1Og Móses sagði við Ísraelsbörn allt sem Drottinn hafði honum boðið:2og hann ávarpaði þannig ina yppurstu í sérhvörri kynkvísl af Ísraelsbörnum: þetta er það sem Drottinn hefur boðið:3þegar karlmaður lofar Drottni að hann skuli gjöra eitthvað eða með eið skuldbindur sig til að halda bindindi, má hann ekki bregða orð sitt, heldur gjöra það allt eins og það fram gekk af hans munni.4Þegar kvenmaður lofar Drottni að hún skuli gjöra eitthvað, og í æsku sinni í föðurhúsum skuldbindur sig til að halda bindindi,5og faðir hennar heyrir á þegar hún heitir þessu, og skuldbindur sig þar til og hann þegir þar til, þá skal allt sem hún hét, og allt sem hún skuldbatt sig til, stöðugt standa.6En ef faðir hennar gjörir það ógilt strax sem hann heyrir það, þá skal allt sem hún hét og allt sem hún skuldbatt sig til ógilt vera og Drottinn mun fyrirgefa henni það af því faðir hennar gjörði það ógilt.7En ef hún giftist og hefir áður lofað að gjöra eitthvað eða ófyrirsynju skuldbundið sig til að halda bindindi,8og maður hennar heyrir það og þegir þar til þegar hann heyrir það, þá skal heit hennar stöðugt standa og það sem hún skuldbatt sig til;9en ef maður hennar stendur á móti strax sem hann heyrir það, gjörir hann ógilt heit hennar og það sem hún ófyrirsynju skuldbatt sig til, og Drottinn mun gefa henni það upp.10En það sem ekkja lofar eða sú sem skilin er við mann sinn, allt sem hún skuldbindur sig til skal stöðugt standa.11Ef að kona í húsi manns síns lofar að gjöra eitthvað eða með eiði skuldbindur sig til að halda bindindi,12og maður hennar heyrir það og þegir þar til, og ekki aftrar henni, þá skal allt sem hún hét og allt sem hún skuldbatt sig til standa stöðugt;13en ef maður hennar með öllu ónýtti það strax sem hann heyrði það, þá skal ekkert af því sem kom yfir hennar varir, hvörki það sem hún hét né skuldbatt sig til, gilt vera; maður hennar ónýtti það og Drottinn mun uppgefa henni það.14Sérhvört heit og sérhvörn þann eið, með hvörjum konan skuldbindur sig til að þjá líkama sinn, getur maður hennar gjört bæði gilt og ógilt;15ef maður hennar öldungis þegir þar til dag eftir dag, þá staðfestir hann allt sem hún hefir heitið, eða allt sem hún hefir skuldbundið sig til; hann staðfesti það með því að hann þagði þar til þegar hann heyrði það.16En ef hann nokkru eftir að hann hefir heyrt það, með öllu vill gjöra það ógilt, skal hann sjálfur líða straff þar fyrir.17Þessar vóru þær reglugjörðir sem Drottinn sagði Móses að gilda skyldu milli manns og konu, milli föður og dóttur meðan hún er ung og í föðurhúsum.
Fjórða Mósebók 30. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:51+00:00
Fjórða Mósebók 30. kafli
Um sekt.
V. 3. Þ. e. halda sér frá einhvörju sem þó annars í sjálfu sér er leyfilegt. V. 14. Þ. e. að halda föstu og bindindi. V. 16. Þ. e. straffast eins og hann sjálfur hefði gjört heitið en svikist um það.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.