1Þér eruð börn Drottins yðar Guðs, þér skuluð ekki vekja yður benjar, né raka yður sköllótta fyrir ofan ennið, eftir nokkurn framliðinn,2því þú ert Drottni þínum Guði helgað fólk, hann hefir útvalið þig af öllum þjóðum á jarðríki, að þú skulir vera hans eigindómur.
3Þú skalt ekki eta neitt viðbjóðslegt;4þessi eru þau dýr sem þér megið eta: naut, sauðir, geitfé,5hjörtur, hind, hrein, steingeit, einhyrningur, úruxi, elgsdýr,6og þér megið eta allt það kvikfé sem hefir aðgreindar klaufir og jórtrar;7en þér skuluð ekki eta það sem jórtrar, en hefir ekki klaufir, svo sem úlfaldann, hérann og kúnísinn, þessi jórtra, en hafa ei klaufir, þess vegna skulu þau vera yður óhrein;8sömuleiðis svínið, sem hefir klaufir, en vegna þess að það jórtrar ekki, skal það vera yður óhreint, þér skuluð ekki eta kjötið af því, ei heldur snerta við þess hræi.9Þetta megið þér eta af vatnsdýrum: öll þau sem hafa sundugga og hreistur megið þér eta;10en þau sem ekki hafa sundugga eður hreistur megið þér ekki eta, því þau eru yður óhrein.11Þér megið eta alla hreina fugla;12en þessa skuluð þér ekki eta: örnina, gamminn,13og össuna, valinn, gripfuglinn, kjóann með sínum tegundum,14og alls kyns hrafnategundir,15strútsfuglinn, svöluna, svartbakinn og haukinn með sinni kyntegund,16kattugluna, náttugluna, flóðsetuna,17súluna, hræfugla, svartfuglinn,18storkinn, lækjarduðruna með sinni kyntegund, veiðihoppuna og músarbróðurinn;19og allir fuglar sem skríða skulu vera yður óhreinir, og þér megið ekki eta þá,20en hreinu fuglana megið þér eta.
21Þér skuluð ekki eta neitt sjálfdautt,þeim útlendu sem búa meðal þín máttu gefa það til að eta, eða sel það útlendingum, því þú ert Drottni þínum Guði helgað fólk; þú skalt ekki slátra kiðinu meðan það sýgur móður sína.
22Þú skalt árlega leggja frá tíunda partinn af þínu korni, og þeim ársgróða, sem þér bætist af ökrum þínum,23og þetta skaltú síðan eta frammi fyrir Drottni þínum Guði á þeim stað sem hann mun útvelja sér til íbúðar, tíundirnar af korni þínu, víni og viðsmjöri, og frumburðina af nautum þínum og sauðfé, svo þú megir læra að óttast þinn Guð alla þína ævidaga.24En þegar vegurinn er þér of langur, og sá staður sem Drottinn Guð þinn hefir útvalið sér til íbúðar, er svo mjög í fjarska við þig, að þú getur ekki komið þangað tíundum þínum, einkanlega þar eð Drottinn Guð mun blessa þig,25þá máttu láta það fyrir peninga út í hönd, og far svo með þá til þess staðar sem Drottinn þinn Guð hefir útvalið sér,26og kaup þar aftur fyrir þá sömu peninga hvað sem þig helst girnir, hvört heldur naut, sauði, vín, áfengan drykk, eða hvað annað sem þig lystir, og neyt þess í þeim sama stað frammi fyrir Drottni þínum Guði, og gleð þig svo sjálfur með heimilisfólki þínu.
27En þá Levíta, sem eru innanborgar með þér, skaltú ekki setja hjá, því þeir hafa öngva hlutdeild eður eigindóm með þér.28Þriðja hvört ár skaltú leggja frá alla tíund af inntekt þinni það árið, það skaltú geyma í borginni,29skal svo Levítinn, sem öngva hlutdeild eður eigindóm hefir með þér, sá útlendi og föðurlausi og ekkjan sem er innanborgar með þér, koma þangað og eta sig mett; fyrir það mun Drottinn þinn Guð blessa þig í öllum þínum handafla og útvegum.
Fimmta Mósebók 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 14. kafli
Um leyfilega og óleyfilega fæðu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.