1Þessir eru þeir kóngar landsins, sem Ísraelsmenn unnu og hvörra lönd þeir tóku undir sig, hinumegin Jórdanar að austanverðu, frá Arnonslæk til Hermonsfjalls, og allt sléttlendið í móti austri.2Síhon Amorítakóngur, sem sat í Hesbon, og ríkti frá Aróer, er liggur á Arnons lækjarbakka, frá miðjum læknum, og yfir hálfu Gíleað til læksins Jaboks, sem er landamerki Ammoníta;3og yfir sléttlendinu til Genesaretssjóar að austanverðu, og til Eyðimerkurhafsins, það er Saltahafsins, austur til Betjesímots, og til suðurs að Písga fjallsrótum.4Ennfremur land Ógs, Basanskóngs, sem eftir var af risaættinni, og sat í Astarot, og Edrei,5og ríkti yfir Hermonsfjalli, Salka, og Basan allt til landamerkja Gesúra og Makata, og yfir hálfu Gíleað til landamerkja Síhons Hesbonskóngs.6Móses þjón Drottins og Ísraelsbörn höfðu slegið þá, og Móses þjón Drottins gaf Rúbens, Gaðs og hálfri Manassis ættkvísl þetta land til eignar.
7Þessir eru konungar landsins, sem Jósúa og Ísraelsmenn brutu undir sig fyrir vestan Jórdan, frá Baalgað í Líbanonsdal til Skallabergs, sem liggur upp að Seirsfjalli; þetta land gaf Jósúa Ísraels ættkvíslum, hvörri ættkvísl sinn part,8á fjallinu, á flatlendinu, á sléttlendinu, á láglendinu, í eyðimörkinni og á suðurlandinu, land Hevíta, Amoríta, Kananíta, Feresíta, Hevíta og Jebúsíta:
9Jeríkóskóngur var einn; kóngurinn í Aí, sem liggur hjá Betel, var einn;10Jerúsalemskóngur var einn; Hebronskóngur var einn;11Jarmútskóngur var einn;12Eglonskóngur var einn; Geserskóngur var einn;13Debírskóngur var einn; Gederskóngur var einn;14Hormakóngur var einn; Aradskóngur var einn;15Libnakóngur var einn; Adúllamskóngur var einn;16Makkedakóngur var einn; Betelskóngur var einn;17Tappúakskóngur var einn; Heferskóngur var einn;18Afekskóngur var einn; Lassaronskóngur var einn;19Madonskóngur var einn; Hadsórskóngur var einn;20Simron-Meromskóngur var einn; Aksafskóngur var einn;21Taanakskóngur var einn; Megiddókóngur var einn;22Kadesskóngur var einn; Jókneamskóngur hjá Karmel var einn;23Dórskóngur í Dórshæðum var einn; Góimskóngur hjá Gilgal var einn;24Tirsakóngur var einn.
Kóngarnir voru alls 31.
Jósúabók 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:02+00:00
Jósúabók 12. kafli
Um sigurvinningar Ísraelsbarna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.