1Móses stefndi saman allri alþýðu Ísraelsmanna, og sagði til þeirra: Þetta er það, sem Drottinn hefir boðið að gjöra:2Sex daga skaltu verk vinna, en á þeim sjöunda degi skuluð þér halda heilagt, þá er hátíðarhvíld fyrir Drottni; hvör sem nokkurt verk vinnur á þeim degi, hann skal láta líf sitt.3Þér skuluð engan eld gjöra í öllum yðar híbýlum á hvíldardegi.
4Móses talaði til allrar alþýðu Ísraelsmanna, og sagði: þetta er það sem Drottinn hefir boði, er hann sagði:5veljið Drottni upplyftingarfórn; sérhvör sá, sem gefa vill af góðum hug, færi Drottni þessa lyftingarfórn, gull, silfur, eir,6bláa ull, purpura, skarlat, hvíta viðarull, geitahár,7rauðlituð hrútaskinn, selskinn, belgþornsvið,8viðsmjör til ljósa, ilmjurtir til smurningar viðsmjörs og ilmanda reykelsis,9sardonyxsteina og vígslusteina til hökulsins og brjóstskjaldarins.10Hvör af yður, sem er hagrar náttúru, komi, og vinni að öllu því, sem Drottinn hefir boðið;11það er búðin og tjöld hennar, og þak, krókar, borðviður, þvertré, stoðir og pallar;12örkin og hennar ásar, arkarlokið og fortjaldið þar fyrir framan;13borðið og þess ásar, öll þess áhöld og skoðunarbrauðin;14ljósahjálmurinn til að lýsa, og það sem honum fylgir, lampar og viðsmjör til lýsingar;15reykelsisaltarið og þess ásar, smurningarviðsmjör, ilmreykelsi, dyratjald fyrir búðardyrnar;16brennifórnaraltarið, og eirgrindin, sem því fylgir, ásar þess og allur umbúnaður, og eirkerið með stétt þess;17langtjöld forgarðsins með stoðum og pöllum, sem þar til heyra, og dyratjald forgarðsins;18naglar til búðarinnar og forgarðsins, og þau stög, sem þar fylgja;19glitklæði til embættisgjörðar í helgidóminum, vígsluklæði Arons kennimanns, og kennimannabúningur sona hans.
20Síðan gekk öll alþýða Ísraelsmanna út frá Móses,21og allir, sem þar til voru lundlagnir og höfðu góðan vilja, komu, og færðu upplyftingarfórn til Drottins, til að fullgjöra samkundutjaldbúðina með öllu því sem heyrði til þjónustugjörðarinnar, og búa til þau helgu klæði;22komu svo allir þeir, sem góðfúst hjarta höfðu, bæði menn og konur, og færðu nasanisti, eyrnagull, hringa, gulltölur, og alls konar gullbúnað; og eins hvör maður, sem veifaði gulli til veifunarfórnar fyrir Drottni;23og hvör maður, sem átti í eigu sinni bláa ull, purpura, skarlat, hvíta viðarull, geitahár, rauðlituð hrútaskinn og selskinn, sá bar það fram;24og hvör sem upplyfti silfri eða eir í upplyftingarfórn Drottins, og hvör sem átti belgþornsvið, hann bar það fram til að gjöra þar af ýmislegt smíði til þjónustugjörðarinnar.25Allar þær konur, sem hagar voru, spunnu með höndum sínum, og báru fram spuna sinn úr bláu bandi, purpura, skarlati, og hvítri viðarull;26og allar konur, sem þar á voru lundlagnar og höfðu kunnáttu til, spunnu geitahár.27En höfðingjarnir færðu sardonyxsteina og vígslusteina til hökulsins og brjóstskjaldarins,28og kryddjurtir og viðsmjör til ljósa, smurningarviðsmjörs og ilmreykelsis;29eins gjörðu allir menn og konur, hvörra hjörtu hneigðust til að láta eitthvað af hendi rakna til framkvæmdar þess verks, sem Guð hafði boðið Móses að gjöra; Ísraelsmenn færðu Drottni þetta sjálfviljugir.
30Móses sagði til Ísraelsmanna: sjáið! Drottinn hefir kvatt Besalel Úríson Húrssonar af Júda ættkvísl,31og veitt honum guðlega andagift, hagleik, kunnáttu og skilning til alls konar handiðna,32svo að hann er mesti hugvitsmaður á gull, silfur og eir,33á steingröft, steinsetning, tréskurð og alls konar hagleiksiðnir.34Hann hefir og gefið honum þá gáfu að kenna þetta út af sér; og sama hefir hann veitt Oholíab Akisamakssyni af Dans ættkvísl.35Hann hefir veitt þeim gnóglegt hugvit til útskurðar, myndavefnaðar, glitvefnaðar með bláum litum, purpura og skarlati, og til dúkvefnaðar, svo þeir geta gjört alls konar handiðnir og fundið upp snilliverk af viti sínu.
Önnur Mósebók 35. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:35+00:00
Önnur Mósebók 35. kafli
Hvíldardagshald. Upplyftingarfórn til tjaldbúðarinnar. Ágæti Besalels og Oholíabs.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.