1Móses stefndi öllum Ísrael til samans, og sagði til þeirra: heyr þú Ísrael! þá lagasetninga og þau boðorð, sem eg í dag vil birta þér í heyranda hljóði, svo þér lærið þau, haldið og breytið eftir þeim;2Drottinn vor Guð gjörði við oss sáttmála á Hóreb;3ekki hafði Drottinn gjört þenna sáttmála við forfeður vora, heldur við oss sem hér erum nú á lífi nálægir;4hann talaði við oss eins og maður við mann, mitt úr eldinum upp á fjallinu.5(Eg stóð á þeim tíma á millum Drottins og yðar, til að bera yður orð Drottins, því yður stóð ótti af eldsloganum, og genguð því ekki upp á fjallið.) En hann sagði:
6Eg er Drottinn þinn Guð, sem útleiddi þig af Egyptalandi, úr því þrældómsfangelsi.7Þú skalt ekki hafa annarlega guði fyrir mér.8Þú skalt öngva líkneskju gjöra þér eftir nokkurri mynd, sem er á himnum uppi eða á jörðu niðri, eða í vatninu undir jörðinni.9Þú skalt ekki tilbiðja þær eður dýrka, því að eg er Drottinn þinn Guð, vandlátur Guð, sem læt feðranna afbrot koma fram við börnin í þriðja og fjórða lið, það er að segja, þegar þau hata mig;10eg auðsýni líka miskunnsemi í þúsundasta lið þeim sem elska mig og halda mín boðorð.11Þú skalt ekki leggja nafn Drottins þíns Guðs við ósannindi, því Drottinn mun ekki láta þann óhegndan, sem leggur hans nafn við ósannindi.12Haltú helgan hvíldardaginn, eins og Drottinn Guð þinn hefir boðið þér;13sex daga skaltú erfiða og vinna allt þitt verk,14en sá sjöundi dagur er hvíldardagur Drottins þíns Guðs, þá skaltu ekkert erfiði fremja, ekki heldur sonur þinn eða dóttir, ei heldur húskarl þinn eða ambátt, eigi uxi þinn né asni, né nokkur af þínum gripum, eigi heldur hinn útlendi sem er innanborgar með þér, svo að þinn þræll og ambátt fái að hvíla sig eins og þú;15því þig skal reka minni til að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi, og Drottinn þinn Guð leiddi þig þaðan með voldugri hendi og útréttum armlegg, þess vegna bauð Drottinn þinn Guð þér að rækja hvíldardaginn.16Heiðra skaltú föður þinn og móður þína, eins og Drottinn þinn Guð hefir boðið þér, svo þú fáir lengi að lifa og þér megi vel vegna í landi því sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér.17Þú skalt ekki mann vega.18Þú skalt ekki hórdóm drýgja.19Þú skalt ekki stela.20Þú skalt ekki bera ljúgvitni móti þínum náunga.21Þú skalt ekki girnast húsfreyju þíns náunga, ei heldur hans hús, akur, þræl eða ambátt, uxa, asna, eða nokkuð sem hann á með.22Þetta eru þau orð sem Drottinn talaði við yður þar sem þér voruð samankomnir, á fjallinu, úr miðjum eldinum, skýinu og myrkrinu, með hárri raust. Bætti hann þar öngvu við, heldur skrifaði á 2 steintöflur sem hann fékk mér.23En þá þér heyrðuð röddina úr dimmunni og fjallið logaði í eldi, þá genguð þér til mín, allir formenn og öldungar í yðar ættkvíslum, og sögðuð:24Sjá þú! Drottinn vor Guð hefir sýnt oss sína dýrð og sitt tignarveldi, vér heyrðum hans raust úr miðjum eldinum og vér sáum í dag að Guð talar við manninn, og að maðurinn heldur þó lífi.25En hví skulum vér deyja? þessi mikli eldur ætlar að eyða oss; ef vér nú lengur heyrum raustina Drottins vors Guðs, þá munum vér deyja,26því að hvör maður hefir heyrt málróm lifanda Guðs úr miðjum eldi, eins og vér, og haldið þó lífinu?27Farðu nú og heyrðu hvað Drottinn vor Guð segir, og ber oss það aftur, öllu sem hann segir við þig viljum vér gegna og hlýða.28Þá Drottinn heyrði það sem þér töluðuð við mig, sagði hann við mig: eg heyrði hvað fólkið talaði við þig, og var það vel talað.29En æ að þeir ætíð yrðu svo sinnaðir, að óttast mig og halda öll mín boðorð, svo þeim mætti ævinlega vegna vel og börnum þeirra.
30Farðu og segðu þeim að hverfa heim í sín landtjöld;31en þú skalt standa hér hjá mér á meðan eg tala við þig um þær tilskipanir, setninga og boðorð, sem þú átt að brýna fyrir þeim, svo þeir breyti þar eftir þegar þeir eru komnir í það land sem eg mun gefa þeim til eignar.
32Svo haldið þetta þá, og breytið eins og Drottinn yðar Guð hefir boðið yður, og víkið þar ei frá hvörki til hægri né vinstri.33Gangið kostgæfilega þá leið, sem Drottinn yðar Guð hefir fyrir yður lagt, svo yður farnist vel og farsællega og þér lifið lengi í því landinu sem þér munuð eignast.
Fimmta Mósebók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:51+00:00
Fimmta Mósebók 5. kafli
Guðs tíu laga boðorð ítrekast.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.