1Ef einhvör fær sér konu og hefir samrekkt henni, en hún finnur ekki síðan náð fyrir hans augum fyrir einhvörs óþokka sakir, þá skal hann mega gefa henni skilnaðarskrá, fá henni hana í hendur, og láta hana svo fara af heimili sínu.2Þegar hún er gengin burt af bænum, og farin alveg í burtu en giftist öðrum manni, og sá annar maður fær líka andstyggð á henni,3gefur henni skilnaðarskrá, fær henni það í hendur, og lætur hana svo fara af heimili sínu, ellegar ef svo ber undir, að deyr sá seinni maður sem hana tók til eiginkonu,4þá má ekki hennar fyrri maður, sem hafði skilið sig við hana, taka hana aftur sér til eiginkonu, af því hún er orðin óhrein, því slíkt er andstyggð fyrir Drottni, svo þú ei flekkir það land, sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér að arfi.
5Þegar einhvör er nýgiftur, þá skal hann ei fara í hernað, og engin þyngsli skulu á hann leggjast, skal hann vera frjáls maður á heimili sínu heilt ár, og gleðja sig með konu þeirri sem hann hefir tekið sér.
6Þú mátt ekki taka í pant yfir- né undirkvörn, því það væri að taka í pant lífsbjörg annars.
7Ef einhvör verður fundinn að því, að hafa stolið nokkrum af bræðrum sínum Ísraelssonum, og annaðhvört sjálfur heldur honum ánauðugum, eða selur hann mansali, þá skal sá þjófur deyja, og ber yður að afmá meðal yðar slíka vonsku.
8Gæt þín í spítelskuveikindum, að þú grandgæfilega aðgætir og gjörir allt það sem prestarnir og Levítarnir leggja fyrir þig, skuluð þér það allt halda og gjöra sem þeir skipa yður;9láttu þér minnisstætt það sem Drottinn þinn Guð gjörði við hana Maríu á leiðinni, þegar þér hélduð út af Egyptalandi.
10Ef þú hefir lánað náunga þínum eitthvað, hvað sem það svo er, þá máttu ekki ganga inn í hans hús til að taka út af honum pant,11heldur skaltu staðnæmast fyrir utan dyrnar, en sá sem þú hafðir lánað, beri pantinn út til þín;12en sé maðurinn öreigi þá skaltu ekki ganga til svefns með pant hans,13heldur skaltu færa honum pantinn aftur fyrir sólarlagið, svo hann geti sofið í sínum eigin rúmfötum. *) Mun hann þá blessa yfir þig, og þess mun Drottinn Guð þinn láta þig njóta.
14Þú skalt ekki refjast um kaup þess sem er fátækur og þurfandi, hvört sem hann er af löndum þínum eða útlendum sem eru í landinu innan borga þinna,15heldur skaltú greiða honum sitt kaup á hvörjum degi, áður en sólin gengur undir, því hann er fátækur og ætlaði upp á það, svo hann hrópi ei til Drottins móti þér, og verði þér svo þetta til syndar reiknað.
16Feðurnir skulu ekki deyja fyrir börn sín, og ekki börnin fyrir feðurnar, heldur skal hvör deyja fyrir sína eigin misgjörð.
17Þú skalt ei halla rétti hins útlenda og föðurlausa, og þú skalt ekki taka í pant ekkjunnar fatnað;18því þér skal minnisstætt að þú varst þræll í Egyptalandi, og Drottinn þinn Guð frelsaði þig þaðan; þess vegna skipa eg þér að gjöra þetta.
19Þegar þú hefir lokið kornskurði á akri þínum, og þú hefir gleymt einu bindini út á akrinum, þá skaltu ekki snúa aftur til að sækja það, láttu heldur hinn útlenda, ekkjuna og þann föðurlausa eiga það, svo að Drottinn þinn Guð blessi þig í allri þinni atvinnu.
20Þegar þú hefir barið ávextina af þínu olíutré, þá skaltú ei gjöra þar eftirleit, heldur skal sá framandi, ekkjan og sá föðurlausi eiga það.21Þegar þú hefir skorið upp vínberin í víngarði þínum, þá skaltu ekki plokka hann aftur, heldur skal sá útlendi, ekkjan og sá föðurlausi eiga það;22lát þér minnisstætt að þú varst þræll í Egyptalandi, því skipa eg þér að gjöra þetta.
Fimmta Mósebók 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 24. kafli
Um hjónabönd, veðsetningar og fl.
V. 9. Num 12,9. V. 13. *) Sjá Ex. 22,25. V. 20. Menn brúkuðu til þess kepp eður kefli.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.