1Þú skalt hyggja að mánuðinum abíb, að þú haldir þá Drottni þínum Guði páskahátíðina, því að á þessum mánuði abíb leiddi Drottinn þinn Guð þig á náttarþeli út úr Egyptalandi.2Og þú skalt offra Drottni þínum Guði páskalambi, nautum og sauðum, á þeim stað sem Drottinn mun útvelja sér til íbúðar.3Þú skalt ekkert sýrt eta á þessari hátíð, heldur skaltu eta ósýrt brauð harmanna; til endurminningar um harma eður neyð þína í Egyptalandi, í 7 daga, því þú flýðir í ofboði úr Egyptalandi, þess vegna skal þér alla þína ævi minnisstæður sá dagur, þegar þú fórst úr Egyptalandi;4það á ekki að finnast neitt súrdeig innan allra þinna landamerkja í þessa 7 daga, og af því kjöti sem var slátrað um kvöldið þann fyrsta dag á ekkert að verða næturgamalt.5Þú mátt ekki slátra páskalambinu í hvörri borg sem vera skal af þeim sem Drottinn þinn Guð hefir gefið þér,6heldur áttu í þeim stað, sem Drottinn þinn Guð mun velja sér til íbúðar, að slátra páskalambinu að kvöldi dags, um sólarlagsbil, um sama leytið sem þú fórst út úr Egyptalandi;7þar skaltu steikja það og eta á þeim stað sem Drottinn þinn Guð mun velja sér, og svo um morguninn eftir snúa heim í leið.8Sex daga skaltu eta ósýrt brauð, á sjöunda deginum er samkomufundur Drottins þíns Guðs, þá máttu ekkert vinna.9Sjö vikur skaltu reikna, og skalt byrja að telja tímann frá því að sigðin var fyrst borin að korninu *),10þá skaltu halda Drottni þínum vikuhátíð og lát við hann af hendi rakna sjálfviljugar gjafir, eftir því sem hann hefir blessað þig.11Og þú skalt vera glaður frammi fyrir Drottni þínum Guði, bæði sjálfur, sonur þinn og dóttir og líka húskarl þinn og ambátt og Levítinn, sem er innanborgar með þér, útlendingurinn, föðurleysinginn og ekkjan sem er hjá þér, á þeim stað sem Drottinn þinn Guð hefir valið sér til íbúðar.12Því þú átt að láta þig reka minni til þess að þú líka varst þræll í Egyptalandi, þess vegna skaltu vel halda þessi boðorð og breyta eftir þeim.
13Þú skalt halda laufskálahátíð í 7 daga, þegar þú ert búinn að hirða allt korn þitt og vín,14og þú skalt gjöra þig glaðan á þeirri hátíð með sonum þínum og dætrum, húskörlum og ambáttum, Levítum, útlendingum, föðurleysingjum og ekkjum, sem eru í sömu borg og þú.15Í sjö daga skaltu halda Drottni þínum Guði hátíðina í þeim stað sem Drottinn mun velja sér; hann mun blessa þig í öllum þínum útvegum og allri þinni atvinnu, þess vegna skaltu vera glaður.
16Þrisvar sinnum á ári hvörju skulu allir á meðal þín, sem eru í karllegg mæta fyrir Drottni þínum Guði á þeim stað sem hann mun velja sér, nl. á ósýrðra brauða hátíðinni, á vikuhaldshátíðinni og á laufskálahátíðinni, en enginn má þar mæta fyrir Drottni tómhentur,17heldur hvör eftir því sem hann hefir efni á, eftir þeirri blessan sem Drottinn þinn Guð hefir honum veitt—18dómara og valdstjórnarmenn skaltú tilsetja í öllum þínum borgarhliðum **) sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér hjá öllum kynkvíslum, til að halda uppi lögum og rétti meðal fólksins.
19Þú skalt ekki halda réttinum, ekki fara í manngreinarálit, og ekki þiggja gjafir, því gjafirnar blinda augun jafnvel á vitrum mönnum, og umhverfa málefnum þeirra saklausu;20réttlæti, réttlæti skaltu framfylgja, svo þú megir lifa, og eignast það landið sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér.21Þú skalt ekki planta lund af nokkurslags trjám hjá altari Drottins þíns Guðs, þú skalt ei heldur reisa upp neina myndarstólpa, því þetta er Drottni þínum Guði móti geði.
Fimmta Mósebók 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 16. kafli
Um stórhátíðir á hvörju ári.
*) Sjá hér um Lev. 23,15 flg. **) Þau voru þingstöð hjá Gyðingum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.