1Og engill Drottins kom frá Gilgal til Bokím, og sagði: eg hefi leitt yður upp hingað frá Egyptalandi, og fært yður í það land, sem eg sór feðrum yðar, og sagði: eg skal aldrei mínum sáttmála við yður raska að eilífu.2En þér áttuð (aftur á móti) engan sáttmála að gjöra við þessa lands innbyggjara, heldur niðurbrjóta þeirra ölturu. En þér hlýdduð ekki minni raust, því hafið þér svoleiðis breytt?3Þess vegna þá segi eg (sem fyrri), eg vil ekki útrýma þeim frá yður, heldur skulu þeir vera yður til mæðu, og guðir þeirra skulu vera yður til snöru.4Og það skeði, þegar engill Drottins hafði talað þessi orð til allra Ísraelsbarna, þá upphóf fólkið sína rödd og grét.5Þeir nefndu svo þann sama stað Bokím, og færðu þar Drottni fórnir.
6Því eftir það Jósúa hafði látið fólkið frá sér, og Ísraelsbörn voru frá honum farin, hvör til sinnar eignar, til að taka við sínum erfðahluta í landinu;7þá hafði fólkið þjónað Drottni, svo lengi sem Jósúa lifði, og svo lengi þeir elstu voru á lífi, sem lengi lifðu eftir hans dag, hvörjir eð séð höfðu öll þau miklu verk Drottins, er hann hafði gjört við Ísrael.8En sem Jósúa sonur Nún, Drottins þénari, var andaður, sem varð hundrað og tíu ára gamall,9og hvörn þeir jörðuðu í Tímnat-Heres, á landamerkjum hans erfðaparts, á Efraimsfjalli, norður undan fjallinu Gaas;10og þegar þeir allir, sem lifað höfðu á sama tíma, voru safnaðir til sinna feðra, og komin var upp annar ættliður, eftir þá, sem ekki þekkti Drottin, né heldur þau verk, sem hann hafði gjört við Ísrael;11þá gjörðu Ísraelsbörn illt fyrir augum Drottins, og þjónuðu (heiðingjaguðunum) Baalím,12en yfirgáfu Drottin sinna feðra Guð, hvör eð þá hafði útleitt af Egyptalandi, og aðhylltust annarlega guði; þeirra þjóða guði, sem bjuggu í kringum þá, og þeir tilbáðu þá og styggðu Drottin,13og þá þeir yfirgáfu Drottin, en þjónuðu Baal og Astarot,14þá upptendraðist reiði Drottins yfir Ísrael, og hann gaf þá í reyfarahendur, sem ræntu þá; og hann seldi þá í hendur óvina þeirra allt í kringum þá; svo þeir gátu ekki framar veitt þeim mótstöðu.15Og á hvörn helst hátt, sem þeir báru sig að, þá var hönd Drottins í móti þeim til ólukku; allt eins og Drottinn hafði sagt og svarið þeim; og þeir þjökuðust yfrið þunglega.16Þá uppvakti Drottinn þeim dómara, sem frelsuðu þá af hendi þeirra, sem þá ræntu.17En þeir voru þá ei heldur þeim dómurum hlýðnir, heldur féllu þeir til elsku annarlegra guða og tilbáðu þá, og viku bráðlega af þeim vegi, sem feður þeirra höfðu gengið á, hvörjir eð hlýddu Drottins boðum; en þeir (niðjarnir) breyttu ekki svoleiðis.18Og þá Drottinn uppvakti þeim dómara, þá var Drottinn með dómaranum, og frelsaði þá af hendi óvina þeirra, svo lengi sem dómarinn lifði; því Drottinn sá aumur á kveinum þeirra, yfir þeim sem þvinguðu þá, og að þeim þrengdu.19En undir eins og dómarinn deyði, sneru þeir sér og breyttu verr en feður þeirra, í því að fylgja annarlegum guðum, þjóna þeim og tilbiðja þá; þeir viku ekki frá sinni fyrirtekt né af sínum forherðingar vegi.20Þar fyrir upptendraðist reiði Drottins móti Ísrael, svo hann sagði: sökum þess að þetta fólk hefir yfirtroðið mitt lögmál, sem eg hafði boðið feðrum þeirra, og hefir ekki hlýtt minni raust,21þá vil eg ei heldur hér eftir útreka neinn af þeim heiðingjum, sem Jósúa eftirskildi, þegar hann deyði;22til að reyna Ísrael með þeim, hvört þeir vilja varðveita vegi Drottins og ganga á þeim, eins og forfeður þeirra, eður ekki.23Svo lét Drottinn þessa heiðingja vera, og útrýmdi þeim ekki bráðlega; þá sem hann hafði ekki (annars) ofurselt í hendur Jósúa.
Dómarabókin 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:08+00:00
Dómarabókin 2. kafli
Ísraelsmanna dáðleysi, afguðadýrkun og straff. Dómarnir.
V. 1. 2 Mós. 12,51. Jós. 21,43. 1 Mós. 17,7.8. V. 2. 2 Mós. 23,32. og s. fr. 4 Mós. 33,52. 5 Mós. 7,5. V. 5. Bokim þ. e. grátandi. V. 6.7. Jós. 24,28.31. V. 9. Jós. 24,29.30. V. 10. 2 Mós. 1,8. V. 11. Dóm. 3,7. V. 13. Dóm. 10,6. V. 14. Dóm. 3,8. 10,7. V. 15. 3 Mós. 26,17. 5 Mós. 2,15. 28,20. V. 16. Dóm. 3,9.15. V. 17. 3 Mós. 17,7. 20,5. féllu þeir til elsku Hebr: drýgðu hór með annarlegum guðum. V. 18. Sjá v. 7. K. 10,16. V. 20. Sjá v. 14. V. 22. Sjá k. 3,1.4. 5 Mós. 8,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.