1Og ennframar talaði Drottinn til Móses:2Tala þú til Ísraelsbarna og seg þeim: Hátíðir Drottins hvörjar þér skuluð úthrópa, sem heilagar, eru þessar mínar hátíðir:3Sex daga skulu verk vinnast, en á þeim sjöunda degi er hvíldardagshvíld, heilög samanköllun, ekkert verk skuluð þér vinna á þeim degi; það skal vera hvíldardagur Drottins í öllum yðar híbýlum.4Þessar eru hátíðir Drottins, heilagir samhrópunar(dagar) er þér á tilteknum tíðum skuluð úthrópa:5Á fjórtánda degi fyrsta mánaðarins, á milli tveggja aftna byrja páskar Drottins,6og á þeim fimmtánda degi sama mánaðar byrjar ósýrðra brauða hátíð Drottins; í sjö daga skuluð þér eta ósýrt brauð.7Á fimmtánda deginum skal hjá yður vera heilög samanköllun; ekkert þrældómsverk skuluð þér þá vinna;8í sjö daga skuluð þér Drottni eldfórnir færa og á þeim sjöunda degi er heilög samanköllun, þér skuluð þann dag ekkert þrældómsverk vinna.
9Ennframar talaði Drottinn þetta til Móses:10Tala þú til Ísraelsbarna og seg þeim: þegar þér komið inn í það land, sem eg gef yður, og uppskerið þess korn, þá skuluð þér færa prestinum bindini, frumgróða, yðar uppskeru.11Þessu bindini skal presturinn veifa fyrir augliti Drottins, svo að þér verðið honum þóknanlegir, daginn eftir hvíldardaginn skal hann veifa því.12Á þeim degi, sem þér veifið bindininu, skuluð þér færa Drottni til brennifórnar ársgamlan hrút, lýtalausan;13sömuleiðis sem fórnargáfu tvo tíunduparta hveitimalaðs mjöls, viðsmjöri döggvaðs, sem eldfórn fyrir Drottin, honum til sætleiksilms, og þar til heyrandi drykkjarfórn fjórðapart híns.14Allt til þess sama dags megið þér ekki eta brand, steikt ax né nýtt korn, ekki fyrr en þér hafið Guði yðar fært yðar fórnargáfu. Þetta skal vera ævarandi viðtekt í yðar ættkvíslum, hvar sem þér búið.
15Frá öðrum degi hátíðarinnar, frá þeim degi sem þér hafið komið með veifingarbindinið, skuluð þér telja sjö vikur, þær skulu vera óskertar,16til næsta dags eftir sjöunda hvíldardaginn skuluð þér telja fimmtygi daga; þá skuluð þér færa Drottni fórnargáfu af nýju (korni);17með tvö veifingarbrauð, gjörð úr tveimur tíundupörtum (efa) hveitimjöls, bökuð með súrdeigi, skuluð þér koma frá yðrum heimilum, sem sé frumgróðafórn fyrir Drottin,18og ásamt með brauðinu skuluð þér framkoma með sjö ársgamlar sauðkindur lýtalausar, og einn ungan bolakálf og tvo hrúta. Þetta skal vera brennifórn fyrir Drottin og þar að auk þar til heyrandi matar- og dreypifórn. Það er eldfórn Drottni til sætleiksilms.19Sömuleiðis skuluð þér færa einn kjarnhafur til syndafórnar og tvö ársgömul lömb til þakklætisfórnar.20Þeim skal presturinn veifa sem veifingarfórn fyrir augliti Drottins, ásamt frumgróðabrauðinu og ásamt þeim tveimur lömbum, og skal það vera Drottni helgað handa prestinum.21Á þessum sama degi skuluð þér úthrópa, að hann skuli vera helgur samköllunar(dagur) hjá yður, og ekkert þrældómsverk megið þér vinna. Þetta skal vera ævarandi lögmál hjá öllum yðar eftirkomendum, hvar sem þér búið.
22En nær þér uppskerið yðar lands gróða, þá skaltu ekki nákvæmlega uppskera akur þinn út í hvört horn, né samanlesa þau niðurdottnu vínber; skildu það eftir handa þeim fátæka og útlenda. Eg er Drottinn, yðar Guð.
23Ennframar talaði Drottinn við Móses þannig:24Tala þú til Ísraelsbarna og seg þeim: Sá fyrsti dagur í þeim sjöunda mánuði skal vera hvíldardagur hjá yður, þér skuluð þá halda básúnublásturshátíðina, hún skal vera heilagur samköllunardagur;25ekkert þrældómsverk megið þér á henni vinna, og þér skuluð Drottni eldfórnir færa.
26Og enn framar talaði Drottinn þannig við Móses:27Tíundi dagur sjöunda mánaðarins, sá dagur, sem er forlíkunardagurinn, skal sannlega vera yður heilagur samköllunardagur, þér skuluð á honum þjá yðar sálir og færa Drottni eldfórnir;28enga vinnu skuluð þér þeim degi vinna, því að hann er forlíkunardagurinn til að forlíka yður við Drottin, yðar Guð;29hvör sá, sem ekki þjáir sig á þessum degi, skal upprætast frá sínu fólki;30og hvörn þann, sem gjörir nokkra vinnu á þessum sama degi, hann vil eg afmá úr (tölu) síns fólks;31ekkert verk megið þér vinna. Þetta skal vera ævarandi lögmál hjá yðar eftirkomendum, hvar sem þér búið.32Hvíldardags hátíðleg hvíld skal þessi dagur vera yður, og yðar sálir skuluð þér þjá; á níunda degi mánaðarins að kvöldi, frá aftni til aftans, skuluð þér halda þennan yðar hvíldardag.
33Og ennframar talaði Drottinn þannig til Móses:34Tala þú þannig til Ísraelsbarna: á fimmtánda degi þessa (sama) sjöunda mánaðar, er laufskálahátíð í sjö daga fyrir Drottni.35Á fyrsta deginum skal vera heilög úthrópun, ekkert þrældómsverk megið þér þá vinna.36Í sjö daga skuluð þér frambera eldfórnir fyrir Drottin; á áttunda deginum skal vera heilög úthrópun hjá yður, þér skuluð frambera eldfórnir fyrir Drottin, það er samanköllunar(dagur), ekkert þrældómsverk megið þér þá vinna.37Þetta eru Drottins hátíðir, hvörjar þér skuluð úthrópa, heilagir samanköllunardagar, til þess þér skuluð frambera Drottni eldfórnir, brennifórnir, matfórnir, sláturfórnir og dreypifórnir, á hvörjum degi það, sem þeim degi tilheyrir;38auk Drottins hvíldardaga(fórna), matfórna, heit(fórna) og fríviljugra (fórna) yðar sem þér skuluð gefa Drottni.39Sannlega á þeim fimmtánda degi þess sjöunda mánaðar, þá þér hafið samansafnað landsins gróða, skuluð þér halda gleðihátíð Drottins í sjö daga. Á fyrsta deginum er hvíldarhátíð og áttunda deginum hvíldarhátíð,40á þeim fyrsta degi skuluð þér taka með yður aldini af þeim fögru trjám, pálmaviðargreinir og greinir af þeim þéttlaufguðu trjám, og píl sem hjá lækjum sprettur; og gleðja yður fyrir augliti Drottins, yðar Guðs í sjö daga;41þér skuluð árlega halda Drottni þessa gleðihátíð. Það skal vera ævarandi lögmál hjá yðar eftirkomendum, að þér haldið þessa gleðihátíð í sjöunda mánuðinum.42Sjö daga skuluð þér í laufskálum búa; hvör sem er innlendur í Ísrael, skal búa í laufskálum,43svo að yðar eftirkomendur megi vita, að eg lét Ísraelsbörn búa í laufskálum, þá eg leiddi þau út úr Egyptalandi. Eg er Drottinn, yðar Guð!44Og Móses boðaði Ísraelsbörnum þessar hátíðir Drottins.
Þriðja Mósebók 23. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:41+00:00
Þriðja Mósebók 23. kafli
Lög um Sabbatsdaginn og aðrar hátíðir Gyðinga*).
*) Lagaboð um hvíldardaginn, sjá 2 Mós. 20,9–11. 31.14–17. 35,2.3. 5 Mós. 5,12–15. Þær hér nefndu 3 stórhátíðir stóðu heila viku, sjá 2 Mós. 23,14–17. 34,18.22.23. Sá fyrsti og síðasti dagur vóru helgastir og hvíldardagur sá er innféll á milli þessara daga. Um páska (þakklætishátíð fyrir frelsi Gyðinga frá Egyptalandi), v. 5–14. Sbr. 2 Mós. 12,1–28. 4 Msb. 9,3–14. Hvítasunnuh. (kornuppsk. h.) v. 15–22. Sbr. 4 Mós. 28,26–31. 5 Mós. 16,9–12. Laufskálah. (þakklætish. fyrir vernd Guðs þá bjuggu í laufskálum; fyrir uppskeru aldina og víns) v. 33–43. Sbr. 4 Mós. 29,12–34. 5 Mós. 16,13–16. Neh. 8,14. Auk þessa vóru tunglkomuhátíðir á hvörjum mátti vinna, nema á básúnublásturshátíðinni (v. 23–25). Með henni byrjaði mánuðurinn tísrí. Í sama mánuði var sá stóri forlíkunardagur (v. 27–32). Allir mánuðir byrjuðu með nýju tungli. V. 2. Það sem öllum átti að vera kunnugt var úthrópað af húsþökum, sem vóru flöt. Þannig var fólk samankallað til hátíða, þar af vor hringing. V. 5. Dagur reiknast hjá Gyðingum frá sólarlagi til sólarlags, sem eftir sólarhæð í Gyðingalandi alla tíma ársins, svarar til vors miðaftans. Milli tveggja aftna, sjá skgr. 2. Mós. 16,12. V. 13. Hín: hér um bil 337 tenings (cubik) þumlungar innanmáls, sama sem 1/6 bats. Hvörutveggja lagarmælir. V. 18. Hvað mikil matfórn og dreypifórn (þ.e. vín) fylgja átti hvörri blóðugri fórn, sjá 4 Mós. 28 og 29 kpp. Sérhvör fórn, sem á altarið kom, átti með salti saltast, 2,13. Mark. 9,49. Reykelsi átti og að fylgja með til sætleiks ilms. V. 26. Sjá allan kap. 16. V. 29. Þjá sig, sýna sorgarmerki vegna þeirra synda.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.