1Þar eftir framkomu ættfeður Leví ættkvíslar fyrir prestinn Eleasar, Jósúa Núnsson og ættfeður kynkvísla Ísraels manna, og töluðu þannig til þeirra í Síló í Kanaanslandi:2Drottinn bauð fyrir hönd Mósis, að vér skyldum fá staði að búa í, og haglendi hjá þeim fyrir fénað vorn.3Lögðu þá Ísraels börn af við Levíta af arfi þeirra, eftir boði Drottins, þessa staði og það haglendi, sem þeim fylgdi.4Var þá hlutast um og kom upp fyrstur hlutur Kahatsættar, og niðjar Arons prests, af Leví ættkvísl fengu með hlutkesti þrettán staði hjá Júda, Símeons og Benjamíns ættkvíslum;5hinir afkomendur Kahats fengu með hlutkesti tíu staði hjá Efraims, Dans, og þeirri hálfu Manassis ættkvísl.6Gersons afkomendur hlutu þrettán staði hjá Ísaskars, Asers og Naftalís ættkvísl, og hjá hinum helmingi Manassis ættkvíslar í Basan.7Merarísniðjar fengu eftir þeirra kynþáttum tólf staði hjá Rúbens, Gaðs, og Sebúlons ættkvíslum.8Þannig lögðu Ísraels börn af við Levíta eftir hlutkesti þessa staði með þeirra haglendi, eins og Drottinn hafði boðið fyrir hönd Mósis.
9Ættkvíslir Júda og Simeons lögðu til þessa staði, sem hér eru nafngreindir,10og Arons afkomendur, af Kahats kynþætti og Leví ættkvísl fengu þá—því fyrsti hluturinn tilféll þeim—;11nefnilega, þær lögðu af við þá Kirjat-Arba, sem átt hafði ættfaðir Enaka, það er: Hebron á Júdafjalli, og haglendi þar umhverfis;12en akurland borgarinnar með hennar þorpum höfðu þeir gefið Kaleb Jefúnnessyni til eignar *),13þannig gáfu þeir niðjum Arons prests Hebron, sem var griðastaður vígsekra, og beitarland hennar, Libna með hennar haglendi;14Jakír og hennar haglendi, Estemóa með hennar haglendi;15Holon og haglendi með, Debír með haglendi,16Ain og haglendi með; Jútta með haglendi, Betsemes og haglendi með; þessa níu staði gáfu þessar tvær ættkvíslir;17hjá Benjamíns ættkvísl fengu þeir fjóra staði, Gíbeon og haglendi með, Geba með haglendi,18Anatot og haglendi með, og Almon með haglendi.19Afkomendur Arons prests hlutu þannig í allt þrettán staði, alla með haglendi.
20Hinir Kahatsniðjar af Leví ættkvísl fengu eftir hlutkesti staði hjá Efraimsniðjum.21Þessa staði lögðu þeir af við þá: griðastað vígsekra, Sikkem á Efraíms fjalli og haglendi með, Geser með haglendi,22Kibsaim og haglendi með, Bethoron með haglendi: fjórir staðir.23Hjá Dans ættkvísl: Elteke og haglendi með, Gibbeton með haglendi,24Ajalon og haglendi með, og Gatrimmon með haglendi: fjórir staðir;25Hjá helmingi Manassis ættkvíslar: Taanak og haglendi með, Gat-Rimmon með haglendi: tveir staðir;26Svo að þeir staðir er kynþættir hinna annarra Kahatsniðja fengu, vóru alls tíu, allir með haglendum.
27Levítarnir af Gersons kynþætti fengu hjá helmingi Manassisniðja, griðastað vígsekra Gólan í Basan og haglendi með, og Bestera *) með haglendi: tveir staðir;28hjá Ísaskars ættkvísl: Kisjon og haglendi með, Dabrat með haglendi,29Jarmút og haglendi með, En-Gannim með haglendi: fjórir staðir;30Hjá Asers ættkvísl: Misal og haglendi með, Abdon með haglendi,31Helkat og haglendi með, Rehob með haglendi, fjórir staðir.32Hjá Naftali ættkvísl griðastað vígsekra, Kedes í Galíleu og haglendi með, Hammot-Dór með haglendi, Kartan og haglendi með, þrír staðir.33Þrettán vóru þá staðir þeir, sem Gersons kynþættir hlutu, og allir með haglendum.
34Hinir kynþættir Merariniðja, sem voru af Leví ættkvísl, fengu hjá Sebúlons ættkvísl: Jokneam og haglendi með, Karíta með haglendi,35Dimna og haglendi með, Nahalal með haglendi: fjórir staðir;36hjá Rúbens ættkvísl: Beser og haglendi með, Jasa með haglendi,37Kedemót og haglendi með, Mefaat með haglendi, fjórir staðir;38hjá Gaðs ættkvísl: griðastað vígsekra, Ramot í Gileað, og haglendi með, Mahanaim með haglendi,39Hesbon og haglendi með, og Jaesar með haglendi: fjórir staðir.40Svo að Levítar þeir, sem eftir vóru, og ættbogi vóru Merarís, hlutu tólf staði.41Þeir staðir með haglendum, sem Levítarnir fengu innan um arfahluta Ísraelsbarna, voru alls fjörutygir og átta,42þessir staðir með sínum beitarlöndum umhverfis lágu á við og dreif, borg fyrir borg, einn sem annar.
43Svo hafði þá Drottinn gefið Ísrael allt landið eins og hann með eiði lofað hafði feðrum þeirra; og þeir numu landið og bjuggu þar;44og Drottinn gaf þeim góðan frið allt um kring, eins og hann hafði svarið feðrum þeirra, enginn óvina þeirra fékk þeim mótstöðu veitt, heldur gaf Drottinn þá alla á þeirra vald.45Ekkert af þeim fyrirheitum brást, sem Drottinn hafði gefið Ísraelslýð, heldur rættust þau öll.
Jósúabók 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:08+00:00
Jósúabók 21. kafli
Staðir Levítanna.
*) Sjá 14,13.14. *) Kallast Astarot 1 Kron. 7,71.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.