1Þegar þú ert kominn í það land sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér til eignar, ert búinn að taka það, og sestur þar að,2þá skaltu taka það fyrsta af öllum landsins ávexti sem jörðin gefur af sér, sú sem Drottinn þinn Guð gefur þér, skaltú láta það í körfu og færa síðan til þess staðar, sem Drottinn Guð þinn mun útvelja sér sjálfum, til bústaðar,3og þú skalt fara á fund við þann kennimann sem þá er og segja við hann: eg meðkenni í dag fyrir Drottni Guði þínum, að eg er kominn í það land sem Drottinn sór forfeðrum vorum að gefa oss.4Presturinn skal þá taka við körfunni af hendi þér, og setja hana niður við altari Drottins þíns Guðs;5þá skaltu ennfremur inna til og segja frammi fyrir Drottni þínum Guði: forfeður mínir hinir sýrlensku fóru reikandi, þeir héldu síðan ofan til Egyptalands, og voru þar útlendingar og fáir síns liðs, en urðu þar að mikilli, voldugri og fjölmennri þjóð;6en hinum egypsku fórst illa við oss, þeir þjökuðu oss og lögðu á oss þungan þrældóm;7þá hrópuðum vér til Drottins, Guðs feðra vorra, og Drottinn heyrði vort ákall, og sá vora eymd, bágindi og ánauð,8og Drottinn útleiddi oss af Egyptalandi með voldugri hendi og útréttum armlegg, með miklum undrum, táknum og fyrirburðum,9en leiddi oss hingað til þessa staðar, og gaf oss þetta land, hvar mjólkinni flæðir og hunanginu;10þess vegna flyt eg nú hingað þann fyrsta ávöxt landsins sem þú, Drottinn! gafst mér—þér skuluð leggja þetta fram fyrir Drottin yðar Guð og tilbiðja hann;11svo skaltú, ásamt Levítunum og þeim útlendu sem eru á meðal þín, gjöra þér glatt vegna þess góða sem Drottinn þinn hefir veitt þér og þínu hyski.
12Þegar þú ert búinn að greiða allar tíundir af þinni inntekt á hinu þriðja ári, sem eru gjaldár þessara tíunda, og þú hefir veitt Levítunum, þeim útlendu, þeim föðurlausa og ekkjunni, máltíð innan þinna borga svo þeir hafi mettir orðið, þá skaltu segja frammi fyrir Drottni þínum Guði:13eg hefi flutt burt af heimilinu það sem helgað var, og hefi gefið það Levítunum, þeim útlendu, ekkjunni og föðurleysingjum, eftir öllum þeim boðorðum sem þú hefir lagt fyrir mig, eg hefi ekki traðkað þínum boðorðum, né gleymt þeim;14eg hefi ekki etið af því í minni sorg, og eg hefi ekkert af því tekið til óhreinnar brúkunar, og ekkert af því hefi eg gefið hinum dauða, eg hefi hlýtt raustu Drottins míns Guðs, og gjört allt eins og hann bauð mér.
15Lít ofan frá þínu heilaga sæti á himnum, og blessa þitt fólk Ísrael, og það land sem þú hefir gefið oss, eins og þú með eiði lofaðir forfeðrum vorum, landið hvar mjólkinni flæðir og hunanginu.
16Á þessum degi býður Drottinn þinn Guð þér, að breyta eftir þessum boðorðum og setningum; gæt þeirra og breyt eftir þeim af öllu hjarta og af allri sálu þinni;17þú hefir sagt við Drottin í dag, að hann skuli vera þinn Guð, og þú viljir ganga á öllum hans vegum, og halda hans lögmál, boðorð og setninga og hlýða hans raust;18þess vegna hefir líka Drottinn ákveðið við þig í dag, að þú skulir vera hans óðalsfólk, eins og hann hefir heitið þér, og að þú skulir varðveita hans boðorð,19og að hann skuli hefja þig yfir allar þjóðir aðrar sem hann hefir tilsett, svo að þinn heiður, nafn og sæmd verði uppi og þú sért fólk helgað Drottni Guði þínum, eins og hann hefir heitið.
Fimmta Mósebók 26. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 26. kafli
Offur af frumgróðanum. Tíundir.
V. 14. Þessar tíundir áttu að brúkast til gleðilegra gestaboða, en ekki mátti þeim verja til neinna hluta sem óhreinir voru eftir levítísku lögunum, ei heldur til útfarar dauðra manna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.