1Hlutskipti Júda ættkvíslar eftir kynþáttum hennar náði til Edóms landamerkja og eyðimerkurinnar Sín, lengst til suðurs.2Suðurlandamerki þeirra byrja við enda Saltahafsins, frá þeirri vík sem snýr til suðurs,3og liggja sunnanvert við þar sem upp er gengið til Akrabbim og yfir um Sín, og upp eftir sunnan til við Kadesbarnea yfir um Hesron, upp til Adar, kringum Karkaa,4yfir um Asmon, liggja svo til Egyptalandslækjar, og út í hafið, þessi skulu vera yðar landamerki að sunnanverðu.5Landamerkin að austanverðu eru Saltahafið þar til sem Jórdan fellur í það. En takmörkin að norðanverðu byrja við þá vík hafsins, þar sem Jórdan fellur í það,6liggja síðan upp til Bethogla, framhjá Betaraba að norðanverðu, svo upp til steins Bóhans, Rúbenssonar;7þá liggja landamerkin frá Akkorsdal til Debír, svo að norður eftir til Gilgal, sem liggur þar gegnt sem upp er gengið til Adumím, sunnanvert við dalinn, þaðan liggja landamerkin til Ensemesvatns, og enda við Rógelslind.8Síðan liggja landamerkin upp til Hinnomssonardals, að sunnanverðu við Jebúsítaland, það er Jerúsalem *) upp til fjallstindsins, sem er beint í vestur frá Hinnomsdal við norðurenda Risadalsins;9frá þessum fjallstindi stefna þau til Neftóakslindar, þaðan út til Efronsfjalls staða, þaðan til Baala, öðru nafni Kirjat-Jearim.10Þaðan beygjast landamerkin frá Baala í vestur til Seirsfjalls, liggja norðanvert við Skógafjall, sem líka kallast Kesalon, þá ofan til Betsemes yfir Timna;11þaðan í norður rétt með Ekron, þaðan til Síkron yfir Baalafjall, og út til Jabneel í sjó fram.12Landamerki að vestanverðu er Hafið mikla og takmörk þess; þetta eru landamerki Júdaniðja á allar hliðar fyrir þeirra kynþætti.13Kaleb Jefúnnisson fékk sinn hlut meðal Júdaniðja, eins og Drottinn hafði sagt Jósúa, nefnilega Arba borg, föður Enaks það er Hebron.14Kaleb rak þaðan þrjá Enaks niðja, Sesaí, Akiman og Talmai, sem voru komnir af Enak.15Þaðan fór hann mót Debírsbúum; var Debír til forna nefndur Seferstaður;16og Kaleb sagði: hvör sem vinnur Seferstað, honum skal eg gefa dóttur mína Aksa.17Otníel Kenasson, bróðurson Kalebs vann hann og gaf Kaleb honum dóttur sína Aksa.18Þegar hún skyldi heim fara (með bónda sínum), ráðlagði hún honum, að beiðast lands nokkurs af föður hennar; hún steig þá niður af asnanum, Kaleb spurði hana þá: hvað gengur að þér?19Hún svaraði: gef mér gáfu nokkra. Þú hefir gefið mér suðurlandið, gef mér vatnslindir nokkrar með; gaf hann henni þá efri og neðri lindirnar.
20Þessi er arfahluti Júda ættkvíslar eftir hennar kynþáttum:21Staðirnir syðst í Júda ættkvísl við Edoms takmörk eru: Kabseel, Eder, Jagúr,22Kína, Dímóna, Adada,23Kedes, Hadsor, Ittnan,24Siff, Telem, Bealor,25Hadsor-Hadatta, Kirjot-Hedsron (er sama sem Hafsor)26Amam, Sema, Mólada,27Hasargadda, Hesmon, Betpalet,28Hasar-Súal, Berseba, Bisjótja,29Baala-Gíim, Adsem,30Eltólad, Kesil, Horma,31Siklag, Madmanna, Sansanna,32Lebaot, Silkim, Ain og Rimmon. Þetta eru alls 29 staðir með þeirra þorpum.33En á láglendinu vóru: Estaol, Sora, Asna,34Sanoa, En-Gannim, Tappuak, Enam,35Jarmút, Adullam, Sókó, Aseka,36Saaraim, Adítaim, Gedera, Gederotaim, það eru 14 staðir með þeirra þorpum.37Senan, Hadasa, Migdal-Gad,38Dilan, Mispe, Joktel,39Lakis, Boskat, Eglon,40Kabbón, Lakman, Kitlis,41Gederót, Bet-Dagón, Naema og Makeda. Það eru sextán staðir með þeirra þorpum.42Libna, Eter, Asan,43Jifta, Asna, Nesib,44Kegila, Aksib, Maresa; níu staðir með undirliggjandi þorpum.45Ekron með tilheyrandi stöðum og þorpum.46Frá Ekrón út til sjóar, allt það sem liggur til hliðar við Asdod, og þartil heyrandi þorp;47Asdod með undirliggjandi stöðum og þorpum, Gasa með tilheyrandi stöðum og þorpum til Egyptalandslækjar, og Hafsins mikla og þess takmarka.48En á fjallbyggðum: Samír, Jattir, Sokkó,49Danna, Kirjat-Sanna, sem líka kallast Debír,50Anab, Estemó, Aním,51Gosen, Holon, Gilo, ellefu staðir með undirliggjandi þorpum;52Arab, Dúma, Esean,53Janúm, Bet-Tappúak, Afeka,54Húmta, Kirjat-Arba, eða Hebron, og Siór, níu borgir og þeirra þorp;55Maón, Karmel, Síf, Júta,56Jisreel, Jokdeam, Sanoak,57Kain, Gibea, Timna, tíu borgir og þeirra þorp;58Halhúl, Bet-Súr, Gedór,59Maarat, BetAnot og Eltekon; sex staðir með þeirra þorpum.60Kirjat-Baal, heitir nú Kirjatjearim, og Rabba, tveir staðir með þeirra tilheyrandi þorpum.
61Í eyðimörkinni Bet-Araba , Middín, Sekaka,62Ribsam, Saltstaðurinn og Engedi, sex staðir með undirliggjandi þorpum.
63En Jebúsítana sem í Jerúsalem bjuggu, gátu Júdaniðjar ekki útrekið; búa því Jebúsítar ásamt Júdabörnum í Jerúsalem inn til þessa dags.
Jósúabók 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:08+00:00
Jósúabók 15. kafli
Hlutur Júda ættkvíslar.
*) Jerúsalem tilheyrði áður Jebúsítum, 1 Kron. 11,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.