1Syndgi nokkur í því, að þó hann heyrt hafi það sem formæling er við lögð, og hann er vitni, hann samt ekki vill opinbera það, sem hann hefir séð eða veit, þá skal hann þar fyrir bera sína misgjörð;2ellegar ef nokkur snertir einhvörn óhreinan hlut, eða hræ óhreins skógardýrs eða hræ óhreins fénaðar eða skriðkvikindis, þó það sé honum hulið, þá er hann orðinn óhreinn og sekur;3eða ef hann snertir óhreinan mann, hverrar tegundar sem óhreinleikinn er, sem menn verða óhreinir af, þá, þegar hann kemst að því, þá er hann orðinn sekur;4eða láti nokkur í bráðræði falla sér eið af munni (eins og mörgum er tamt að þeir flapra út eiðum) hvört heldur hann miðar til ills eða góðs, og það var honum óvitanlegt, en fær það síðan að vita, þá er hann orðinn sekur;—5verði nokkur sekur fyrir eitthvað þessháttar, þá skal hann viðurkenna að hann hafi syndgað þar með,6og fyrir þá synd, sem hann hefir drýgt, skal hann framkoma með sektarfórn fyrir Drottin; hún skal vera kvenkyns af smáfénaði, gimbur eða geit til syndaforlíkunar, og skal presturinn þar með afplána hans synd.7En ef hann á ekki fyrir kind, þá skal hann til sektarfórnar fyrir þá synd, sem hann hefir drýgt, koma fram fyrir Drottin með tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga, annan til syndafórnar en hinn til brennifórnar.8Hann skal fá fuglana prestinum, sem fyrst framberi þann er til syndafórnar er ætlaður, snúi hann úr hálsliðnum en slíti þó ekki höfuðið frá búknum;9stökkvi nokkru af blóði syndafórnarinnar á hlið altarisins, en það sem eftir er af því, kreisti hann út og láti drjúpa niður hjá altarinu. Þetta er syndafórn.10En hann skal fara með hinn fuglinn sem brennifórn (1,14. fylg.), og þannig forlíka fyrir synd þess, sem hefir misbrotið og hún verði honum fyrirgefin.11En ef þessi ekki á fyrir 2 turtildúfum eða dúfuungum, þá skal hann samt, vegna þess að hann hefir syndgað, frambera sem gáfu til syndaafplánunar tíunda part af efa af hveitimjöli en hvörki bæta þar við viðsmjöri né reykelsi; því það er syndafórn.12Hann skal færa mjölið prestinum, sem taka skal af því knefa sinn fullan til minningarfórnar og gjöra þar af upptendran á altarinu í eldi Drottins. Þetta er rétt syndafórn:13Og presturinn skal þannig forlíka fyrir þá synd, sem hann einhvörnveginn þannig hefir drýgt, að hún verði honum fyrirgefin. En það sem eftir er tilheyrir prestinum svo sem önnur matfórn.
14Ennframar sagði Drottinn til Móses:15Ef nokkur stórlega misbrýtur og syndgar af vangæslu gegn helgidómi Drottins, hann skal færa Drottni í sektafórn lýtalausan hrút, tekinn af hjörðinni, eins margra silfursikla virði, eftir helgidómssiklagildi, eins og þú metur í sektina,16og það sem hann hefir dregið undir sig af helgum hlutum, skal hann að fullu bæta, og gjalda einn fimmta part að auk. Þetta skal hann færa prestinum, og hann skal afplána syndasekt hans með hrútnum, að hún verði honum fyrirgefin.
17Ef nokkur misbrýtur og gjörir eitthvað það, sem bannað er í einhvörju Drottins boðorði og veit ekki af því að hann verður (þar við) sekur, og þannig ber sína misgjörð,18þá skal hann taka lýtalausan hrút af hjörðinni, sem þú verðleggur, og færa hann prestinum til sektafórnar, og presturinn skal afplána yfirsjón þá, er hann í vanvisku gjörði sig sekan í, og hún mun þá verða honum fyrirgefin.19Þetta er sektafórn; (því) hann var fallinn í fulla sekt við Drottin.
20Ennframar sagði Drottinn við Móses:21Ef nokkur syndgar og stórlega misbrýtur á móti Drottni, með því að hann við sinn náunga gengur á móti því sem honum hefir verið trúað fyrir, eða honum hefir verið fengið til geymslu, eða hann hefir rænt, eða hann á annan hátt hefir haft af öðrum,22ellegar hann hefir fundið það, sem hinn hafði misst og hefir logið í tilliti til þess, og staðfest með eiði lygina, viðvíkjandi einhvörju þessháttar sem menn gjöra og syndga sig á,23þá skal sá sem syndgar og verður sekur á þenna hátt, skila því aftur, sem hann hefir rænt, eða haft af öðrum, eða hefir haft til geymslu, og því týnda, sem hann hefir fundið,24og öllu því um hvað hann hefir ranglega svarið, og hann skal bæta það að fullu, skila aftur þeim sem átti fullu verði og leggja fimmta part yfir, og það samdægris, sem hann framber sína sektafórn.25En sú sektafórn, sem hann skal færa Drottni er hrútur lýtalaus, tekinn af hjörðinni, sem skal færast til prestsins þegar þú ert búinn að meta hann;26og presturinn skal þá forlíka fyrir synd hans fyrir augliti Drottins, og þá mun hún fyrirgefast honum, hvað helst þessa sem hann hefir framið sér til sekta.
Þriðja Mósebók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:35+00:00
Þriðja Mósebók 5. kafli
Um sektafórnir
V. 1. sbr. Sal. Orðskv. 29,24. bera misgjörð þ. e. vera straffsekur þar til hann hefir með sektafórn afplánað synd sína. V. 10. Sjá k. 1. v. 14. ff. V. 11. Efa, hér um bil hálft kvartil. 2 Mós. 16,36. Viðsmjör og reykelsi var dýrt en mjöl ódýrt, þess vegna fátækum hægast að gjalda mjöl. V. 12. Minningarfórn sjá k. 2,3 skýr: V. 15. Syndgar af vangæslu t.d. forsómar að koma með frumgróðafórn, dregur af tíund o.s.frv. V. 25. Móses átti að meta hvört fórnin væri í lagi, áður en hún til musterisins var færð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.