1Jeríkó hafði læst portum sínum og var umsetin af Ísraelsbörnum, svo enginn komst þar út né inn;2en Drottinn sagði við Jósúa: sjá! eg hefi gefið Jeríkó, hennar konung og hrausta menn í þitt vald,3gangið þér allir stríðsmennirnir kringum borgina, gangið kringum hana einu sinni og gjörið svo í sex daga;4beri sjö prestar þær sjö fagnaðarbásúnur á undan örkinni; en á þeim sjöunda degi, þá gangið sjö sinnum kringum borgina, og lát prestana blása í básúnurnar.5Þegar blásið er í fagnaðarhornið, og þér heyrið hljóm básúnunnar, æpi þá fólkið heróp mikið, skulu þá borgarveggirnir hrynja, og fólkið komast inn beint af augum.6Þá kallaði Jósúa Núnsson á prestana, og sagði til þeirra: berið sáttmálsörkina, og sjö prestar beri sjö fagnaðarbásúnur undan örk Drottins,7og fólkinu sagði hann: gangið fram og farið í kringum borgina og hvör hertygjaður maður gangi á undan örk Drottins.8Þegar Jósúa hafði talað til fólksins, gengu þeir sjö prestar fram, sem báru sjö fagnaðarbásúnur fyrir augliti Drottins, og blésu í básúnurnar, og sáttmálsörk Drottins kom á eftir þeim,9og þeir sem herklæddir voru gengu á undan prestunum, þeim sem í básúnurnar blésu, en hinir aðrir fylgdu eftir örkinni, og blésu í básúnurnar.10En Jósúa bauð fólkinu: þér megið ekki æpa heróp, og ekki láta yðar raust heyra, og ekkert orð útganga af yðar munni, allt til þess dags að eg segi yður: æpið heróp! þá skuluð þér æpa heróp.11Þannig gekk örk Drottins einu sinni kringum borgina, síðan gengu menn til herbúðanna, og voru þar um nóttina.12Annars dags var Jósúa árla á fótum, báru þá prestarnir örk Drottins;13og þeir sjö prestar, sem báru þær sjö fagnaðarbásúnur á undan Drottins örk, gengu alltaf og blésu í básúnurnar, en þeir sem vopnaðir voru gengu fyrir þeim, en hinir aðrir gengu á eftir Drottins örk, og blésu í básúnurnar.14Næsta dag gengu þeir einu sinni kringum borgina, fóru síðan í herbúðirnar, svo gjörðu þeir í sex daga.15Þann sjöunda dag voru þeir á ferli í dögun, og gengu sjö sinnum kringum borgina með sama hætti, einungis að þeir á þessum degi fóru sjö sinnum kringum borgina.16Þegar prestarnir í sjöunda sinni blésu í básúnurnar, sagði Jósúa fólkinu: æpið heróp, Drottinn hefir gefið yður borgina;17en borg þessi, sagði hann, og allt hvað í henni er, skal vera bannfærð fyrir Drottni *); skækjan Rahab ein skal lífi halda, og allir þeir sem í hennar húsi eru, því hún leyndi þeim mönnum, er vér sendum;18gætið yðar aðeins fyrir því bannfærða, að þér ekki færið bann yfir yður sjálfa, ef þér takið nokkuð af því, sem bannfært er, og leiðið þannig bölvun og fordjörfun yfir Ísraels herbúðir;19allt silfur og gull, allt hvað af kopar eða járni er smíðað, skal vera Drottni helgað, og koma í féhirslu Drottins.20Fólkið æpti þá heróp, og blésu í básúnurnar, þegar það heyrði hvell básúnanna, æpti það heróp mikið; múrarnir hrundu þá, og fólkið gekk inn í borgina, hvör hið gegnsta fram frá sér;21þannig unnu þeir borgina, og lýstu banni yfir öllu sem í henni var, menn, kvinnur, unga og gamla, naut, sauði og asna, og drápu það allt.22En Jósúa sagði þeim tveimur mönnum sem njósnað höfðu um landið: farið í hús skækjunnar, leiðið hana út og alla hennar, eins og þér sóruð henni.23Þá gengu þeir ungu njósnarmenn þar inn, og leiddu Rahab, föður hennar og móður, bræður hennar og hjú og alla hennar ættmenn, út úr borginni, en létu hana vera fyrir utan herbúðir Ísraels;24en borgina brenndu þeir og allt hvað í henni var, einasta silfur og gull, kopar og járnsmíðisgripi lögðu þeir í féhirslu Drottins húss.25Skækjunni Rahab og ætt hennar gaf Jósúa líf, og bjó hún allt til þessa dags meðal Ísraelsmanna fyrir það hún fól þá menn sem Jósúa hafði út sent, að njósna um Jeríkó.
26Þá sór Jósúa þannig: bölvaður veri sá maður í augliti Drottins, sem fer til og byggir upp þenna stað Jeríkó; þegar hann leggur grundvöll hans, kosti það hans frumgetna son, en þegar hann reisir hans port, gildi það hinn yngsta son hans.
27Þannig aðstoðaði Drottinn Jósúa, og hans frægð barst um alla landið.
Jósúabók 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:02+00:00
Jósúabók 6. kafli
Jósúa vinnur Jeríkó.
*) Sjá 3 Mós. 27,28.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.