð byggbrauðskaka, velta sér (hér) að Midianítanna herbúðum, og sem hún kom til (aðal)tjaldsins, laust hún á það, og varpaði því um koll, svo það vissi niður, sem upp átti, og tjaldið lá (flatt).14Þá svaraði hinn annar, það þýðir ekkert annað en sverð Gídeons þess ísraelítiska manns sonar Jóas; Guð hefir gefið Midianítana í hans hönd með öllum þeirra herbúðum.15Og það skeði, þegar Gídeon heyrði drauminn sagðan, og hans ráðningu, baðst hann fyrir, og fór aftur til Ísraels herbúða, og sagði: takið yður upp, því Drottinn hefir gefið Midianítanna herbúðir í yðar hendur.16Þá skipti hann þeim þrem hundrað mönnum í þrjá flokka, og hann fékk þeim öllum básúnur í hönd og tómar krúsir, með logandi blysum í.17Og sagði til þeirra: horfið á mig og gjörið eins og eg gjöri; og sjá! þegar eg kem til þess ysta af herbúðunum, þá gangið allt eins til verks, eins og þér sjáið mig ganga.18Og nær eg blæs í básúnuna, og allir þeir sem með mér eru, svo skuluð þér undir eins blása í básúnur allt í kringum herbúðirnar, og segja: (hér er) Drottinn og Gídeon.19Svo kom Gídeon og þeir 100 menn, sem með honum voru til þess ysta af herbúðunum, við byrjun mið(nætur)vaktarinnar, rétt í því þeir aðeins voru búnir að setja vaktina, og síðan blésu þeir í básúnurnar og sundurbrutu krúsirnar, sem þeir báru í höndum sér.20Og þá blésu undir eins allir þrír flokkarnir í básúnur, sundurbrutu krúsirnar, en héldu á blysunum í sinni vinstri hendi, en á básúnunum í þeirri hægri, blésu í þær og hrópuðu: sverð Drottins og Gídeons!21Og þeir stóðu hvör á sínum stað um kring herbúðirnar, þá tók allur her (Midianítanna) á rás, æpti og flýði.22Og þessi þrjú hundruð manns þeyttu sínar básúnur, og Drottinn lét sérhvörs sverð snúast móti öðrum um allar herbúðirnar; svo að herinn flúði til Bet-Sitta, til Serera allt til bakkans Abel-Mehóla hjá Tabbat (við Jórdan).23Nú voru samankallaðir Ísraelsmenn frá Naftali og Aser og frá allri Manassis (ættkvísl) til þess þeir veita skyldu Midianítum eftirför.24Líka sendi Gídeon boð um allt Efraimsfjall, og lét segja þeim, komið niður, til að fara á móti Midianítunum, og sitjið fyrir þeim við vatnsföllin allt til Betbara, og við Jórdan, (að þeir komist ei yfirum). Svo voru samankallaðir allir menn frá Efraim, og þeir sátu fyrir þeim við öll vötn allt til Betbara og líka við Jórdan.25Og þeir tóku til fanga tvo Midianítanna höfðingja, Oreb og Seeb, og drápu Oreb á klettinum Oreb, en Seeb drápu þeir í vínpressunni Seeb; og þeir eltu Midianítana og fluttu höfuðin af Oreb og Seeb til Gídeon, frá Jórdan, hinumegin Ad.
Dómarabókin 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:08+00:00
Dómarabókin 7. kafli
Gídeon sigrar Midianítana.
V. 1. Dóm. 6,32. 8,35. V. 3. 5 Mós. 20,8. 1 Macc. 3,56. V. 7. 1 Sam. 14,6. 2 Kron. 14,11. V. 11. 1 Sam. 26,7. V. 12. Dóm. 6,5. Jós. 11,4. Opb. 20,8. V. 13. 1 Mós. 40,9.16. V. 14. Es. 9,4. V. 17. Dóm. 9,48. V. 19. Þeir aðeins og s. fr. Nl. Midianítarnir. V. 22. 1 Sam. 14,20. 2 Kron. 20,22.23. V. 24. Jóh. 1,28. V. 25. Sálm. 83,12. Es. 10,26.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.