1Ef einhvör spámaður eða draumspekingur rís upp meðal yðar, og gefur þér eitthvört teikn eður furðuverk,2og það teikn eða undur rætist, eins og hann sagði fyrir, og hann segir: látum oss aðhyllast annarlega guði, sem þér ekki þekkið, og dýrka þá,3þá skaltu ekki hlýða orðum þess spámanns eða draumspekings, því að Drottinn yðar Guð freistar yðar með þessu, þar hann vill reyna hvört þér elskið sig af öllu hjarta og allri sálu,4því þér eigið að aðhyllast Drottin yðar Guð, óttast hann og halda hans boðorð, hlýða hans raustu, dýrka hann, og halda yður við hann.5En sá spámaður eða draumspekingur skal deyja, af því hann hvatti til fráfalls frá Drottni yðar Guði, sem útleiddi yður af Egyptalandi, og frelsaði yður af því þrældómsfangelsinu, og af því hann (vildi ginna) þig af þeim vegi, sem Drottinn þinn Guð hefur boðið þér að ganga á.6Afmáið því þennan voða úr yðar hóp. Þegar bróðir þinn sammæðra, sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum, eða vinur þinn sá þú elskar eins og þitt eigið hjarta, ræður þér einslega og segir: látum oss fara og dýrka annarlega guði—sem hvörki þú þekkir né þínir forfeður,7svo sem guði þeirra þjóða sem kringum yður eru, hvört þeir eru nær eða fjær, frá einu heimsskauti til annars—8þá skaltu ei fallast á þetta með honum, né gegna því, þitt auga skal ekki vægja honum, og þú skalt ekki skjóta skjólshúsi yfir hann af miskunnsemi við hann,9heldur skaltu drepa hann, þín kona skal vera hin fyrsta til að vega að honum, og þar næst hönd alls almúgans.10Með grjóti skuluð þér lemja hann til dauða, því hann vildi svíkja þig frá Drottni þínum Guði sem að útleiddi þig af Egyptalandi, því þrældómsfangelsinu,11svo að allur Ísrael verði hræddur, þegar hann heyrir slíkt, og taki aldrei síðan upp á slíku ódæði meðal yðar.
12Ef þú heyrir í einhvörjum þeim borgum, sem Drottinn þinn Guð hefir gefið þér til íbúðar, að menn segja:13á meðal þín eru uppkomnir nokkrir skálkar, sem hafa villt staðarins innbúa og sagt: látum oss fara og þjóna annarlegum guðum sem þið þekkið ekki til,14þá skaltu innvirðulega rannsaka og rekast í þessu, og ef það reynist satt, að sú svívirðing hafi verið framin meðal yðar,15þá skaltú slá borgarmennina í þeim stað með sverðseggjum og leggja bann á þá, með öllu sem þar er inni, og einnig fénaði þeirra.16Allt herfangið úr þeim stað skaltú bera fram á mitt strætið, og brenna svo í eldi, ásamt með borginni sjálfri, til heiðurs við Drottin þinn Guð, svo að borgin verði að ævarandi moldarrúst, og byggist aldrei síðan.
17Lát ekkert af því bannfærða loða þér við höndur, svo að Drottinn megi snúa frá þér sinni heiftarreiði, vera þér miskunnsamur og líknsamur og margfalda þig, eins og hann með eiði lofaði þínum forfeðrum.18Þú hefir heyrt raustu Drottins þíns Guðs, að þú skyldir halda öll hans boðorð sem eg legg fyrir þig í dag, svo þú mættir gjöra hvað rétt er í hans augum.
Fimmta Mósebók 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 13. kafli
Um þeirra straff sem tæli til afguðadýrkunar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.