1Og Drottinn talaði við Móses í Sínaíeyðimörk, í samkundutjaldbúðinni, á fyrsta degi þess annars mánaðar, á öðru ári eftir útgönguna úr Egyptalandi, og mælti:2tak þú manntal gjörvalls safnaðar Ísraelssona eftir þeirra kynkvíslum, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna, allt af karlkyni eftir þeirra höfðatölu;3frá tvítugsaldri og þar yfir; alla sem stríðfærir eru í Ísrael skuluð þér telja, þú og Aron eftir þeirra herflokkum.4Maður sé með ykkur einn fyrir hvörja ættkvísl, sá sem er höfðingi sinnar ættar.5Og þessi eru nöfn þeirra manna sem eiga að styrkja ykkur: fyrir Rúben: Elisur, sonur Sedurs;6fyrir Símeon: Selumjel, sonur Surisadai;7fyrir Júda: Nahesson, sonur Amminadabs;8fyrir Ísaskar: Netaneel, sonur Suars;9fyrir Sabúlon: Eliab, sonur Helons;10fyrir syni Jóseps, fyrir Efraim: Elisama, sonur Ammihúds; fyrir Manasse: Gamliel, sonur Pedasúrs;11fyrir Benjamín: Abidan, sonur Gideons;12fyrir Dan: Ahieser, sonur Ammisadais;13fyrir Asser: Pagiel, sonur Okrans;14fyrir Gað: Eliasaf, sonur Deguels;15fyrir Naftalí: Ahira, sonur Enans.16Þessir voru þeir af söfnuðinum völdu, höfuðsmenn þeirra föðurlegu ætta; þeir voru höfðingjar Ísraelsmanna flokka.17Og Móses og Aron tóku þessa menn, sem nefndir eru nöfnum,18og þeir samansöfnuðu öllu fólkinu á fyrsta degi í þeim öðrum mánuði. Og þeir létu skrifa sig í ættartölubækurnar, eftir þeirra kyni og ættfeðrum, eftir nafnatalinu, tvítugir og eldri, hvör fyrir sig,
19eins og Drottinn hafði boðið Móses; og svo taldi hann þá í Sínaíeyðimörku.
20Synir Rúbens, Ísraels frumgetna sonar, allir karlmenn, stríðsfærir, tvítugir og eldri, sem uppskrifaðir voru eftir þeirra kyni, ættfeðrum og tölu þeirra nafna og þeirra höfða,21þeir af Rúbens ættkvísl, töldu (könnuðu) voru 46.500.22Synir Símeons, allir vopnfærir karlmenn, tvítugir og eldri sem uppskrifaðir voru, eftir þeirra kyni og ættfeðrum, eftir þeirra nafna og höfðatölu kannaðir,23þeir töldu af Símeons ættkvísl 59.300.24Synir Gaðs, allir vopnfærir, tvítugir og eldri, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum og eftir nafnatölu,25þeir könnuðu af Gaðs ættkvísl voru 45.650.26Júda synir, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,27þeir könnuðu af Júda ættkvísl voru 74.600.28Ísasaskars synir, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,29þeir könnuðu af Ísaskars ættkvísl voru 54.400.30Sebúlons synir, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,31þeir könnuðu af Sebúlons ætt voru 57.400.32Synir Jóseps, af sonum Efraims, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,33þeir könnuðu af Efraims ættkvísl voru 40.500.34Af sonum Manasses, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,35þeir könnuðu af Manasses ættkvísl voru 32.000.36Synir Benjamíns, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,37þeir könnuðu af Benjamíns ættkvísl voru 35.400.38Dans synir, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,39þeir könnuðu af Dans ættkvísl voru 62.700.40Assers synir, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,41þeir könnuðu af Assers ættkvísl voru 41.500.42Synir Naftalís, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, uppskrifaðir eftir þeirra kyni, eftir þeirra ættfeðrum, eftir tölu nafnanna,43þeir könnuðu af Naftalís ættkvísl voru 53.400.
44Þessir eru þeir könnuðu sem Móses og Aron og Ísraels höfuðsmenn, þeir (tilkosnu) 12 menn, töldu; einn maður var fyrir hvörja ættkvísl.45Og allir Ísraelssynir, sem taldir voru, tvítugir og eldri, allir vopnfærir, eftir þeirra ættfeðrum,46reiknuðust 603.550.47En Levítarnir, eftir þeirra feðra ætt, voru ekki taldir með þessum.
48Og Drottinn talaði við Móses og mælti:49Leví ættkvísl skaltu ekki kanna, og hennar fólkstal skaltu ei taka inn á meðal Ísraelssona;50heldur skaltu setja Levítana við lögmálstjaldbúðina, (að gæta) allra hennar áhalda, og alls sem því viðvíkur, þeir skulu bera tjaldbúðina og öll hennar áhöld og henni þjóna; og hafa sín tjöld allt í kringum.51Og þegar tjaldbúðin tekur sig upp, skulu Levítarnir taka hana niður, og þegar tjaldbúðin tekur sér stað, skulu Levítarnir reisa hana; en sá framandi, sem nálægir sig, skal deyðast.52Og Ísraelssynir skulu tjalda hvör á sínum stað í herbúðunum, hjá merki sinnar sveitar.53En Levítarnir skulu tjalda (legra sig) allt í kring um lögmálstjaldbúðina, að ekki komi reiði yfir söfnuð Ísraelssona; og Levítarnir skulu annast lögmálstjaldbúðina.54Og Ísraelssynir gjörðu það; algjörlega eins og Drottinn bauð Móses, svo gjörðu þeir.
Fjórða Mósebók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Fjórða Mósebók 1. kafli
Fólkið talið. Levítar tilskikkaðir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.