1Jósúa Núnsson hafði sent leynilega tvo njósnarmenn frá Sittim og sagt þeim: farið og skoðið landið, og Jeríkó. Þeir fóru og komu í hús skækju einnar að nafni Rahab og gistu þar.2Þetta var sagt konunginum í Jeríkó; sjá! nokkurir menn af Ísraelsfólki eru í nótt komnir að njósna í landinu;3sendi þá Jeríkóskóngur til Rahab, og lét segja henni: sel fram menn þá, sem til þín eru komnir í þitt hús; því þeir eru komnir til að njósna um allt landið.4En konan tók mennina báða, leyndi þeim, og sagði: satt er það, menn komu til mín, en hvaðan þeir vóru vissi eg ekki;5en þegar loka skyldi borgarhliðunum í rökkrinu, fóru þeir, en ekki vissi eg, hvört þeir fóru; farið sem hraðast eftir þeim, þá náið þér þeim.6En hún hafði leitt þá upp á þakið, og leynt þeim undir viðarull, sem breidd var á þakið.7Mennirnir fóru eftir þeim á veg til Jórdanar, allt til ferjustaðarins, en borgarhliðinu var læst, þegar leitarmennirnir vóru út farnir.8Áður en komumennirnir gengi til hvílu, gekk Rahab til þeirra upp á þakið,9og sagði við þá: eg veit að Drottinn hefir gefið yður land þetta; ótti fyrir yður er yfir oss kominn og allir innbúar landsins hræðast yður;10því frétt höfum vér, að Drottinn þurrkaði fyrir yður vatnið í Rauðahafinu, þegar þér fóruð af Egyptalandi, og hvað þér gjört hafið þeim tveimur Amorítakóngum, Síhon og Óg hinumegin Jórdanar, að þér eydduð þeim með öllu;11síðan heyrðum vér um þetta, er æðra komin í vor brjóst, og enginn hugur er í nokkrum manni, þegar yður skal mæta, því Drottinn, yðar Guð, er Guð á himnum uppi, og á jörðu niðri;12sverjið mér nú við Drottin, að fyrst eg sýnda yður miskunn, þá skuluð þér og miskunn sýna míns föðurs húsi, og gefið mér þar um óbrigðult merki,13að þér viljið láta föður minn og móður, bræður mína og systur lífi halda og allt hvað þeirra er, og frelsa oss frá dauða.14Þeir svöruðu henni: vér viljum setja vort líf í veð fyrir yður, ef þér ekki opinberið þetta tal okkar; og gefi Drottinn oss land þetta, skulum vér endurgjalda þér með kærleika og trúfesti.15Þá lét hún þá í festi síga út um gluggann, því hús hennar var á múrveggnum, og hún bjó á sjálfum borgarveggnum.16Hún sagði við þá: farið upp á fjallið, svo leitarmennirnir hitti yður ekki og felist þar þrjá daga, þangað til þeir eru afturhorfnir sem eltu yður, en farið svo leiðar ykkrar.17Þeir sögðu við hana: lausir viljum vér vera frá eiði þeim, er þú tókst af okkur,18þegar við komum inn í landið, þá skaltu binda í gluggann þetta rauða band, sem þú lést okkur síga niður í, og hafa samankallað í þitt hús föður þinn og móður, bræður þína og allt hús föður þíns.19En gangi nokkur út af hússdyrum þínum, þá er hann sjálfur valdur að sínum dauða, en vér sýknir, en verði hönd lögð á þann nokkurn, sem er í þínu húsi, þá verði okkur hans dauði tilreiknaður.20Og ef þú opinberar þessi okkar erindi, erum vér lausir frá þeim eiði, er þú tókst af okkur.21Hún sagði: veri það, eins og þér segið; lét hún þá svo fara, og þeir fóru, en hún batt hið rauða band í gluggann.22Gengu þeir síðan, þar til þeir komu á fjallið, og dvöldu þar í þrjá daga, þar til þeir voru aftur heim komnir, er þeim veittu eftirförina, þeir höfðu leitað þeirra á öllum vegum og ekki fundið.23Hvurfu þá þessir tveir menn aftur, og gengu af fjallinu, fóru yfir um ána, komu til Jósúa Núnssonar, og sögðu honum frá öllu, er þeim hafði mætt.24Þeir sögðu til Jósúa: Drottinn hefir gefið allt landið oss í hendur, því allir innbúar þess eru felmtsfullir fyrir oss.
Jósúabók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:02+00:00
Jósúabók 2. kafli
Njósnarmenn fara til Jeríkó. Skækjan Rahab.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.