1Síðan beygðum vér við, og héldum til eyðimerkurinnar út á móts við Rauðahafsbotna, eins og Drottinn hafði lagt fyrir mig, og fórum í kringum fjallið Seir langa tíma.2Þá sagði Drottinn við mig:3þér hafið nógu lengi reikað í kringum fjall þetta, snúið yður nú í norður.4En fólkinu skaltú bjóða og segja: Þér skuluð fara yfir landamerki bræðra yðar, sem komnir eru af Esaú og búa í Seir, þeir munu verða hræddir við yður,5en takið yður mikinn vara fyrir að leggja til orrustu við þá, því að eg vil ekki gefa yður svo mikið sem eitt fet af landi þeirra, því að eg hefi ánafnað niðjum Esaú fjallið Seir,6mat og drykk skuluð þér kaupa af þeim hvörutveggi fyrir peninga,7því að Guð Drottinn þinn hefir blessað allan þinn handafla, hann lét sér annt um þig á ferð þinni um eyðimörk þessa hina miklu, í 40 ár hefir Drottinn Guð þinn verið með þér, svo þig skorti öngvan hlut.
8Þá vér vórum nú komnir framhjá bræðrum vorum, niðjum Esaú, sem búa í Seir, yfir flatlendið hjá Elat og Eseongobere, þá beygðum vér við, og stefndum til Móabítaeyðimerkur.9Þá sagði Drottinn við mig: þú skalt ekki áreita Móabíta, og ekki leggja til bardaga við þá, því eg vil ekkert gefa þér af þeirra landi til eignar, því eg hefi ánafnað niðjum Lots staðinn Ar.10(Þeir Amim bjuggu þar forðum. Það var fólkrík og voldug þjóð og stórvaxin eins og Enakim,11þeir eru og haldnir risakyns eins og Enakim, en Móabítar kölluðu þá Emim.12Hórítar bjuggu forðum í Seir, en Esaúniðjar hröktu þá í burt og eyddu þeim, en settust sjálfir að löndum þeirra, eins og Ísraelítar gjöra við þau lönd sem Drottinn gefur þeim til eignar.)13Og Drottinn sagði: takið yður nú upp og farið yfir um elfuna Sared, en vér gjörðum eins og hann skipaði.
14En tíminn sem vér vorum frá Kadesbarnea til þess vér fórum yfir um ána Sared, vóru 38 ár, svo að dánir vóru allir vopnfærir menn úr herliðinu, eins og Drottinn hafði svarið,15hvörs hönd var svo upp á móti þeim, að hann eyddi þeim úr herliðinu þangað til enginn var eftir.16Og þegar allir þessir stríðsmenn meðal fólksins vóru fallnir niður í strá,17þá ávarpaði Drottinn mig þessum orðum:18þú munt í dag fara framhjá landamerkjum Móabíta hjá Ar,19og leið þín mun liggja nærri Ammónítum, en ekki skaltú áreita þá, né eggja til bardaga, því eg ætla ekkert að gefa þér til eignar af landi Ammónsbarna, því eg hefi gefið það niðjum Lots til eignar.20(Það er og álitið vera risaland, skulu risar hafa búið þar í gamla daga, og kölluðu Ammonitar þá Samsúmim,21það er voldug þjóð, fjölmenn og stór að vexti eins og Enakim, en Drottinn eyddi þeim fyrir Ammonitum svo þessir eignuðust landið og tóku það undir sig.22Sama hafði Drottinn gjört fyrir niðja Esaú sem bjuggu í Seir, þá hann eyddi Hórítum fyrir þeim en þeir fengu aftur landið, og settust að í hinna stað, hvað svo stendur enn í dag.23Með líkum hætti tóku Kaftórim sig upp frá Kaftór og eyðilögðu Avim, sem bjuggu í Haserim allt til Gasa, en tóku undir sig land þeirr
24a.)Takið yður nú upp til ferðar, og farið yfir lækinn Arnon, sjá! eg hefi gefið á þitt vald Síhon Ammoritakóng í Hesbon, og land hans allt; tak nú til að vinna landið og legg til orrustu við hann,25skal eg láta það hefjast í dag að öllum þjóðum undir himninum standi af þér ótti og hræðsla, svo að allir sem heyri þig nefndan á nafn fái í sig hræðslu og kvíða fyrir þér.
26Þá gjörði eg menn úr Kidmóteyðimörk á fund Síhons kóngs í Hesbon, með vingjarnlegri orðsending, svolátandi:27Eg vil fá fararleyfi yfir land þitt um rétta þjóðleið, og skal eg hvörki sveigja þar út af til hægri né vinstri.28Matvæli og drykk muntu selja mér við verði, mér er nóg fái eg að ganga fæti yfir land þitt,29(eins og þeir veittu mér niðjar Esaú, sem búa í Seir og Móabítar sem búa í Ar) þangað til eg kemst yfir Jórdan, í það land sem Drottinn vor Guð hefir gefið oss.
30En Síhon kóngurinn í Hesbon, vildi ekki vér færum yfir land sitt, því að Drottinn Guð þinn forherti hans anda og blindaði hans hjarta, af því hann vildi gefa hann í þínar hendur, eins og líka varð.31Þá sagði Drottinn við mig, sjá þú! eg ætla nú að gefa upp við þig Síhon og land hans, byrja því að leggja land hans undir þig.
32Lagði þá Síhon út á móts við oss með öllu liði sínu til að heyja orrustu hjá Jahsa.
33En Drottinn vor Guð gaf hann á vort vald, svo vér sigruðumst á honum, sonum hans og öllu liði;34þá unnum vér og á sama tíma allar hans borgir, eyddum þeim ásamt öllu mannfólki, svo vel konum sem börnum,35svo vér létum þar ekkert lifa, nema fénaðinn og herfangið úr borgunum sem vér höfðum unnið og tókum vér það undir oss.
36Frá Aroer, sem liggur við bakkann á læknum Arnon, og frá borginni sem er í dalnum inn til Gileað, var engi sú borg sem gæti varist fyrir oss, allar þær gaf Drottinn vor Guð oss í hendur,37nema hvað þú máttir ekki koma í land Ammonsbarna, í héraðið umhverfis vatnið Jabok, ei heldur til borganna upp á fjallbyggðinni, eða nokkura þeirra staða sem Drottinn vor Guð hafði bannað.
Fimmta Mósebók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:51+00:00
Fimmta Mósebók 2. kafli
Ísraelsbörn vinna sigur á Ammónítum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.